Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Farsi Jóns Ásgeirs í boði Arion banka
Jón Ásgeir hótar Steinunni Guðbjartsdóttur lögsókn vegna rangs framburðar. Samtímis hótuninni eru birtar fréttir að Jón Ásgeir hafi selt fasteign degi fyrir frystingu eigna hans. Hvorki fasteignin né andvirði hennar er á eignalista Jóns Ásgeirs, sem hann lagið fram vegna dómsmálsins.
Jón Ásgeir beitir sömu aðferðum og í Baugsmálinu. Hann hótar, smíðar samsæriskenningar, sakar fólk um haturshug í sinn garð og svo framvegis. Hann lætur undirmenn sína í Fréttablaðinu taka við sig viðtal þar sem hann básúnar sakleysi sitt og illgirni annarra.
Arion banki er fjárhagslegur bakhjarl Jóns Ásgeirs nú um stundir. Bankinn leyfir Baugsfjölskyldunni að stjórna verslunarveldinu Högum sem aftur halda fjölmiðlarekstri Jóns Ásgeirs gangandi með auglýsingafé.
Farsi Jóns Ásgeirs stendur jafn lengi og Arion banki leyfir.
Segist ætla í mál við Steinunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið var hann heppinn að fá kaupanda eftir pöntun. Hvað var þessi eign búinn að vera lengi til sölu? Hefur komið fram hver kaupandinn var? Hefur þetta eitthvað verið rannsakað? Ætli fréttamenn á Stöð 2 eða á Fréttablaðinu kanni málið?
Sigurður I B Guðmundsson, 15.7.2010 kl. 10:52
Mikið væri það nú ánægjulegt fyrir Móamafíuna, Palli minn, ef DO-málgagnið með 25% lesninguna fengi nú allt auglýsingaféð frá 75% lesningarblaðinu á silfurfati.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:32
Gleymdi Jón ekki lík að telja fram fjórFLokkinn á Íslandi sem eign sína ?
Axel Pétur Axelsson, 15.7.2010 kl. 12:40
Hvað líður kæru allra tíma þegar Jón Ásgeir kunngerði eftir að Davíð skýrði frá mútutilboði auðrónans í gegnum vikapilts, að hann myndi kæra forsætisráðherrann þáverandi fyrir meiðyrði? Hverju veldur að fjölmiðlar leggja svona litla ástæðu að spyrja menn um efndir fyrri fullyrðinga og loforða?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:15
Þetta minnir um sumt á Baugsmálið. Það er rétt.
Hvenær á annars að gera það mál allt upp?
Hvað með alla þá sem vörðu JÁJ í því máli og sökuðu allt og alla um lögbröt og níðingsskap?
Er fólk búið að gleyma því hvernig pennar JÁJ sökuðu lögreglu um persónuofsóknir sem ættu sér pólitískar rætur og alla þá sem voguðu sér að efast um algjört sakleysi mannsins um níðingsskap og glæpamennsku?
Um þetta er ekkert fjallað.
Hvað veldur því?
Karl (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:55
Hilmar. Hafa skal það sem sannara reynist. Lestur Morgunblaðsins er 35% en ekki 25% sem þú annaðhvort fullyrðir að þekkingarleysi eða rætni. Auglýsingadreifing annarra fyrirtækja sem ekki eru tengd Baugsmafíunni birta 60% hjá þeim og 40% hjá Morgunblaðinu á móti 97% Baugsmafíunnar í eigin prentmiðli, sem segir allt um spillinguna sem Arion banki býður uppá á okkar kostanað. Hlutfall auglýsinga í Rúv - sjónvarpinu vs. Baugssjónvarpinu sem hefur mun minna áhorf er þetta 95% í Baugsvasann, svo að fáránlegar skýringar Hagaforstjóra og Baugsfeðga segir að þeir frekar en bankastjóri Arion eru menn sem hafa annaðhvort ekkert viðskiptavit (enda allt farið eða er á hausnum sem þeir hafa komið að), eða reyna að ljúga vonlausum málstað til björgunartilraunar. Það sem er sorglegast í þessu máli og þú gerist sekur um, er að skilja ekki að auglýsingar eru birtar fyrir lesendur og áhorfendur, en hafa og eiga ekkert að hafa að gera með lestur og áhorf eigenda og stjórnenda fjölmiðla eða fáránlega óvild þeirra á milli og hvað þá að eigendur Baugsmiðlanna ryksugi auglýsingasjóði hlutafélags sem þeir eru litlir eigendur að, í eigin vasa gegn öllum heilbrygðum rekstaraðferðafræðum. Heimskan ríður ekki við einteyming þegar Davíðshatarar eru annarsvegar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 14:00
Gott og vel G2G, hafa skal það sem sannara reynist. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent er lestur Móafrétta kominn niður í 34,8% (ekki 35% eins og þú getur ranglega um) og lestur Fréttablaðsins (Baugstíðindanna þinna) 64%. (sjá: http://www2.capacent.is/?PageID=67&templateid=50).
Annað athyglisvert í þessari könnun er að sé rýnt í lestur eftir aldri kemur í ljós að um og innan við 25% Íslendinga á aldrinum 12 - 39 lesa Móafréttirnar að staðaldri, á móti tæplega 60% sem virðast kjósa prentmiðil 'Baugsmafíunnar'. Þessi munur er líka sláandi í aldurhópnum 40 - 49, en þar gera 31,4% DO-DO meðan 69,2% kjósa hefðbundnari samskipti.
Gullkornið þitt er svo eftir. "Það sem er sorglegast í þessu máli og þú gerist sekur um, er að skilja ekki að auglýsingar eru birtar fyrir lesendur og áhorfendur, en hafa og eiga ekkert að hafa að gera með lestur og áhorf..."
Þessi túlkun þín á misnotkun auglýsinga/auglýsingafjár er auðvitað tengd vonlausri stöðu Móafrétta. Auglýsingar eru að sjálfsögðu birtar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem borga fyrir birtinguna. Þá er auðvitað mikilvægt að huga vel að lestri/áhorfi/dreifingu þeirra miðla sem auglýst er í.
En G2G skilur auðvitað ekki lögmál hins frjálsa markaðar.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 15:09
Hafsteinn. Ótrúlegur snillingur geturðu nú verið. 0.2% "skekkja" hjá mér sem þú reiknar að snilld út frá 34.8% í það sem ég rúnnaði töluna í 35%, á að lýsa snilli atvinnutuðarans þín. Málefnalegt gjaldþrot? Og hvað kallarðu þá haugalygar þínar að ljúga lesturinn niður um heil 9.8% og afskrifa þar um 32.000 manns?
Það er sama hvaða hálfvitagang og hundakúnstir þú og Hagasnillingar reynið að halda fram, þá er ekkert í veröldinni hægt að ljúga til með að réttlæta bullið. Í dag er einmitt markhópurinn sem Fréttablaðið státar sig af að vera fremri í að þjóna þeir sömu sem hafa farið verst út úr hruninu og kreppunni eins og allir vita, sem jafnframt getur auðveldlega skýrt það að sömu hafa ekki efni á áskriftarmiðli þó þeir vildu. Sami aldurshópur mun vera sá sem vantar í áskrift Stöðvar 2.
Á móti er Mbl.is langstærsti fréttamiðillinn og hinir í eigi Baugs eins og Vísir.is og Pressan.is eru mikið minni. Hagar auglýsa þó í sínum mun minni vefmiðlum. Manstu að önnur ekki Baugsmafíutengd fyrirtæki auglýsa 60% - 40% Fréttablaðinu í vil? Ekkert óeðlilegt við það. Eru þeir sem þau fyrirtæki reka hálfvitarnir að auglýsa hjá Morgunblaðinu og í meira ljósvakamiðlum ótengdum Bugsmafíunni? Jafnvel að það eru fyrirtæki sem þó standa sig í rekstri og eru ekki á framfæri þjóðarinnar eins og Hagar? Hlakka til að fá vitræna skýringu ala Hafsteinn.
En auðvitað ertu kjaftstopp varðandi að aðrir ljósvakamiðlar með Rúv sjónvarpinu fá heil 5% af birtingum félagsins. Rúv sem er með margfalt áhorf og mun meiri mun en er á milli Moggans og Fréttablaðsins á Stöð2 og Rúv. Rúv er í eigu þjóðarinnar eins og Hagar. Endilega vitræna skýringu hverju sætir að Hagar vilja ekki ná til fjöldans og velja að auglýsa algerlega á móti sinni sannfæringu sem og þinni snilldar kenningu að það á einungis að auglýsa útbreiddasta miðlinun? Eða á það aðeins við Fréttablaðið?
Þú sellur þig ódýrt. Vitnar beint í mín skrif og sleppir aðalatriðinu. Málefnalegt gjaldþrot yfirvofandi? Ég skrifaði.:
Chep trick og tilgangurinn helgar meðalið. En hvað veistu um meinta vonlausa stöðu Morgunblaðsins? Heimildir takk. Hvað veistu en að þeir hafi bætt við sig áskriftum langt umfram þá sem kusu að hætta? Hefur rekstur Baugsmiðlanna ekki einmitt verið á kúpunni og margfarið á hausinn og skipt um kennitölur og allskonar Baugshundakúnstir?
Manstu þegar Jón Ásgeir rak Jim Shafer framkvæmdastjóri Bonus store í US þegar hann þóttist hafa uppgötvað að forstjórinn væri meðeigandi í fyrirtæki sem seldi búðunum hillukerfi? Þar var um smáaura að ræða miðað við auglýsingaféð. Hann var rekinn með skít og skömm vegna þess að Jóni Ásgeiri þótti vítavert að hann sæti beggja megin borðsins. Það væri prinsippmál í viðskiptum. Hvað ætli Hafsteinn kalli slíkt, eða svarar hann því engu frekar en nokkru öðru sem hentar ekki málefnalegu gjaldþroti kappans?
Er það snillingurinn Hafsteinn sem skilur ekki lögmál hins frjáls markaðar? (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 16:46
Hilmar átti það að vera...(O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 16:46
Meir að segja er sjálft DV að flýja sökkvandi Baugsfleytuna sem segir að þá er fokið í flest skjól hjá Baugsmafíunni.
Úr leiðara dagsins.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 18:21
Það er naumast að það stendur Móastrókurinn aftan úr G2G í aftanskininu.
Athyglisgáfan er hins vegar ekki meiri en svo að hann fer ítrekað rangt með nafn mitt, enda kannski ekki við öðru að búast - úti í Móa í því eins og öðru.
Að sjálfsögðu auglýsa "önnur ekki Baugsmafíutengd fyrirtæki 60% - 40% Fréttablaðinu í vil. Hvaða sómakær Íslendingur vill rétta ritstjóra Móafrétta líflínu eftir öll landráðin sem hann hefur framið?
"Rúv sem er með margfalt áhorf" er aumt ríkisspenafyrirtæki sem fær ekki að rúlla fyrir VitGrænum - og landinn blæðir; m.a. fyrir einkaáróðursþætti gríska hálfguðsins.
Öfugt við G2G er ég ekki til sölu og jafnvel G2G ætti að hafa snefil af vitneskju um að Móafréttirnar fengu 3 milljarða gefins frá Glitni/Íslandsbanka þegar útgerðaraðallinn keypti hlutafé í fallít rekstri fyrir stolið fé.
G2G spyr: "Hvað ætli Hafsteinn kalli slíkt, eða svarar hann því engu frekar en nokkru öðru sem hentar ekki málefnalegu gjaldþroti kappans?" Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað nefndur Hafsteinn kallar hitt eða þetta - og láir mér það vonandi enginn.
Eins og venjulega lumar G2G á nokkrum gullkornum. Skemmtilegt þegar aftansöngskappinn vitnar í Staksteina - af öllum ábyrgum heimildum. Auðvitað getur stjórn Arion banka ekki verið að hlutast um það hvort eitthvað félag, með sjálfstæðan rekstur, sé að auglýsa á skynsamlegan hátt.
Hinn gullmolinn að þessu sinni er tilvitnun G2G í ritstjórabarnið á DV. Jón Trausti er dásamlega laus við að skynja hjartslátt þessarar þjóðar, en hann er eflaust nokkuð vel launaður í starfi sínu.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:06
Gott hjá þér enn einu hirðfífli Jóns Ásgeirs að svara ekki neinu sem þú hefur verið spurður um, og núna vegna þess að ég nennti ekki að muna nafn svona merks aðal aftaníossa auðrónans. Auðvitað er það höfuðsök að stórasti aftaníossi Jóns Ágeirs hafi ekki verið nefndur réttu nafni. Þó það nú væri að menn grípa slíkt til að reyna að bjarga sér úr heimaskítsmátinu.
Þessi málflutningur er svo skemmtilega úti á túni, enda treystirðu þér ekki til að svara neinu sem máli skiptir. Nafnið er aðalatriði og Baugsvælubíllinn settur á stað. En vissulega er það sem kemst næst því að vera nothæft umræðuefni enda sennilega eitt fárra sem er ekki logið, rugl eða rangtúlkað.
Morgunblaðið er ekki Davíð og auglýsendur eru örugglega ekki að gera honum né eigendum neinn greiða eins og Hagar gera Jóni Ásgeiri með birtingum. Hann þarf jú 60 milljónir á mánuði í vasapeninga og fyrir Diet Kóki. Venjulega auglýsa fyrirtæki til að koma vörum og skilaboðum til almennings. Ekki sérstaklega til Davíðs eða Jóns Ásgeirs, og hvað þá til þess að gauka að þeim peningum, eða bjarga á einhvern hátt. Nema hvað Haga og Jón Ásgeir varðar og þá önnur Baugsfyrirtæki. Held að það er hægt að hengja sig uppá að ekkert annað fyrirtæki leggur honum sérstaklega til peninga í formi auglýsingabirtinga, nema að Baugsmafían er orðin þess eðlis að fyrirtæki eru neydd til að auglýsa hjá þeim? Svona eins og hjá fyrirmyndunum í Ítalíu. Skyldi aldrei vera?
Baugsaftaníossinn gerir sig að enn meira snillingi að reyna að drulla yfir Rúv vegna þess að það ríkisfyrirtæki, sem kemur umræðunni nákvæmlega ekkert við. En auðvitað treystir hann sér ekki í að svara neinu um hvers vegna auglýsingar Haga eru 95% Baugsljósvakamiðlar og 5% aðrir eins og Rúv þó svo að himinn og haf er á áhorf Rúv á móti þeim nokkru sem sjá Stöð2, ef að kenningin um að það á aðeins að auglýsa þar sem flestir eru til að sjá birtinguna?
Og snillingurinn er enn einn Baugshunda sem ganga á rökleysunni.: "Svo skal böl bæta og benda á annað."
Árvakur þá í eigu ma. Björgólfsfeðga var settur á hausinn og þeir sem áttu hlutafé í honum töpuðu því öllu. Á því er regin munur og hvernig Baugsmiðlar hafa fengið í "lán" í gegnum tíðina sem aldrei verða borguð af Jóni Ásgeiri eða hans hyski, en við borgum í gjaldþrotum bankanna og afskriftir langt yfir 3 milljörðum. Heilar 1.200 milljarða skuldar ræfillinn og mun aldrei borga krónu. Enda á hann varla fyrir lögmönnum né ensku námskeiði eða Diet "Kók". Síðasta æfing með 365 var þegar Jón Ásgeir sveik út aðeins 3 milljarða í tryggingarlaust lán (rán) úr Landsbankanum sem þá var ríkisbanki.
Leggðu fram nákvæmar sannanir um hver eru landráð Davíðs og þá um stolið fé sem þú fullyrðir að hafi verið notað í Morgunblaðsreksturinn? Ef ekki, þá nenni ég ekki að eyða tíma mínum í að skrifast á við fífl.
Og mannvitsbrekkan sem ég nenni ekki að gá hvað heitir, er sannfærður um að gervihjartað sitt og ekki minna en þjóðarinnar allrar slái með Jóni Ásgeiri og Baugsmafíunni og ekkert er að marka Staksteina og leiðaraskrif ritstjóra DV sem var besti vinur Jóns Ásgeirs og hyskis þar til fyrir stuttu. Málið snýst um sannleikann sem felst í orðum sem eru sögð. En auðvitað höndlarðu hann ekki frekar en eigandi þinni. Sá á hund sem elur.
En er einhver heimild sem þú getur sett fram frá þokkalega málsmetandi viðskiptaaðila sem segir að vinnubrögð Haga hvað birtingar varðar, - eru réttar og eðlilegar? Eða bara sem segir að Jón Ásgeir er heill og heiðarlegur maður sem er alltaf hafður fyrir rangri sök? (O:
PS. Mannstu. Landráð og stolnir peningar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:48
Það sjá það væntanlega allir góðir menn af þessum fúlu sorpskrifum að ég hef villst inn á að eiga orðastað við geðsjúkling. Heitir Guðmundur 2. Guðmundsson ef til vill réttu nafni Davíð Oddsson?
Ég hef engan sérstakan áhuga á að munnhöggvast við mannaníðing, en þú gerðir nú vel í því G2G að upplýsa mig og þjóðina um þitt rétta nafn - þó ekki væri til annars en að ég gæti fundið þig í betri fjöru og rætt við þig á ómengaðri íslensku.
Sá vægir sem vitið hefur meira.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 00:14
Þetta var nokkuð góð senna milli Guðmundar annars eða Hilmars Þórs. Hallast frekar að því að málflutningur Guðmundar annars hafi verið betur rökstuddur, reyndar á Hilmar Þór eftir að rökstyðja sitt mál svo ekki ætla ég að kalla hann geðsjúkling eða manníðing.... að sinni.
Hitt er annað mál að með góðri samvisku getur maður kallað Jón Ásgeir manníðing, svo illa hefur hann og kollegar hanns farið með fólkið í landinu.
Það er á kristaltæru að þessi maður er sekur, það er jafn skýrt að honum er haldið uppi af Arionbanka. Það væri gaman að vita hversu stór hluti auglýsingatekna 365 fara í ráðgjafalaun til þessa glæpamanns!!
Gunnar Heiðarsson, 16.7.2010 kl. 04:09
Tjaaa... það er erfitt að sjá annað en jafn illilega vanstilltur einstaklingur á geði og þessi sem kallar sig Hilmar Í Hafsteinsson og Hilmar Hafsteinsson á Eyjunni ásamt fleiri nöfnum, gangi heill til skógar, og hótar mönnum öllu illu sem þóknast ekki að ganga í lið með Jóni Ásgeiri og glæpagenginu hans.
Toppurinn er að mannvitsbrekkan heldur uppi jafn trufluðum málflutningi eins og á meðfylgjandi slóð á Eyjunni.is þar sem hann fullyrðir að slitanefnd Glitnis er hin einu sönnu bankaræningjar. Hann biður eiganda sínum Jóni Ásgeiri griða, eins og góðum flóarakka er skilt, og leyfir sér að deila á þá sem benda á að eigandinn er glæpamaður. Það er jú réttarríkisins að meta sakleysi eða sekt manna og þeir eru saklausir þar til annað kemur í ljós.
Núna er Jón Ásgeir er dæmdur glæpamaður fyrir fjárglæfra eins og alþjóð veit, og má ma. ekki koma að stjórn neinna fyrirtækja. Og um leið skrifar mannvitsbrekkan vanstillta þar og hér að Davíð Oddsson er landráðamaður. Ekki spurning hjá snillingnum og engin ástæða að láta neinn dómstól annan en eiganda hans dæma um slíkt, sem hlýtur að hafa verið gert, miðað við sannfæringu snillingsins.
Guði sé lof fyrir þorpsfífl, því öflugri talsmann Baugsandstæðinga er ekki hægt að finna. Jafnvel eru áhöld um að snillingurinn er að kveða öfugmælavísur og er í raun Baugshatari.
Eyjukommentum eru gefnar af lesendum þumall upp eða niður. Ræfils greyið hefur þá sérstöðu að fá aðeins þumall niður fyrir bullið, og engin hefur notið þess vafasami heiður að fá fleiri slíka. Þorpsfíflin geta vissulega glatt menn með Baugsvarðhundakúnstunum. (O:
Stórskemmtileg skrif snillingsins.:
http://eyjan.is/2010/07/16/formadur-slitastjornar-glitnis-sefur-vaert-thratt-fyrir-logsoknir-jons-asgeirs/#comments
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 15:19
mannvitsbrekkan (x2), flóarakkinn, þorpsfíflið og ræfils greyið kannast þó við nafnið sitt. Það er annað en innvígði og innmúraði Baugshatarinn sem fer með illmælgi og þorir ekki að að gefa upp raunverulegt nafn.
Eigum við ekki líka að finna nöfn yfir slíka framgöngu? Hvað með heigull, lydda, dusilmenni, bleyða eða gunga? Það fer brunnmígnum vel að vega úr launsátri.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 16:30
Og nú hló mín af innleggi flóarakka Jóns Ásgeirs og fjörulallans gáfaða sem stundar nafnloftfimleika og fjölnikk sem skipta einhverjum tugum segja kunnugir. Öll gerð út af glæpagengi Jóns Ásgeirs. "Margur heldur mig sig", segir gamalt og gott orðatiltæki sem atvinnukjánar ættu að hafa vel í huga. (Sjá slóð að ofan)...
Ætli greyið viti að fyrir rúmu ári var gerð könnun sem aldrei var birt af sem var spurt um hvort að fólk væri tilbúið að gerast áskrifendur að Baugsmiðlinum sem er troðið "ókeypis" (fólk borgar pakkann í miljarða gjaldþrotum drullusokkanna sem dreifa ruslinu)? Heil 7% sögðust tilbúnir til að gerast áskrifendur. (O:
Það mun vera mun minna en þeir Morgunblaðsmenn státa af til að fylla upp í um 34.9% lestur landsmanna sem segir að amk. 105.000 manns lesa hann á hverjum degi, og allir þokkalega gefnir markaðsmenn auglýsa hjá eins og að sjálfsögðu hjá "fríblaði" gjaldþrota eigenda og bakreikningsins stóra sem því fylgir.
Það sem skiptir auglýsendur miklu máli hvar þeir auglýsa er traust almennings á fjölmiðlinum. Að auglýsa hjá fjölmiðli sem nýtur einskins trausts eins og DV (eins og allar kannanir hafa sýnt), getur skaðað auglýsandann og það sem er verið að auglýsa og er um leið skýringin á hvers vegna fæst þokkalega vönduð fyrirtæki eru tilbúin að auglýsa þar.
Í vor var gerð könnun á vegum Baugsmiðla um traust á fjölmiðlum. Fréttablaðið nýtur trausts 34,8% þátttakenda sem er rétt rúmur helmingur lesenda.
Morgunblaðinu nýtur trausts 46.6% þátttakenda, sem er 11.7% fleiri en lesa það daglega.
DV. mælist varla hvað traust varðar. Í dag mælist ekki traust almennings á eiganda Baugsrakkans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 17:55
"... Og nú hló mín ..." Gilitrutt er þá kvenkyns eftir allt saman!
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:45
Æiii i i i ... litla greyið. Gaman a snillingum sem skrifa tugir innleggja og geta ekki komið sér inn í umræðuefnið augnablik. Og ég sem leyfði mér að leiðrétta lygavaðalinn hans í boð Baugs, þar sem hann laug því til að lestur Morgunblaðsins mældist 25% þegar það sanna er að hann mælist 35%.
Það þoldi ræfillinn ekki eins og Baugsdindlum er von og vísa, og jafnvel búinn að hóta líkamlegu ofbeldi vegna þessa. Hef tvisvar sinnum verið hótað beint af Baugsdrullusokkum að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir að vera Baugshatari og að hika ekki við að lýsa skoðunum mínum. Það var ánægjulegt, enda hefur allt komið í ljós sem sannleikur sem ég hef haldið á lofti. En auðvitað hefur ekkert hefur orðið úr stóru orðum þessarar aumingja frekar en fyrr. Ekkert kemur á óvart lengur og hvað þá þegar rotturnar eru loksins innikróaðar.
Trúðurinn er svo illa upplýstur að hálfa væri nóg. "Og þá hló mín" er sótt úr gamalli blautlegri flökkusögu þar sem gömul kerling orðaði þetta svona skemmtilega, og hvert mannsbarn ætti að þekkja, nema auðvitað Baugsdindlar með IQ - á pari við meðal skónúmer. En honum gengur bara betur næst og þá undir einhverju öðru nafni eða nikki. Af nægu er að taka. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 19:28
Kvenkyns strigakjaftur með Baug á heilanum = Agnes Bragadóttir!
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 01:41
Þeir þvælast ekki vitsmunirnir fyrir ræfils Baugsflóarakkanum. Mikið djöfull er eigandinn hans Jón Ásgeir kominn með allt í brækurnar að hafa ekki efni á öðru en að halda svona rusli úti í að tilbiðja sig opinberlega.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 02:59
Örugglega Agnes Bragadóttir!
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 09:47
Baugur litli. Manstu út á hvað umræðuefnið gekk? Nei annars, ég er að gera alltof miklar kröfur til þíns. Þú laugst því að lestur Morgunblaðsins væri stundaður daglega af 25% þjóðarinnar og ég einfaldlega leiðrétti í þér lygarnar og benti þér kurteisilega á að daglegu lesturinn væri að vísu stundaður 35% þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun. Einfalt?
Þá fór litla Baugsgreyið á límingunum eins og Baugsattaníossum er svo tamt, með grímulausum líkamlegum ofbeldishótunum og fúkyrðaflauminum geðþekka í boði Baugs. Síðan tóku þorpsfífls hundakúnstirnar við og tilraunirnar að snúa útúr umræðunni til að reyna að eyðileggja hana, sem þú hefur aldrei vikið síðan að í tugum innleggja fáránleikans, eftir að hafa drullað svona langt upp á bak, sem nb. virðist vera regla en ekki undantekning þar sem þú reynir að láta daufa peruna skína á fjölda ólíkra nikka eins og ég gaf upp slóðina á.
Hver þú ert, gæti mér ekki verið meira sama um, enda öfugt við þig þá hóta ég aldrei mönnum líkamlegu ofbeldi, og sýni því skilning þegar aðili eins og þú, sem augljóslega gengur ekki heill til skógar, getur ekki heilum á þér tekið í hatrinu gegn þeim sem rassskella þig jafn illilega opinberlega.
Slakaðu bara á. Engin virðist hafa nokkurn áhuga á hver þú raunverulega ert, felandi þig á ýmsum kjánalegustu nikkum, frekar en hinum drullusokkunum sem sleikja endann á Jóni Ásgeiri og hyskinu hans. Sama viðbjóðs skítafýlan af ykkur öllum.
Og já. - Ég er harður Baugshatari og hef alltaf verið og stoltur af því. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 13:45
Gaman að heilaspunanum þínum Agnes mín. Haltu endilega áfram að upplýsa þjóðina um einstaka lesningu Móafrétta.
Raunverulegar tölur eru þessar:
Meðallestur á tölublað, nóv. 2009 - jan. 2010:
Mbl.: 12-19: 21,3% / 20-29: 16% / 30-39: 23% / 40-49: 29% / 50-59: 44,1% / 60-80: 56,9%
Fbl.: 12-19: 48,1% / 20-29: 59,8% / 30-39: 61,8% / 40-49: 65,9% / 50-59: 72,7% / 60-80: 66,5% (http://www2.capacent.is/?PageID=2150&templateid=50)
Ef Baugshatarinn súri skoðar línurit yfir meðallestur á tbl. mars-apríl 2007 - jan 2010 má glögglega sjá að meðallestur Mbl. fer ört lækkandi tímabilið nóv 2008 - jan 2010, en meðallestur Fbl. fer ört hækkandi ág 2009 - jan 2010.
Miðað við þá tilhneigingu sem kemur glögglega í ljós má ætla að meðallestur Mbl. sé kominn niður í 30% og Fbl. upp í 65%.
Þó svo að Baugshatarar snúi öllu á hvolf talar tölfræðin sínu máli og samkvæmt henni vinna marktækar auglýsingastofur.
Það verður heldur ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að meðallesning Mbl. í aldursflokkunum 12-49 er vel undir 30%, eða nákvæmlega 22,33% (!)
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 15:22
Sæll Jón Ásgeir. Mikið að þú komst sjálfur inn, áður en skaðinn fyrir þig varð meiri en ásættanlegt getur þótt. Það er ekki vani minn að sparka í liggjandi menn eins og á við þig þessi misserin. Það er sennilega ekki ósvipuð tilfinning og hjá þeim sem níðast á fjölfötluðum og að svara þessum fjölnikkungum sem eru sendir hingað inn af þér og þínum. Til hamingju að þú losaðir við þorpsfíflið Hilmar/Brottflutts/Sigmund.. os.frv, og þá um leiða að reyna að koma með þokkalega málefnalegt innlegg.
En eigum við samt ekki að halda okkur við umræðuefnið. Hann laug lesturinn Morgunblaðsins vera 25% og ég leiðrétti hann að hann væri 35%.
Nú veistu best sjálfur að engin tekur lengur mark á tölulegum loftfimleikunum hjá þér né nokkrum sem frá Baugshyskinu kemur eða sannleiksástina sem ykkur fylgir. Það er engum nema þér sjálfum að kenna. Ætla að benda þér á það sem þorpsfíflið skilur ekki, að það skiptir öllu máli hverjir lesa fjölmiðla og hvernig, en ekki endilega hversu margir hafa flett honum á 2 mínútum. Lestarvenjur og trúverðugleiki skiptir stórkostlegu máli. Fríblöð eru allt annars eðlis en áskriftarblöð eins og allir vita. Trúverðugleiki þeirra erlendis sem hérlendis er mun minni yfir það heila og eins og þú veist um þitt blað vs. Morgunblaðið.:
Lesendum danska fríblaðsins Nyhedsavisen, sem gefið er út af dótturfélagi 365, hefur farið fjölgandi jafnt og þétt og samkvæmt síðustu mælingu Gallup lásu að jafnaði 417 þúsund manns blaðið í júní. Er lesendahópurinn því orðinn stærri en lesendahópur Berlingske Tidende og Politiken. Sérfræðingur segir að fjöldi lesenda skipti þó ekki sköpum heldur hvernig lesendahópurinn er samsettur.
Niels Christian Skjøth, framkvæmdastjóri hjá birtingahúsinu Mediacom, segir við viðskiptavef Berlingske Tidende, að prófsteinninn á framtíð Nyhedsavisen sé þegar Gallup birtir hálfs árs yfirlit yfir lestur blaða en þá séu lesendur þeirra flokkaðir eftir aldri, kyni, tekjum og fleiri þáttum. Einnig komi þá fram hve lengi fólk lesi blöðin á hverjum tíma.
Christian Skjøth segir að verð á auglýsingum í Nyhedsavisen sé enn meira en helmingi lægra en auglýsingaverð í stóru morgunblöðunum. Journalisten, fagblað danska blaðamannafélagsins, sagði í júníbyrjun, að auglýsingaverð blaðsins yrði að hækka um 500% ef reksturinn ætti að skila hagnaði.
Journalisten áætlar að 1,5 milljóna danskra króna tap sé á blaðinu hvern dag sem það kemur út. Það þýðir, að tap á rekstri blaðsins er samtals um 309 milljónir danskra króna, jafnvirði nærri 3,5 milljörðum íslenskra króna, en blaðið hóf göngu sína í október. Tap á rekstri 24timer nemur 310 milljónum danskra króna samkvæmt útreikningum Journalisten. Aðstandendur blaðanna tveggja hafa ekki staðfest þessar tölur.“
Kunnugleg lýsing á útgáfu Baugsglæpaveldisins eins og hún er hér?
Allir þekkja sögu Nyhedavisen... og hvað þjóðin hefur þurft að borga fyrir stanslausan taprekstur 365 og Fréttablaðsins. (O:
Þorpsfíflið gat aldrei svarað neinu um hvers vegna þú birtir ekki hjá RÚV sem rúllar upp öllum þínum miðlum hvað áhorf varðar, sem og Mbl.is þar sem Vísir er rétt rúmlega hálfdrættingur á við hann hvað innlit varðar. Þess vegna stendur ekki steinn við steini í skýringum Baugsmanna að birta bara þar sem flestir sjá.
Eitt sem þorpsfíflið afgreiðir sig í heimaskítsmát er að telja ekki 50 ára og eldri sem marktæka lesendur en stærir sig af þeim hóp sem hefur langminnst á milli handanna á hverjum tíma sem er 12 - 49 ára og örugglega eftir hrun. Sérstaklega þeir sem eru á aldursbilinu 12 - 25 sem búa á Hótel Mömmu. 26 - 49 er jú sá aldurshópur sem stóð í byggingarframkvæmdum, húsa- og bílakaupum á kaupleigusamningum. Tugir þúsunda heimila eiga að vera í mjög vondum málum vegna þess. 50 ára og eldri virðast hafa það mun betur að skiljanlegum ástæðum.
Að telja ekki til marktækra lesenda eða neytenda 50 - 80 ára er fáránlegt, og vandséð hvers vegna sá aldurshópur hafi ekki jafn mikið eða meira á milli handanna en 20 - 49, og hvað þá 12 - 19 ára? En allt þetta veistu best verandi í viðskiptum (sem þorpsfíflið Fjölnikkungur er ekki), þó svo að allt sem þú kemur nálægt fer til andskotans.
mbl.is | 12.5.2010
„Meðallestur á hvert tölublað Morgunblaðsins var 34,8% í könnuninni nú en var 32,3% í síðustu könnun. Meðallestur á hvert eintak Fréttablaðsins var 64% nú en var 62,7% í síðustu könnun. 57,7% sögðust eitthvað hafa lesið í Morgunblaðinu í vikunni samanborið við 57,8% síðast og 81,6% sögðust hafa lesið eitthvað í Fréttablaðinu samanborið við 82,1% í síðustu könnun.
Um var að ræða samfellda dagblaða- og netmiðlamælingu frá 1. febrúar til 30. apríl. Úrtakið var 4800 Íslendingar á aldrinum 12-80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Endanlegt úrtak var 4591 og fjöldi svara: 2792 eða 60,8%. Svörum var safnað jafnt yfir mælitímabilið.“
Vefheimsóknir vika 19 maí 2010 samkvæmt vefmælingu Modeus.:
No. 1. / Mbl.is – fjöldi notenda – 367. 12
No. 2.
No. 3. / Vísir.is – fjöldi notenda – 270. 286
No. 4.
No. 5.
No. 6 / DV.is – fjöldi notenda – 148. 918
No. 7 / Rúv.is – fjöldi notenda – 140. 958
No. 8 / Pressan – fjöldi notenda – 117. 809
No. 9 / Blog .is – fjöldi notenda – 102. 192
No. 10 / Eyjan – fjöldi notenda – 86. 598
Baugsmiðlarnir eru undirstrikaðir.
Tölur sem skipta afar miklu máli þegar kunnáttufólk í markaðs og auglýsingabirtingum metur meint verðmæti birtingar í fjölmiðli, eru hversu mikið traust sem hann nýtur hjá þjóðinni.
Dagblöð.:
Morgunblaðið nýtur mikils trausts hjá um 47% almennings en lítils trausts hjá um 25%
Fréttablaðið nýtur mikils trausts hjá um 35% almennings en lítils trausts hjá um 28%
DV nýtur mikils trausts hjá um 9% almennings en lítils trausts hjá um 56%
Vefmiðlar.:
Mbl.is nýtur mikils trausts hjá um 58% almennings en lítils trausts hjá um 19%
Vísir.is nýtur mikils trausts hjá um 30% almennings en lítils trausts hjá um 22%
DV.is nýtur mikils trausts hjá um 10% almennings en lítils trausts hjá um 47%
Hverskonar auglýsandi auglýsir hjá miðli sem nýtur lítils trausts og hverjir auglýsa hjá hjá miðlum sem njóta trausts?
En þetta veistu allt, þó svo að þú hafir tekið uppá þínum þekktu loftfimleikum með sannleikann.
Gangi þér vel að öngla fyrir lögmönnunum. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 18:58
Ekki er nú að spyrja að framsetningunni hjá þér Agnes mín. Hún er gjörsamlega út í móa og hugsunin er auðvitað ekki til staðar.
Burtséð frá þessum auðsæju hnökrum á holtaþokuruglinu í þér ertu á einhvern óskiljanlegan hátt farinn að blanda saman Móafréttum og vefmiðlinum mbl.is - sem var einfaldlega ekki til umræðu, heldur snérist málið um lestur Móafrétta.
Reyndar skekkir elsti aldurshópurinn, 60-80, örlítið myndina. Þar stígur meðallestur Móafrétta upp í 56,9%, sem sennilega skýrist af skertri rökhugsun einstaklinga í aldurshópnum.
Á það ber þó að líta að einungis 12% landsmanna tilheyra aldurshópnum 65-80, þannig að væntanlega skoðast þetta ekki vænlegur markaður fyrir auglýsingastofur.
Niðurstaðan er því einfaldlega sú að Móafréttir eru deyjandi málgagn - svona svipað og ritstjórinn. Þar að auki er nýja útgáfufélagið auðvitað komið í gjörgæslu og er vart hugað líf, nema til komi meirihátta fjárinnspýting.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 21:25
Jón Ásgeir minn. Reyndu nú að stauta þig í gegnum tölurnar, og þá með aðstoð ef þarf. Þær eru ekki á ensku. Ekkert verður hrakið, enda þær allar sóttar beint úr frumheimildum sem eru öllum aðgengilegar á netinu. Ekki minnsta tilraun að taka Baugsloftfimleikana, ljúga, skrumskæla, gleyma eða stela neinu.
Ég veit vel að þú skilur yfirleitt ekki jafn einfalda hluti og óhrekjandi réttar niðurstöðutölur og staðreyndir. Þú kaupir bara þér þínar niðurstöður sem henta, eins og þorpsfíflið þitt reyndi að bjóða uppá í boði Baugs.
Nú ættirðu að kynna þér vel skrifin hér að ofan. Þar kemur skýrt fram í umræðunni með ruglið í þér að ljúga því til að þú auglýsir aðeins þar sem mestur er lesturinn, - stenst ekki neina skoðun. Þú gerir afar tignalega í Baugsbrók þegar auglýsingabirtingar í vefmiðlum og sjónvarp eru annarsvegar.
Gott og vel. Þú lætur örsjónvarpstöðin þína fá 95% af öllum birtingum Haga í skjóli Arion og aðrar þá samanlagt 5% þó svo að td. Rúv sem er með margfalt áhorf nánast á öllum mældum dagskrárliðum, og hvað þá allar hinar stöðvarnar til samans. Sama á við bullið um að aðeins stærstu miðlar eiga að fá allar birtingar, um leið að þú birtir á örvefjum eins og Vísir.is, Pressan.is og DV.is. en ekkert á Mbl.is sem er margfalt stærri en þeir sem þú nýtir. Niðurstaða: Tómt rugl í þér.
Mbl.is hefur margfalt meiri lestur en Fréttablaðið. Langt yfir tvöfalt fleiri og ætti með því að vera afar verðmætur auglýsingamiðill, miðað við þínar eigin kenningar, - ekki satt? Auðvitað skilurðu ekkert í því, enda sennilega alversti viðskiptamaður sem á jörðinni hefur dvalið.
12% landsmanna telur ca. 34.000 manns, sem hingað til hefur þótt þess virði að halda sem góðum viðskiptavinum hjá öllum, nema auðvitað þeim sem smygla og selja Diet Kók, sem er það eina sem þú hefur áhyggjur af að skorta, þegar þú ert algerlega búinn að rústleggja því sem þú átt eftir. Eðlilegt að þú vanmetur þeirra þátt í að halda þjóðfélaginu gangandi.
Ekkert sem frá þér kemur stenst neina skoðun, nema etv. hjá snillingnum sem merkir sig Hilmar Þ. H, Hilmar H, Sigurður ? og annar Sigurður ??, Sigmundur og brottfluttur ef nokkur nikk eru upptalin.
Er hjartanlega sammála með að dagar prentmiðla hljóta að verða taldir fljótlega upp úr þessu. Sérstaklega ruslpósts sem er dreift inn á heimili manna því að forspurðu og logið til að það sé frítt, en risareikningur uppá eitt hrun sem þjóðin þarf að greiða fylgir þegar allt er komið til andskotans og heila klabbið farið endanlega á hausinn með þér. Netmiðlar, jafnvel áskriftar og ljósvakamiðlar munu örugglega lifa. Tímaskekkjan varðandi upplogin fríblöð er alger hvað varðar sóun skóga til að prenta á ruslið og mengunina sem fylgir óskapnaðinum.
En gerðu sjálfum þér þann greiða að toga hausinn út úr endanum, og skilja að fólk er ekki fífl. Þú ert það aftur á móti, enda hataðasti maður Íslandsögunnar, dæmdur glæpamaður og með raðásakanir og kærur sem gerir þig sennilega að einum mesta fjárglæpamanni sögunnar, og á þá ekki aðeins við þá íslensku.
En nú verð ég að fara að senda þér reikning fyrir markaðsfræði 101.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 23:05
Einhversstaðar verða vondir að vera Agnes mín - smbr. ritstjóri Móafrétta.
Annars sýnist mér að það sé farið að rofa til í vinstra heilahvelinu á þér: "Er hjartanlega sammála með að dagar prentmiðla hljóta að verða taldir fljótlega upp úr þessu."
Dropinn holar steininn. Ótvíræð og markviss rökfærsla mín hefur komið stækum Baugshatara til að hugsa. Fyrir það er ég undrandi og glaður - en þó fyrst og fremst undrandi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 23:26
Skál...
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.