Auðrónastjórnmál eftir hrun

Stórir atburðir skilgreina þjóðir. Hrunið á Íslandi í október 2008 breytti hugarfari okkar, ekki síst stjórnmálahugsun þjóðarinnar. Í aðdraganda hrunsins voru stakir stjórnmálamenn og heilir stjórnmálaflokkar í vasa auðmanna. Ein afleiðing auðvæðingar stjórnmálanna var gagnrýnislaus fylgisspekt við skammtímahagsmuni þar sem lygamilljarðar réðu sannfæringu þingmanna. 

Þorsteinn Pálsson var ritstjóri hjá málgagni auðrónanna og skrifar enn í Baugsútgáfuna. Í pistli dagsins ræðir Þorsteinn stjórnmálin eins og ekkert hrun hafi orðið. Samkvæmt Þorsteini er Sjálfstæðisflokkurinn í einangrunarhættu vegna þess að hann lokar á samstarf við Samfylkinguna með því að hafna aðild að Evrópusambandinu og verja ekki söluferlið á orkuauðlindum sem kennt er við Magma.

Auðrónadeild sjálfstæðismanna fékk því framgengt árið 2007 að Sjálfstæðisflokkur bauð Samfylkingu í ríkisstjórn. Úr varð liðleskjustjórn sem spilaði á fiðlu þegar efnahagslífið sökk í fenið. Sjálfstæðisflokkurinn fór sérstaklega illa út úr samstarfinu. Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokknum var sparkað út úr ríkisstjórn var að flokkurinn hafði gefið frá sér allt frumkvæði, var ekki með neina stefnu.

Sjálfstæðisflokkurinn er að ná vopnum sínum með harðri afstöðu í Evrópumálum þar sem krafan er að feigðarförin til Brussel verði stöðvuð, eins og Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður er einarður talsmaður fyrir. Óli Björn Kárason þingmaður hvetur til þess að flokkurinn skeri upp herör gegn sukkstemningu fyrir ára þar sem eignarhaldsfélög og stórrekstur með tilheyrandi fákeppni var leiddur til vegs. Óli Björn bendir réttilega á að millistéttin er hryggstykkið í Sjálfstæðisflokknum.

Millistéttin hér á landi er skaðbrennd vegna auðrónanna. Engar líkur eru á því að millistéttin muni ljá máls á nýrri orkuútrás Samfylkingar og hún er þegar búin að hafna Evrópuleiðangri sama flokks. 

Auðrónastjórnmál eftir hrun eru aðeins möguleg vegna þess að menn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson  ganga lausir og eru í stakk búnir að fjármagna Þorstein Pálsson og Baugsútgáfuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er alveg stórmerkilegt að enn skuli einn einasti Íslendingur, hvað þá heil 30% þjóðarinnar vilja kjósa flokkinn sem olli hruninu og hefur þar að auki ekkert tekið til hjá sér og gengst ekki við nokkurri ábyrgð.  Ég er að sjálfsögðu að tala um sjálfstæðisflokkinn.

Óskar, 17.7.2010 kl. 17:53

2 identicon

Góður pistill hjá Páli.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband