Sunnudagur, 18. júlí 2010
Magma-riftun fyrst, kaup á HS-Orku síðar
Þegar búið er að rifta kaupum kanadísk/sænska skúffufyrirtækinu á HS-Orku verður sagt að ríkið og sveitarfélög hafi ekki efni á að kaupa HS-Orku. Þrennt þarf að athuga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi eru útrásarverðbólgutölur enn á sveimi um verðmætið. Hannes Smára, Jón Ásgeir, Björn Ingi og fleiri smurðu þykkt á samninga sem þeir gerðu og voru forsmekkurinn að Magma-málinu. Það tekur tíma að vinda ofan af vitleysunni.
Í öðru lagi mun HS-Orka ekki fara neitt þótt óvissa sé í 3-5 ár hvernig eignarhaldi verið háttað. Endurreistu bankarnir eiga skuldirnar og ríkisvaldið hefur í fullu tré við þá. Kúlulánakjánar eins og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ munu væla um að ekki sé hægt að leggja í ný stórverkefni á meðan eignarhald er óljóst. Stórverkefni Árna Þórs Sigfússonar og hans nóta eru best geymd í skúffunni.
Í þriðja lagi koma ekki margir kaupendur til greina þegar löggjöf hefur verið endurbætt þannig að ekki verði hægt að braska með orkuauðlindir landsins eða nýtingu þeirra. Á endanum fá ríki og sveitarfélög HS-Orku fyrir sanngjarnt verð.
Athugasemdir
heir!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.7.2010 kl. 11:48
Góð greining.
Burt með gegn-spillt auðlindaafsal fjórflokksins. Gjörðir og stefnu sem á sér ekki stoð hjá borgurum þessa lands.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 12:39
Flottur pistill Páll.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 12:49
Finnst ykkur ekki OR vera í góðum "höndum"? Ekki er það einkavætt en samt í vandræðum?
Palli (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 12:56
Heyr heyr.
Bjarni Harðarson, 18.7.2010 kl. 14:41
yrði riftun á sölunni á HS orku ekki brot á EES samningnum og þar af leiðandi myndi myndast skaðabótaábyrgð á þeim sem kæmu að slíku? þó menn keppist hérna um að tala sig stóra þá er það nú svo að dómarar dæma eftir lögum en ekki tilfinningum um hvernig hlutirnir eigi að vera eða ættu að vera í einhverjum draumaheimi. dómurinn um gengislánin er dæmi um slíkt. það er bara ein auðlind sem erlendir aðilar meiga ekki eiga í og það er sjávarauðlindin. hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er ekki hægt að breyta þessu nema með eignarnámi af hálfu ríkisins og þá yrði að koma til fullar bætur til viðkomandi aðila. allt annað myndi falla fyrir dómi hér á landi og fyrir dómstólum sem um málið myndi fjalla á erlendri grundu.
Fannar frá Rifi, 18.7.2010 kl. 17:10
Nú er bara 1vika sem er eftir fyrir Ríkisstjórn að stöðva þennan óskapnað.Hafðu þökk fyrir alla þá barátt sem þú sínir þessu máli.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 17:18
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 18:04
Fannar frá Rifi - ég myndi leggja handlegg og eista að veði um að dómstólar myndu ekki dæma riftun á samningnum ólöglega. Enda yrði það alveg kýr skýrt þegar rýnt væri í bæði lögin og drögin að þeim, að vilji löggjafans hefði ekki verið sá að hægt væri að komast bakdyrameginn inn með þeirri einföldu leið að stofna draugafyrirtæki á EES svæðinu.
Aftur á móti (svo ég setji fyrirvara til að vernda á mér handlegginn og eistað) ef lögin eru virkilega svo óhuggulega og með ólíkindum illa samin að enginn af þeim 63 þingmönnum sem situr/sat á Alþingi gat lesið yfir þetta og hugsað með sér "hmmm hvað ef einhver opnar skúffufyrirtæki innan EES svæðisins?"
...ef það er virkilega tilfellið þá verð ég að segja að á Alþingi sitja ennþá meiri þorskhausar en ég þorði að ímynda mér. Ef þessir einstaklingar þarna eru ábyrgir fyrir því að búa til lög og geta ekki séð svona einfalda hluti fyrir þá held ég í alvörunni að við gætum alveg eins sleppt 63 hagamúsum inn í þetta hús og látið þær sjá um lagasetningar fyrir okkur.
Páll (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 18:48
Ég gleymdi að segja að hann nafni minn hittir naglann alveg á höfuðið með þessari blog-færslu sinni. Þetta er 100% svona einfalt, það vantar bara viljann í Jóhönnu og Steingrím. Þau virðast vera búin að stimpla sig allrækilega inn í klúbb þann sem ég kýs að kalla "lygamarða, rolu- & gunguklúbbur ríkisstjórnarinnar".
En það er einmitt það sem hefur einkennt allar ríkisstjórnir frá því ég man eftir mér.
Páll (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 18:54
Æi, hvað þetta er eitthvað klént. Fannar bendir réttalega á skaðabótaskylduna í þessu máli. Ég þekki ekki löggjöfina að baki henni í máli sem þessu, og sterklega grunar mig að margir sem tjá sig hér þekki hana litlu betur.
Tengingar af öðru tagi, sbr. að ef löggjafinn ætlar sér að rifta málinu, hlýtur að fæla erlenda fjárfesta frá því að snerta á þessari eyju. Farsælast þætti mér ef hægt væri e.t.v. að stytta samningstímann en fráleitt þykir mér að ætla að rifta samningum. Svo er nú það.
... og svo er það þetta með "skúffufyrirtæki", alla jafna sett fram í upphrópunar- og hneykslunartóni; ég fæ ekki séð hversu hneykslanlegt það er eitt og sér. Í mínum huga er það skiljanleg og lögleg leið í átt að eignarhaldi félags utan EES í fyrirtæki af þessu tagi á Íslandi. Átta mig þó ekki á hví skúffufyrirtækið var ekki sett upp á Íslandi.
Að endingu Páll, hvað veist þú um hvað sanngjarnt verð sé, fremur en nokkur annar maður, hvort heldur er rætt um HS-orku eða nokkuð annað?
Ólafur Als, 18.7.2010 kl. 21:15
Ólafur Als skrifar: Æi, hvað þetta er eitthvað klént. Fannar bendir réttalega á skaðabótaskylduna í þessu máli. Ég þekki ekki löggjöfina að baki henni í máli sem þessu, og sterklega grunar mig að margir sem tjá sig hér þekki hana litlu betur.
OK, lagaprófessor Sigurður Líndal hlýtur að vita það sem við vitum ekki:
SIGURÐUR LÍNDAL LAGAPRÓFESSOR SEGIR KAUP Á HS ORKU ÓLÖGMÆT.
Elle_, 19.7.2010 kl. 01:10
Elle; Sigurður tjáði sig um ígildi orðsins "lögaðili" og var ekki sáttur við að "skúffufyrirtæki" gæti fallið undir skilgreiningu þess. Þar byggði hann á eigin tilfinningu en ekki lagarökum. Það þótti mér miður.
Ólafur Als, 19.7.2010 kl. 11:31
við erum með löggjöf ESB í fjármálum og meining þeirra er mjög skýr. það á að vera opið á fjárfestingu í auðlindum á milli landa. við fengum undanþágu í sjávarútvegsmálum og þess konar undanþágu á öðrum að einungis lögaðilar innan evrópska efnahagssvæðisins gætu fjárfest hér í öðrum auðlindum.
þá er spurningin, er það vilji löggjafans í evrópu að leyfa fyrirtækjum utan ESB að stofna dóttur félög eða skúffufyrirtæki í evrópu til þess að geta fjárfest þar? ef svo er, þá höfum við engin ráð önnur en neyðarúrræði sem myndu hafa mjög drastísk áhrif á stöðu okkar sem álitslegs fjárfestingar og viðskiptalands.
erlendir aðilar fylgjast með umræðum og aðgerðum hér á landi. umræðan hérna er oft þannig að menn halda að þeir séu einir í heiminum og engin hlusti á þá. ef við viljum fá full yfirráð yfir HS orku þá þarf að kaupa fyrirtækið til baka með einhverjum hætti eða þá loka landinu fyrir erlendum fjárfestingum og segja upp EES samningnum þar sem við brjótum hann.
Páll ég held að íslenskir stjórnmálamenn hafi ekkert verið að spá í því hvaða lög fara í gegn og hvernig þau eru orðuð. fóru ekki lög í gegn á síðasta ári sem gerði alla þá sem skammabörn að lögbrjótu sem eiga refsivist yfir höfði sér ef þeir eru fundnir sekir (andlegt ofbeldi var þannig skilgreint að agi og skammir féllu þar innan). þannig að ekki reiða þig á stjórnmálamenn og haltu í hönd og pung.
Fannar frá Rifi, 19.7.2010 kl. 15:09
UNDIRSKRIFTASÖFNUN: VERJUM AUÐLINDIR OKKAR: http://orkuaudlindir.is/
Elle_, 19.7.2010 kl. 19:34
...fyrir nokkrum árum var búið til platfyrirtæki í USA með lánuðum nöfnum úr öllum áttum. Peningarnir komu úr íslenskum banka og fóru eftir óteljandi leiðum inn í USA félagið og var hlutaféð 100 milj. dollara. Þá fæddist GGE og svo var tekin hattir fram og töfrasproti.
Með hjálp fullt af lögfræðingum og sendisveinum um allan heim endaði sagan með fyrirtæki sem heitir MAGMA og er eiginlega ekki til nema á pappírunum, þangað til íslendingar seldu orku til útlanda fyrir penionga sem þeir áttu allan tíman sjálfir.
Þetta er kölluð viðskiptasnilld á Íslandi, enn hér í Svíþjóð var ég að sýna efnahagsafbrotamönnum þessa leikfléttu. Þeir vilja núna allir til Íslands því það er engin lögregla þar...og það er ekki einu sinni djók.
Svona MAGMA svindlflétta er ekkert stoppuð með nýjum lögum. það er ekkert að lögunum. Bara engin til að framfylgja þeim...
Ef leikfléttan er heimfærð yfir bíl sem er stolið. Svo er hann skrúafur sundur og settur saman aftur og málaður upp á nýtt. þvínæst er hann seldur þeim sem átti bílin sem stolið var.
Hér eru menn settir í grjótið fyrir svona ef upp kemst. Enn á Íslandi er aðalmálið hvað á að borga þjófunum mikið fyrir þýfið...stórkostlegt!
Óskar Arnórsson, 19.7.2010 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.