Subbufélagsskapur Magma

Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjóra Reykjanesbæjar í broddi fylkingar; útrásarafgangar úr Glitni/Íslandsbanka; meðhlauparar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smára eru auk forystu Samfylkingarinnar með í orkukaupaleiðangri Ross Beaty og Magma.

Hver og einn ofangreindra aðila væri nóg til að setja spurningamerki við viðskipti með opinberar eigur. Þegar braskarahjörðin er öll í augsýn stappar nærri geðbilun að svo mikið sem íhuga að setjast að samningum um orkuauðlindir almennings andspænis ógæfuliðinu.

Fyrir dyrum stóð þjófnaður á almannaeign. Lof sé þeim sem koma í veg fyrir það.


mbl.is Beaty: Vilja ekki hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vel mælt Páll.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2010 kl. 22:41

2 identicon

"Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins"?

 En það er FLokkurinn allur...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:49

3 Smámynd: smg

Jamm, vel mælt.

smg, 2.8.2010 kl. 00:53

4 identicon

Þetta Magma rugl er algjör vitleysa. Líkt og með hvert annað rusl þá ber okkur að henda þessu í tunnuna.

Jón Flón (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 01:05

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...þjófnaður á almannaeign..." hvaða almannaeign?

HS Orka er nú að stærstum hluta í eigu útlendra kröfuhafa í þrotabú Íslandsbanka. Það eina sem gerist ef kaupin ganga eftir er að fyrirtækið kemst í eigu aðila sem vilja fjárfesta til uppbyggingar.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.8.2010 kl. 01:32

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þar get ég verið þér sammála;  subbulegt lið, í sóðalegri sjoppu!  Þá þeir eru króaðir út í skot;  hóta þeir, en fatta ekki að hótanir þeirra hljóma eins og músík í eyrum "króarana". 

Ísland allt! er nú að stærstum hluta í eigu útlendra kröfuhafa, þ.m.t. miðin!  Þess vegna er svo nauðsynlegt að standa vörð um "prinsippin".  

Ef einhver "finnur" sig knúinn til að skilgreina orðið "prinsipp" þá skal bent á fræg ummæli manns um "þjóðfélagið Ísland" s.l. 50 ár.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.8.2010 kl. 02:37

7 Smámynd: smg

Finnur: Þú ert kannski ekki að fatta að það sem málið snýst um, eru auðlindir okkar Íslendinga.

smg, 2.8.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband