Mánudagur, 19. júlí 2010
Léttsveitin gegn verðhjöðnunarbola
Álagspróf evrópsku bankanna verður birt í lok viku. Eftirvæntingin er nokkur þar sem fastlega er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi banka standist ekki prófið. Evrópski Seðlabankinn í samráði við aðildarríki ESB verður með viðbragðsáætlun til að endurfjármagna banka sem ekki standast prófið.
Efasemdir eru um að álagsprófið mæli raunverulega stöðu einstakra banka og evrukerfisins í heild. Í grunninn eru tvær nálganir uppi. Annars vegar að summa bankakerfisins sé heildarfjöldi banka og standist þeir prófið er óhætt að vera bjartsýnn með framhaldið. Hins vegar að kerfislægur vandi í evruhagkerfinu sé þess eðlis að álagspróf á banka eina og sér mæli ekki viðamikla veikleika fjölþjóðasamstarfsins sem standur að baki evrunni.
Ambrose Evans Pritchard fjármálablaðamaður Telegraph ber saman álagspróf bandarískra banka og evrópskra og bendir á að enginn hafi efast um að alríkisstjórnin í Washington komi ekki bandarísku fylki til bjargar þegar í nauðir rekur. Aftur er alls ekki víst að einstök evruríki fái sambærilegan stuðning. Raunar er það harla ólíklegt samanber að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var kallaður til Grikklands.
Efnahagspólitík evrusvæðisins er líkt við sögufræga hernaðaraðgerð í Krímstríðinu á 19. öld, Charge of the Light Brigade, Árás léttsveitarinnar, sem var stráfelld í orrustunni um Balaclava.
Eftir hitabylgju síðustu vikna í Evrópu sest hrollur að síðsumars.
Athugasemdir
Evrópusambandið mun aldrei gefa annað út en meðaltalsniðurstöður úr svona prófunum. Heilt yfir stenst bankakerfið sennilega prófunina, en þó aðeins með meðaltalsniðurstöðu. Ef kynna ætti niðurstöðuna og tiltaka hvern einasta banka, skítfélli Evran á innan við mánuði. Staðan er einfaldlega sú, að sennilega er hartnær helmingur banka í Evrópu ekki skíts virði, en þar sem hinn helmingurinn er nokkuð góður, fæst út sú niðurstaða að " að meðaltali standist bankakerfið prófið". Þetta er svipað og sagan af manninum sem stóð með annan fótinn í ísköldu vatni, en hinn í sjóðandi. Að meðaltali stóð hann í volgu vatni.
Halldór Egill Guðnason, 19.7.2010 kl. 01:37
Þetta er nú einmitt þannig
spritti (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 01:40
Páli Vilhjámssyni finnst ósanngjarnt að bankar fari á hausinn. Þar á hann samleið með ESB sinnum.
marat (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.