Laugardagur, 24. júlí 2010
Þorgerður Katrín er haldreipi Össurar
Össur Skarphéðinsson sagði í viðtali í gær að stuðningur við aðildarumsókn ætti meira fylgi á alþingi en áður. Steingrímur J. sver af sér vitneskju um að þingmenn Vg séu hlynntari umsókninni en þeir hafa gefið upp. Auðvitað á Össur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sem tilkynnti í vikunni að hún kæmi glaðbeitt til þings í haust.
Þorgerður Katrín tók sér frí frá þingstörfum vegna niðurfellingar skulda sem hún og eiginmaðurinn nutu frá Kaupþingi. Þegar Þorgerður Katrín mætir til þings á ný verður spurt um fjármögnun kosningabaráttu hennar síðustu ár.
Á alþingi 16. júlí 2009 þegar greidd voru atkvæði um tillögu Össurar að sækja um aðild að Evrópusambandinu sat Þorgerður Katrín einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hjá. Síðan hefur hún ásamt Benedikt Jóhannessyni stofnað félagsskap aðildarsinna.
Össur er eðlilega feginn að fá liðstyrk Þorgerðar Katrínar.
Afstaða VG til ESB óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt finnst mér vanta í málflutning þeirra sem ekki vilja ganga í ESB og það er hvernig við leysum efnahagskreppuna án samstarfs við ESB. Hrunið eyðilagði krónuna sem sjálfstæðan gjaldmiðil og ef við viljum eiga viðskipti án hafta þá þarf að finna lausn sem heldur. AGS er hér af illri nauðsyn. Enginn vill lána ríki með ónýtan gjaldmiðil. Mér finnst að áróður gegn aðild eigi að snúast um lausnir en ekki skotgrafahernað. Fólk kýs með buddunni og þótt evran og sá efnahagslegi ávinnungur af ESB aðild sé bara hillingar, þá trúir skrælnaður ferðalangur í eyðimörkinni á slíkar hillingar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 12:06
Það er bara gott ef þessi þjóð getur ekki fengið erlend lán.Þá fer fólk kannski að spá í hvað við höfum verið að flytja inn,til hvers,hvort mögulega sé hægt að framleiða eitthvað af þeim vörum hér á landi og hverju við höfum verið að henda í gámavís í staðin fyrir góssið sem hefur verið flutt inn.Íslendingar hafa, upp til hópa, tekið stöðu gegn krónunni með æðisgengnum innflutningi á ónauðsynjum.
Finnur (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 16:22
Finnur, þú gerir þér væntanlega frein fyrir að á ríkissjóði og sveitarfélögum hvíla skuldbindingar sem verður að standa við. Það er fjármögnun sem aðeins fæst gegnum erlend lán. Erlend lán til að standa undir neyzlu heyra vonandi sögunni til
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 16:51
Mín skoðun er sú að hún Þorgerður er ekki fært að snúa sér til Alþingis í bráð.
Kannski þegar sérstakur saksóknari hefur lokið störfum og ákveðið uppgjör hefur farið fram.... þá er möguleiki að hún getur snúið aftur.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:34
Núna vil ég taka undir með HVELLINUM. Þorgerði verður að rannsaka í bak og fyrir. Líka hvað nákvæmlega var skrifað á ráðuneyti hennar og kannski vegna einkanotkunar fyrir farartæki. Heimildir eru fyrir þessu. Páll rannsóknarblaðamaður getur það kannski??
Líka þarf að rannsaka Össur fyrir að fela lögmannsskjöl frá breskri lögmannsstofu okkur hliðhollri í Icesave-nauðungarmálinu. Og loks fyrir að vinna hart að að svíkja landið inn í fullveldisafsal til erlends ríkis, Evrópustórríkisins, gegn stjórnarskrá landsins sem hann ætti að vera að vinna fyrir og vinnur gegn.
Elle_, 24.7.2010 kl. 22:56
Það mætti líka rannsaka stofnfjárbréfabrask Össurar og Árna Þórs í leiðinni. En þeir seldu "fyrir algjöra tilviljun" stofnfjárbréf sín í Sparisjóðnum á nákvæmlega sama tíma og stjórnendur bankans og fjölskyldumeðlimir stjórnendanna og græddu á því tugi milljóna rétt fyrir hrun. Á meðan sat hinn almenni stofnfjáreigandi uppi með himinhá lán fyrir verðlausum stofnbréfum.
Af hverju hefur enginn áhuga á þessum viðskiptum, hvorki almenningur né fjölmiðlar?
Fjöldi fólks situr nú uppi með lánin fyrir þessum ónýtu stofnbréfum þar sem það naut ekki innherjaupplýsinga líkt og Össur og Árni Þór sem nýttu sér tækifærið og stórgræddu.
Nú sitja þeir heima og telja peninga á meðann hinn almenni stofnfjáreigandi fer í greiðsluaðlögun eða gjaldþrot.
Sóðalegt!!
Hrafna (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.