Jón Ásgeir: Fjármálastjórinn gjaldþrota og systa neitar að makka

Dagurinn í dag er sennilega ekki sá happadrýgsti fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson kenndan við Baug. Fjármálastjóri og samverkamaður til margra ára úrskurðaður gjaldþrota. Eins og það sé ekki nóg heldur fréttist að systir Jóns Ágeirs neitar að makka með honum og játa að hún hafi falsað undirskrift hans.

Eftir því sem hringurinn þrengist um Jón Ásgeir verða viðbrögð hans furðulegri. Einn daginn kann hann ekki ensku; þann næsta ætlar hann að stefna formanni slitastjórnar Glitnis og þar á eftir ásakar hann systur sína að falsa undirskriftina.

Ef fram heldur sem horfir með Jón Ásgeir er þess ekki langt að bíða að hann mun sverja þess dýran eið að nánasti viðskiptafélagi hans öll útrásarárin hafi verið Davíð Oddsson.


mbl.is Fjármálastjóri 365 úrskurðaður gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, sífellt verður málið skrýtnara í kringum Jón Á. Jóhannesson og co.  Og bendi á þessa frétt í AMX: Hvernig gat Ingibjörg átt milljarða í Kanada?:

Fyrir stuttu afskrifaði Landsbankinn háar fjárhæðir af fjölmiðlaveldi Ingibjargar og Jóns Ásgeirs, 365 miðlum. Ef Ingibjörg átti alla þessa peninga, hvers vegna jók hún þá ekki hlutafé í félaginu? Þurfti hún á afskriftum ríkisbankans að halda? Hvað segir Landsbankinn við því að hafa afskrifað á meðna eigandinn átti nóg af peningum í Kanada?

Stórundarlegt. 

Elle_, 20.7.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Elle_

Já og hvað ætli skattgreiðendur segi við því að þeir sem fái afksrifað hjá ríkisbönkum eigi milljarða á erlendum bankareikningum?

Elle_, 20.7.2010 kl. 01:20

3 identicon

Auðvitað er þetta allt Davíð að kenna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jupp, hann fær 4 ára fangelsi, sleppur út efti ár.

Ragnar Einarsson, 20.7.2010 kl. 02:35

5 Smámynd: Dingli

Jupp, hann fær 4 ára fangelsi, sleppur út efti ár.

Hvur, Davíð??

Dingli, 20.7.2010 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband