Miðvikudagur, 14. júlí 2010
ESB býður fjármagn í aðlögun Íslands
Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu þar sem aðalverkefnið er að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og regluverki sambandsins. Evrópusambandið býður fjármagn til að auðvelda þessa aðlögun. Í texta Evrópusambandsins kemur þetta glögglega fram þar sem haft er eftir Stefan Füle stækkunarstjóra
Enlargement and European Neighbourhood Policy Commissioner Stefan Füle stated: "This decision underlines our commitment to support Iceland's accession process. We encourage the country to do what it takes to ensure a successful accession to the European Union."
Füle talar berum orðum um aðlögun Íslands að regluverki ESB, ,,accession process." Núverandi fyrirkomulag stækkunar ESB var skipulagt áður en Austur-Evrópuríkin voru tekin inn en þau eðli málsins samkvæmt bjuggu ekki að stofnanakerfi lýðræðisþjóða. Evrópusambandið sér ekki ástæðu til að breyta ferlinu fyrir Íslendinga.
Aðlögunarferlið er allt annað en viðræðurnar sem áttu að leiða í ljós hvernig samning Ísland fengi. En það var þeim forsendum sem alþingi samþykkti umsókn 16. júlí. Forsendur eru gerbreyttar frá því sem var lagt upp með og Ísland á að draga umsóknina tilbaka.
Ísland á nú rétt á ESB-styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson.
Nú er hægt að sækja um peninga til að rannsaka hagsmunagæslu Páls Vilhjámssonar fyrir kvótakónga og eigendafélag bænda !
Er þetta ekki glæsilegt ?
JR (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 23:41
JR: Einhverntímann var hægt að sækja um styrk til að sækja um styrk hjá ESB (sá fyrri gat orðið 500.000 ISK þá til að sækja um 5.000.000 styrk eða eitthvað álíka fáránlegt). Þannig mætti kannski byrja á að sækja um styrk til að rannsaka andúð JR á PV, er það ekki glæsilegt?
Björn (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 04:58
´JR' Hvaða rugl er þetta eiginlega í þér.
Páll deilir harkalega á umsókn þjóðar okkar í ESB.
Hann gerir það auðvitað fyrst og fremst í sínu eigin nafni og á sínum eigin forsendum auk þess sem hann oftast speglar líka ágætlega margítrekaðan vilja mikils meirihluta þjóðarinnar sem ekkert vill með þetta ESB apparat hafa að gera, þó svo þeir séu hvorki bóndadurgar eða kvótakóngar.
En endilega sæktu fyrst um styrk til ESB til að undirbúa og fylla út umsókn um um stóran rannsóknarstyrk til ESB þess að láta rannsaka:
"Fyrirbærið Pál Vilhjálmsson og andstöðu hans við ESB".
Ég gæti best trúað að þú fengir báða styrkina, því öðru eins af fé almennings er nú daglega mokað þar ofan í botnlaust ESB klósettið.
Talið er að 50 milljarðar Evra tapist árlega í meðförum commisararáðana og ársreikningar ESB hafa ekki fengist endurskoðaðir eða áritaðir af löggiltum endurskoðendum samfleytt í 16 ár.
Engu sð síður finnst upphöfnu ESB apparatinu og sjálfumglöðum yfircommíserum þess sjálft systemið og þeir óðfluga vera að nálgast mannlega og stjórnsýslulega fullkomnun.
Þess vegna vilja þeir sjálfsagt láta rannsaka ofan í kjölinn, hvers vegna vel menntaður og ágætlega klár maður eins og P.V skuli skrifa svona á móti þeim og einnig hvernig á því geti staðið að mikill meirhluti þessarar norður hjara þjóðar, geti haft svona mikið á móti þeim og það meira að segja án þess að vera bóndadurgar eða kvótakóngar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 08:26
"We encourage the country to do what it takes to ensure a successful accession to the European Union"
Allt skal lúta einum vilja. Ætli Vinstri-Rauðir hafi haft hugmyndaflug til að ímynda sér hvers konar ormagryfju þeir opnuðu fyrir ári síðan?
Baldur (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 09:58
Kæri JR
Páll Vilhjálmsson talar fyrir hönd mikils meirihluta þjóðarinnar. Hann ritar greinar sínar undir eigin nafni og er ekki að fela neitt, hvorki skoðanir sínar né hver það er sem skrifar.
En hver er þú ??? þú kemur ekki fram undir eigin nafni, nema þú sért frá Dallas í Texas. Ég hélt að sá JR væri löngu dauður, eða þorir þú ekki að koma fram undir eigin nafni ???
Spyr sá sem ekki veit.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2010 kl. 11:20
JR á augljóslega um sárt að binda. Eiríkur Bergmann snillingur og ESB sérfræðingur, var staðinn að samskonar málefnalegum málflutningi á bloggsíðu Hauks Nikulássonar undir dulnefni af ip - tölu háskólans og frá hans skrifstofu. hann hvarf við uppljóstrunina.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:11
Hvað er að því að bæta stjórnsýsluna hérna.
Hún er ekki breint uppá sitt besta sbr. efnahagshrunið.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 14:22
Ágæti Bjarni Freyr (Þruman, Sleggjan og Hvellurinn), stjórnsýslan hér á landi er augljóslega spillt og má vissulega bæta hana til muna. Stjórnsýslan í ESB er líka spillt, það hafa löggiltir endurskoðendur margstaðfest með því að þeir treysta sér ekki til að skrifa uppá reikninga sambandsins.
Ef inngangan í ESB á að bæta stjórnsýsluna hér á landi þá eru menn á villigötum. Í mínum augum eru miklu fleiri neikvæðir hlutir við inngöngu í ESB heldur en jákvæðir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2010 kl. 16:06
Tómas.
Eitt sem ESB telur ámælivert við íslenska stjórnsýslu er skipun dómara.
Árni Matt skipaði son Davíð sem dómara á Austurlandi.
ESB vill skera á þessi tengsl.
Finnst þér það til hagsbóta? Eða finnst þér sanngjarnt að stjórnmálaflokkar geta raðað sínu fólki í dómarasætin í hæraðs og hæstarétti?
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 18:12
Ef menn ætla að fara að fjasa um samanburð á spinningu, þá vil ég bara benda á eitt. Evrópusambandsbánið hefur ekki fengið reikninga sína samþykkta í langan tíma, eins og Gunnlaugur Ingvarsson bendir réttilega á. Á meðan bankarnir okkar hér uppá siðspillta (Samkvæmt Bjarna Frey.)skerinu fengu sína reikninga uppáskrifaða þangað til allt fór til andsk... Þetta segir mér meira en nokkuð annað um ESB. Þetta er allavegana skilaboð um að fara varlega í að mæra siðgæði úttútnaðs skrifræðis apparats austur í Brussel, hið minsta. Svo er nú stjórnskipunin þarna austurfrá ekkert til að hrópa húrra fyrir, 27 kommisarar sem öllu ráða og enginn kaus. Menn þurfa ekki að vera neinir ofvitar til að til að vera tortryggja apparatið.
steni (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 18:13
steni.
Þetta eru útursnúningar.
Bloggið hans Páls sníst um að hann finnst slæmt að við þurfum að laga stjórnsýsluna okkar. Ég segi bara að það er margt sem má laga og ábendingar ESB eru þarfar.
ESB krefst ekki af okkur að búa til reikninga sem ekki er hægt að skrifa uppá né að krefjast þess að 27 embættismenn verða hér að stjórna sem engin kaus.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.