Árni Þór gengur erinda Samfylkingar

Samfylkingin er einangruð í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill inngöngu á meðan aðrir flokkar eru ýmist harðir á móti, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Vg, eða myndu íhuga umsókn ef Evrópusambandið breyttist - Framsóknarflokkurinn.

Árni Þór Sigurðsson var kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Í júní ályktaði flokksráð Vg á eftirfarandi hátt

Flokksráðsfundur VG samþykkir að vísa tillögu um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka, til málefnaþings sem haldið verður á haustmánuðum.

Forsendur ESB umsóknar eru breyttar og í því ljósi er mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt felur flokksráð stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúningshóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu vegna fyrirhugaðs málefnaþings.

Flokksráð ítrekar andstöðu VG við aðild að Evrópusambandinu og vísar til fyrri samþykkta í þeim efnum.

Árni Þór veit jafnvel og allir sem fylgjast með stjórnmálum að meginþorri flokksmanna Vg er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og vill draga umsóknina tilbaka.

Árni Þór ætti að sýna sitt rétta andlit og ganga í Samfylkinguna.

 


mbl.is Ganga erinda landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi afstaða Árna kemur manni ekki á óvart. Það hefur ekki verið hægt að sjá að þingmenn VG telji sig þurfa neitt á grasrótinni að halda eða að skoðanir þeirra sem fram kom á flokksráðs- eða landsfundum þeirra (eða hvað þeir nú kalla þessa fundi grasrótarinnar sinnar) skipti neinu máli. Þannig að það er fullkomlega eðlilegt að Árni sé að lýsa furðu sinni á því að aðrir þingmenn skuli vera að vinna í samræmi við ályktanir og ákvarðanir landsfunda sinna flokka.

Allavega greinilegt að Árni telur þingmenn ekki geta lútið lægra en að vera að starfa eftir þeim stefnum sem landsfundir setja.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bíddu við, er Árni Þór ekki í Samfylkingunni?

Sigurður Þorsteinsson, 23.7.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það verður fróðlegt að sjá hvort dýpra sé á grasrótinni hjá VG en hjá öðrum stjórnmálaflokkum. Hvenær ætla þeir forystumenn VG að fara að hlusta á fólkið í flokknum sínum. Meira að segja forysta Sja´lfstæðisflokksins var pýnd til þess. Hvurslags kerfisflokkur ætlar VG að vera ef þeir geta endalaust flækt málin og sett í nefndir og ráð án þess að vilji fólksins í flokknum endurspegli sig í þeim sömu mönnum og þetta sama fólk kaus lýðræðislega fyrir sig á þing til þess að gæta hugsjóna þess og skoðana.

Ef VG tekur ekki fullt tillit til þessa fólks þá mun VG setja samasem merki á milli sín og Kommúnista flokks Sovétríkjanna. Sem setti öll óþægileg mál í nefndir og ráð sem þar sofnuðu síðan.

Gunnlaugur I., 23.7.2010 kl. 16:32

4 identicon

Var hann ekki einu sinni í Samfylkingunni?

Palli (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:25

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eftir því sem undirritaður man, þá var Árni Þór í Alþýðubandalaginu, þegar sameina átti vinstri flokkana í Samfylkingu.  Árni mun hafa rekið þar inn nefið, en ekki líkað ilmurinn úr þeim kjötkötlum, sem honum stóðu þar til boða.  Hann mun því hafa feginn, stokkið um borð hjá Steingrími, þegar Steingrímur stofnaði "nýjan" vinstri flokk, undir sig og sína, enda ilmur kjötkatla Vg mun betri en Samfylkingar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.7.2010 kl. 18:15

6 identicon

Mér sýnist Árni bara vera að kynnast ESB af eigin reynslu og eins og allir sem vita um hvað málið snýst, þá geta þeir ekki annað en fundist það bara ágætt.

En einhvern veginn finnst mér neikvæðnin vera að draga andstæðinga ESB aðildar Íslands soldið í svaðið, get ekki að því gert.

Hætta bara þessu nöldri og sýna að allt sé í fínu lagi eftir stjórnartíð xD og að það sé ekkert mál að rífa sig upp úr þessu.
Eða til hvers þarf ríkisafskipti?

Ég meina, þetta væl er orðið hvimleitt og farið að koma með lausnir sjálfir. Einstaklingsframtakið. Hvar er það? Er enginn Íslendingur nógu ríkur til þess að fjárfesta þarna á klakanum til þess að skapa störf?
Þarf virkilega alltaf ríkið að skipta sér af öllu?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 18:38

7 Smámynd: Elle_

VG setti ekki einu sinni Icesave-málið í nefndir og ráð, Steingrímur bara bannaði að það yrði rætt á landsfundi, bara ræddi það ekki neitt og þaggaði málið niður.  Ætlar bara að láta skattgreiðendur borga þessa skuld Björgólfs Thors og gera okkur að þrælum hans.  Endu hættu flokksmenn eftir fundinn.  VG ætti líka að fara að skilja hvað Árni Þór er skaðlegur.  Hver kýs flokkinn með EU-njósnara/sinna innanborðs? 

Elle_, 23.7.2010 kl. 21:16

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

árni Þór sigurðsson var um skeið varaþingmaður S. Ef "mannvitsþyrpingin" hér að ofan bara nennti, þá er mjög einfalt að finna þær upplýsingar í stað þess að blaðra.Spurningin mín er hins vegar, hefur síðuritari sjálfur ekki komið við í fleiri en einum flokki og fleiri en tveimur og þá með þeim hugsjónafleiðingum sem slíkt hefur í för með sér?!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband