Fimmtudagur, 8. júlí 2010
Uppgjör óráðsíu og ráðdeildar
Uppgjör gengislána verður áhugaverður þáttur í íslenskri efnahagssögu. Samkvæmt RÚV, sem tekur frá Viðskiptablaðinu, eru í húfi 140 til 350 milljarðar króna. Neðri talan ef samningarnir bera stýrivexti Seðlabankans en efri talan gildi samningsvextir.
Hér er samhengið
Í vinnugögnum úr fjármálaráðuneytinu kemur fram að verði samningsbundir vextir látnir standa geri stjórnvöld ráð fyrir að þurfa að hækka virðisaukaskatt, tekjuskatt og skera enn frekar niður í ríkisrekstrinum. Í gögnunum kemur einnig fram að algjört ójafnræði yrði milli þeirra sem tóku gengistryggð lán og þeirra sem tóku verðtryggð lán. Lántakendur gengistryggðra lána væru að fá óeðlilega meðgjöf, það er, skuldarinn beinlínis hagnast á kostnað annarra. Mest yrði óréttlætið gagnvart þeim sem ekki fóru út í skuldsetningu vegna efnislegra gæða, en kusu þess heldur að leggja fyrir. Í raun sé verið að refsa þeim sem ráðdeild sýndu við meðferð fjármuna.
Athyglisvert.
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Þessu munu öfgamennirnir í VG taka fagnandi.
Þarna gefst kærkomið tækifæri til að hækka skattana enn frekar.
Og leggja síðan auknar byrðar á millistéttina og þá sem EKKI skuldsettu sig eða tóku áhættulán.
Þar með verður hægt að þurrka út millistéttina sem löngum hefur verið blautur draumur kommúnista og öfgamanna á borð við Steingrím J., Ögmund og fleiri.
Steinunn (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 10:34
Undarlegt þetta með skattahækkanir Steingríms, eru ekki lánastofnanirnar í það minnsta þær stærstu í eigu annarra en ríkisins?
Kjartan Sigurgeirsson, 8.7.2010 kl. 11:17
Páll.
Ég hef ýmislegt við þessa framsetningu að athuga. Það eru nefnilega afskaplega fáir sem geta leyft sér að fullyrða hverjir hafi sýnt ráðdeild og hverjir óráðsíu. Þjóðfélagið fór á hausinn í október 2008. Þá glötuðust innistæður á bankareikningum almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða. Enn fremur tvöfölduðust skuldir þeirra sem tekið höfðu gengistryggð lán og önnur lán hækkuðu verulega.
Stjórnvöld tóku hins vegar þá ákvörðun að setja lög eftir á sem fólu það í sér að kröfuhafar og skattgreiðendur voru látnir fjármagna glötuðu innistæðurnar!
Lagasetning þessi sem mismunar borgurunum gróflega eftir því hvernig þeir höfðu ákveðið að haga fjárfestingum sínum og sparnaði er klárlega ólögleg og verður án efa dæmd sem slík.
Það er alveg eins hægt að fullyrða að þeir sem treystu skuldugustu, spilltustu og verst reknu fjármálafyrirtækjum í heimi fyrir fjármunum hafi sýnt af sér takmarkalausa græðgi, óráðsíu og fyrirhyggjuleysi.
Er áætlanagerð þeirra sem báru saman valkosti við lántöku sína og völdu þann hagkvæmast eftir ítarlegan samanburð heimskulegri en þeirra sem treystu Hreiðari Má, Sigurjóni og Jóni Ásgeiri fyrir sparnaði sínum?
Svarið er nei. Erum við þá komin að þeirri fullyrðingu að þeir einu hafi sýnt nægjanlega fyrirhyggju, miðað við það hrun sem varð, sem fluttu sparnað á aflandseyjar í tíma?
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 11:18
Páll, það má vera að viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra hafi slíkar hugmyndir. En það kveður við annan tón frá félagsmálaráðherra. Hann skrifar grein í Fréttablað dagsins og m.a. þetta:
"Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón."
Ennfremur:
"Þau [fjármálafyrirtækin] þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru stakk búnir til að meta hana eða bera hana."
Kolbrún Hilmars, 8.7.2010 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.