Össur í orrustu fyrir undanþágur

Eins og aðrir á Össur Skarphéðinsson fulla rétt til að haga sér eins og hálfviti. Í rúmt ár er utanríkisráðherra búinn að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það líður að stóru stundinni og rúnnaði íslenski ráðherrann mætir evrópskum starfsbræðrum sínum. Hvað ætlar að Össur að segja? Jú, stóru málin eru tvö

Það er sjávarútvegur og landbúnaður, þó vitaskuld séu önnur atriði einnig reifuð. Megináherslan er þó á það tvennt.

Stóru málin eru sem sagt ætlaðar undanþágur frá reglum félagsskaparins sem kallar saman heila ríkjaráðstefnu vegna umsóknar Íslands.

Það er vitanlega ekki heil brú í málflutningi Össurar. Siðmenntaðar þjóðir þar sem ráðherrar eru með sæmilega dómgreind draga ekki ríkjasamtök á asnaeyrunum. Ef minnsti vilji væri hjá íslensku þjóðinni að ganga í Evrópusambandið væru þung og sannfærandi rök fyrir inngöngu sem utanríkisráðherra landsins myndi reifa á ríkjaráðstefnunni. Engum slíkum rökum er til að dreifa.

Össur Skarphéðinsson hagar sér eins og hálfviti á kostnað Íslendinga.

 


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og Páli Vilhjálmssyni er einnig frjálst að haga sér eins og hálviti, ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Páll: Ef það hljómar eins og Önd, og labbar eins og Önd, þá eru sterkar líkur á að um Önd sé að ræða, og það er grátlegt að þessi Ön-ráðherra sé að tala fyrir okkar hönd, rennir stoðum undir orðið bananalýðveldi.

Magnús Jónsson, 24.7.2010 kl. 00:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Búin að afskrifa Össur hann fær að fjúka í haust ásamt hinum landráðamönnunum í stjórnmálaflokkunum við hreinsun alþingis!

Sigurður Haraldsson, 24.7.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er háttur okkar að taka einn ráðherra fyrir í einu þegar okkur ofbýður heimska stjórnvalda. Það mætti álykta sem svo að við hefðum ekki vitsmuni til að taka vandamál þjóðarinnar fyrir í stærra samhengi.

Vandamál dagsins í dag á Íslandi er miklu stærra en Össur Skarphéðinsson sem er búinn að skoppa hér um pólitískar grundir eins og haltur ungfoli í áraraðir og alltaf í fremstu röð síns pólitíska baklands.

Það er komið nokkuð á annan áratug síðan stjórnsýsla á Íslandi hefur verið þjóðinni til skammar og hvert stórslysið rekið annað.

Er ekki kominn tími til að beina reiðinni að kjósendum þessa lands? 

Árni Gunnarsson, 24.7.2010 kl. 10:03

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Árni þetta er hárrétt hjá þér er ekki komin tími til að við kjósendur skoðum okkar gjörðir.

Þetta lið situr á Alþingi á okkar ábyrgð. 

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 10:15

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er hárrétt hjá ykkur, Árni og Sigurður, við höfum kosið þetta lið yfir okkur. En getum við þótt skýrir séum, íslendingar, séð við öllum þeim blekkingum, sem stjórnmálamenn (margir hverjir) hafa beitt okkur um ártuga skeið ?

En betra seint en aldrei, íslenskur almenningur verður að standa saman og hefja hreinsun í landi sínu, slík hreinsun kynni að kosta blóð,svita og tár,en við skulum vona að hreinsunin verði án ofbeldis.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband