Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Evrulönd eru skilgreind hamfarasvæði
Í Berlín og París eru vangaveltur um framtíð evrusvæðisins. Einkum eru Þjóðverjar efins um að sameiginleg mynt 16 ESB-ríkja haldi velli. Ýmsar útfærslur eru nefndar á endurskoðun myntsamstarfsins, allt frá því að fjármálasyndurum eins og Grikkjum verði vísað úr evrusambandinu yfir í að Þjóðverjar þakki fyrir sig og taki upp þýska markið á ný.
Millileið er að skipta evrusvæðinu í A-deild Þjóðverja, Frakka, Niðurlendinga og Austurríkismanna og B-deild Suður-Evrópu.
Umræðan um endalok evrusvæðisins eins og við þekkjum það í dag fær aukið vægi þegar skrifaðar eru skýrslur virtra banka eins og ING sem starfar í Hollandi. Skýrsla ING spáir efnahagslegum hamförum fari svo að evrusvæðið liðist í sundur.
Evran verður í lausu lofti um langa hríð enda sjaldnast hægt að leysa álitaefni af þessum toga hratt og vel. Með evrunni er í húfi sjálft Evrópusambandið.
Athugasemdir
Adal rökin fyrir ad Ísland eigi ekki ad ganga í Evrópusambandid er Voody Allenskt: Ég vil ekki ganga í klúbb sem samthykkir mig sem medlim.
Thad er hin rétta sjálfsmynd Ísland aetti ad hafa eftir ad hafa valid hálfvita til thess ad stjórna landinu í áratugi.
Woody Allen (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:07
Í ljós hefur komið í könnun sem Mbl lét gera en birti ekki að 70% Íslendinga vilja ganga í ESB ef viðunandi samningar nást um sjávarútveg. Þetta eru enn ein rökin fyrir því að halda áfram viðræðum og leggja síðan fullgerðan samning fyrir þjóðina. Fyrirsögnin er viljandi villandi en á hugsanlega að þjóna einhverjum markmiðum! Niðurbútun svæðisins hefur skelfilegar afleiðinar. Það er boðskapur skýrslunnar.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 07:47
Greinin í telegraph er vel þess virði að lesa hana. Kjarninn í henni er sá að afnám sameiginlegs gjaldmiðills evrunnar myndi leiða til efnahagslegra hamfara í öllum heiminum. Fall Lehman Brothers er dvergur í samanburðinum. Hollensku hagfræðingarnir velta fyrir sér hvernig gengi einstakra þjóðríkja myndi gjörbreytast eftir brotthvarf evrunnar. Þeir eru að reyna að magnsetja hið ómögulega. Dollarinn, jenið og evran eru stóru myntir heimsmarkaðarins. Gullið var hin eiginlega mynt alls heimsins en nú eru gjaldmiðlar ekki lengur á gullfæti. Gulleign seðlabanka heimsins er þó eftir sem áður umtalsverð.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.