Raðbraskari telur Íslendinga auðvelda bráð

Ross Beaty forstjóri Magma telur Íslendinga auðvelda bráð fyrir raðbraskara eins og hann. Beaty er sölumaður framm í fingurgómana og keypti heilsíðuauglýsingar í vor með skilaboðum að Magma ætlaði að eignast auðlindir Íslands í þágu þjóðarinnar.

Maður með fullar hendur fjár kemst býsna langt, einkum hjá þeim sem telja allt falt fyrir rétta fjárhæð. Jónas vekur athygli á vændisblaðamennsku DV gagnvart Beaty.

Samfylkingin er þegar kominn ofan í vasa Beaty. Spurningin er hvort Vg rúmist þar líka.


mbl.is Beaty svarar Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónas Besserwisser hefur trúlega verið fullur. Það er honum að kenna að mörg veitingahús hafa misst stóra kúnnahópa; bara út af duttlungum hans og ,,gangrýni".

Níels (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:21

2 identicon

Jónas skýtur föstum skotum á allt og allt, oft út í loftið. Hann var ekki eins merkilegur blaðamaður eins og hann heldur. Það eigið þið sameiginlegt. Að segja að þessir og hinir séu á vasanum á einhverjum, án þess að hafa neinar sannarnir, er bara rógur.

Í hvers vasa er Páll? Vasa Davíðs? Vasa LÍÚ?

Anna (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:33

3 identicon

Það komu viðskiptamenn frá Saudi Arabíu hérna strax í byrjun hruns og hafa sést sniglast hér síðan. Frétt í DV segir frá því þeir hafi nýlega komið og skoðað fjöldamörg orkufyrirtæki. Peningar eru vald. Viljum við að landinu sé stjórnað af heimsmeisturunum í mannréttindabrotum sem drepa samkynhneigða, alla sem stunda kynlíf utan hjónabands, höggva hendurnar af þeim sem stela sér brauði til matar og fjármagna hryðjuverkastarfsemi meira en nokkuð annað land, og Islamvæða Evrópu svo fyrir afganginn. NEI TAKK! http://orkuaudlindir.is/

Æ (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:09

4 identicon

Það að hann  nefni stuðning Magma við íslenska íþróttamenn sérstaklega sýnir á hversu lágu plani hann telur þjóðina vitsmunalega og menningarlega. Hann er eflaust glaður að hafa fundið slíka sauði, fávita og vangeflinga til að ráðskast með. Eins og réttilega er bent á hér fyrir ofan eru meira að segja frændur hans Bin Laden að sniglast hérna með dollaraglampa í augunum, og sést best á Afríku hversu illa þeir fara með þá sem þeir ná að kúga.

Íslendingur (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:44

5 identicon

Súdan - Nígería - listinn heldur áfram. Fyrrum frjáls og stolt, og kristin Afríkuríki, þar sem almenningur lifir nú í örbirgð sem þrælar araba. Ef við fáum arabíska businessmenn hingað þá gætum við átt von á grimmri Islamvæðingu, með þá sem yfirstétt, rétt eins og gerðist í Afríku. Hver þjóð hefur rétt á að varðveita sína eigin menningu og arfleið gegn áhrifum heimsvaldastefna hvort sem er Bandaríkjanna eða Islams.

Íslendingur (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:46

6 identicon

Ég sá þetta kynningar- og ímyndarviðtal DV manna og kvenna á sunnudaginn og bloggaði um það í framhaldinu. Ég fullyrði að Ross er sjálfur höfundur textans :-) Hann er með DV í vasanum.

Ég þekki góðan sölumann þegar ég sé hann.  Hann er núna kominn inn á eyjuna.is líka. Það er mikið í húfi því hann mun selja sinn hlut fljótlega með margföldum hagnaði.  Hann hefur engan persónulegan áhuga á Íslandi, þó hann segi svo.  

Gerspilltir, vanhæfir og mútuþegandi íslenskir stjórnmálamenn eru auðveld bráð svona klárum mönnum. Þetta er leikur fyrir hann.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband