Sunnudagur, 1. ágúst 2010
Á flótta undan Jóni Ásgeiri
Blaðamenn og álitsgjafar sem seldu Baugi þjónustu sína eru á hröðum flokka undan fyrrum atvinnuveitenda sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Baugsstjórinn er enn með tögl og haldir á fjölmiðlaveldi sínu, 365 miðlum, þar sem Fréttablaðið og Stöð 2 eru innanborð. Þó virðist hratt fjara undan. Samkvæmt hádegisfréttum RÚV í dag treystir Jón Ásgeir sér ekki til Bretlands lengur vegna dómsmála.
Hallgrímur Helgason rithöfundur, Guðmundur Andri Thorsson og verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Hauksson skrifa sig frá auðmanninum.
Sumir fjölmiðlamenn binda enn trúss sitt við Jón Ásgeir, t.d. Þorvaldur Gylfason prófessor og Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins.
Glettilega margir sem mærðu Jón Ásgeir á máttardögum hans eru jafnframt í stuðningsliði Samfylkingar sem vill koma Íslandi í Evrópusambandið.
Hver ætli skýringin sé?
Athugasemdir
Afskaplega athyglisverð þróun þetta með Baugspennana og tengingin við Samfylkinguna og ESB. Er ekki eitthvað sagt um rotturnar og sökkvandi skipið?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 15:25
EIna skýringin sem kemur í hugann er að Jón Ásgeir hafi styrkt Samfylkinguna með það miklum peningum að hann hafi tangarhald á flokknum og forystu hans og þess vegna er ekkert gert í HAGA málinu.
Það fer ekkert á milli mála með einstaklingana hann keypti, nokkrir sem þú nefndir ekki eru Ólafur Arnarsson, Björn Ingi Hrafnsson + Pressan virðist vera í eigu hans allavega er grátlegt að fylgjast með því þegar "stór" frétt birtist í fjölmiðlum þá fjallar Pressan yfirleitt ekkert um hana eða um Jón Ásgeir!
SigG (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 15:51
Það sem sagt er aðallega um rotturnar og sökkvandi skipið, er um eðlislægan dugnað rottanna, sem er hinn sami og eðlislægur dugnaður eigenda einkavæddu bankanna á Íslandi. Þessi gerð af dugnaði getur ekki endað nema á einn veg. Munurinn á atferli kvikindanna er svo aftur sá, að rotturnar verða að spjara sig sjálfar við eyðileggingu skipsins innanfrá. En eigendur einkavæddu bankanna á Íslandi nutu diggrar aðstoðar pólitíska fjórflokksins, uppmútaða, við að eyðileggja bankana innanfrá.
Robert (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:06
Sjálfgert að léttist í launaumslaginu hjá föstu pennunum, núna þegar Jón Ásgeir þarf að biðja Steinunni um vasapening.
Ragnhildur Kolka, 1.8.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.