Fimmtudagur, 8. júlí 2010
Auðlindir til braskara í boði ríkisstjórnar
Sænskt/kanadískt skúffufyrirtæki fær sérstaka heimild ríkisstjórnarinnar til að braska með orkuauðlindir þjóðarinnar. Magma-málið er löðrandi í svikum og prettum enda ættað undan útrásarsiðleysingjum. Ríkisstjórn sem ekki getur stöðvað þjófnað af þessu tagi er ekki á vetur setjandi.
Lygavefurinn í kringum Magma er spunnin af kúlulánabæjarstjóra í Reykjanesbæ, útrásardeild Glitnis/Íslandsbanka og afgangi Geysir Green sem var í eigum Hannesar Smára. og Jóns Ásgeirs.
Markmiðið er að braska með auðlindir þjóðarinnar. Ýmsar leiðir eru til í braskinu en allar gera þær ráð fyrir að braskararnir auðgist á kostnað almennings.
Má eiga 98,5% hlut í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir fréttinni að dæma, þá geta erlend fyrirtæki fjárfest í 98,5% í íslenskum orkuverum og sjávarútvegsfyrirtækjum.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 11:46
Hvað gerir manneskja sem veit ekki? Hún leitar ráða hjá þeim sem vita betur. Þetta sýnist mér vera helsti löstur núverandi ráðherra. Landinu er stjórnað af huldumönnum sem eiga greiðari aðgang að ráðherrunum en aðrir. Þessir huldumenn bera enga pólitíska ábyrgð og eru ekki að hugsa um þjóðarhag. Eina fagmennjaskan í núverandi ríkisstjórn er Ragna Árnadóttir. Ég held að nú sé tímabært að allir hinir ráðherrarnir standi upp úr stólunum og við taki óháð fagfólk. Það er mun betri leið heldur en að ráðherrarnir segji af sér þingmennsku!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.7.2010 kl. 12:32
Ætli Magma hafi staðið að baki gjörning Jóns Ásgeirs og frú í vikunni!!! ekki kæmi það mér á óvart.
Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 13:54
Þetta er nú hvorki í boði ríkisstjórnar, Páll, né í boði ráðherra, Jóhannes. Ykkar menn standa ekki síður að baki þessu en ríkisstjórnin.
Það voru nefnilega fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem stóðu að meirihlutaáliti nefndarinnar. Stundum borgar sig að kynna sér málin.
Svala Jónsdóttir, 8.7.2010 kl. 13:58
Brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er að losna við þessa hörmulegu ríkisstjórn.
Tek undir með Jóhannesi, Ragna Árnadóttir er eina manneskjan í þessari ríkisstjórn sem starfar af fagmennsku og heilindum.
Hinir eru ýmist öfgamenn, "styrkþegar" eða einfaldlega óhæfir sökum greindarskorts og getuleysis.
Þessa óværu VERÐUR Þjóðin að hrista af sér sem fyrst.
Steinunn (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 13:58
Þessi gjörningur fjórflokksins er enn ein atlagan að réttarríkinu Ísland.
Þetta mat átti að fara fyrir dóm. Dómstól.
Niðurstöðuna bera að kæra nú þegar til þar til bærs alþjóðlegs dómsstóls á grundvelli vanhæfni þeirra aðila sem koma að matinu. En nefndin var þéttskipuð leikmönnum. Þetta á að fara fyrir dóm.
Haldi fjórflokkurinn áfram að valta yfir réttaríkið verður ekki búandi hér.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 15:00
Þetta fyrirtæki er vægast sagt mjög furðulegt. Svo virðist sem það sé eins og hvert annað braskfyrirtæki rekið á kúlulánum.
Við þurfum að kanna þetta mál betur. Allt bendir til að þetta fyrirtæki tengist spillingu sem teygir sig víða, m.a. í íslensku samfélagi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.7.2010 kl. 15:45
"Markmiðið er að braska með auðlindir þjóðarinnar. Ýmsar leiðir eru til í braskinu en allar gera þær ráð fyrir að braskararnir auðgist á kostnað almennings"
Nákvaemlega thad sama og kvótakerfid. En Páll Vilhjálmsson talar aldrei um kvótakerfid. Mogganum er nefninlega stjórnad og í eigu kvótakónga.
Ad tala tungum tveim (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 16:04
Mogganum er nefnilega stjórnad af og í eigu kvótakónga.
Ad tala tungum tveim (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.