Skattar á banka skila auðæfum

Skattur sem breski fjármálaráðherrann lagði á bónusgreiðslur banka og átti að skila 550 milljónum punda mun skila fimmfalt hærri skatttekjum. Rúsínan í pylsuendanum er að megnið af skattfénu kemur frá bandarískum bönkum með útibú í Bretlandi.

Samkvæmt Telegraph var skattur lagður á í tvíþættum tilgangi, að hemja ofurbónusa og skila tekjum til ríkiskassans sem hafði verið notaður til að bjarga mörgum bankanum frá gjaldþroti.

Lærdómurinn af þessum skatti er að skattur hefur engin áhrif á inngróna græðgishegðun banka. Við eigum auðvitað að temja okkur þessa reynslu og hefja skattlagningu á endurreistu bönkunum hér á landi sem eru offjármagnaðir og ofmannaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband