Almenningur blæs kreppuna af

Aukin velta greiðslukorta og fjörkippur í bílasölu eru óræk merki um að almenningur telji kreppuna að baki. Eins og jafnan tekur fólk út sæluna upp á krít og gerir ráð fyrir að borga seinna. Velta sem annars kæmi seinna út í hagkerfið þjófstartar uppsveiflunni.

Í Evrópu og Bandaríkjunum er óttast um viðkvæma endurreisn og jafnvel talið að verðhjöðnun og samdráttur blasi við. Þótt við séum háð hagvexti erlendis eru ekki líkur á að samdráttarskeið í útlöndum geri okkur skráveifu - að því gefnu að samdrátturinn vari ekki of lengi.

Helsta hættan sem steðjar að okkur er að efnahagsbatinn verði svo hraður að við gleymum að draga lærdóm af útrás og hruni.


mbl.is Greiðslukortavelta eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi hradi bati er núverandi ríkisstjórn ad thakka.  Gud blessi Jóhönnu og Steingrím. 

Gud blessi thau og launi fyrir sitt óeigingjarna starf í thágu allra landsmanna.

Hvílík nád ad Ísland eigi slík ofurmenni sem ná ad tryggja framtíd landsins eftir algerlega óábyrga stjórn Sjálfstaedisflokks og Framsóknarflokks í áratugi sem ad lokum leiddi til hraedilegs hruns.

Látum thetta ad kenningu okkur verda og höldum spilltu flokkunum frá stjórnartaumunum um ókomna tíd.

Leggjum nidur Framsóknarflokkinn og Sjálfstaedisflokkin og sjáum til thess ad glaepamenn thessara flokka komist aldrei aftur í ábyrgdarstödur.

Aldrei aftur D og B.  ALDREI!!

Hannes á horninu 1985 (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll þetta er nú talsverð einföldun á málinu. Sveiflur sem þessar þurfa ekki að þýða varanlega þróun.  Þegar niðurstaða kemur í gengismálið er líklegra að við náum næsta þrepi og þá er hægt að áætla næsta skref. Það eru engin útspil frá ríkisstjórninni sem gefa von. Það sem þjóðin þarf á að halda er von.

Sigurður Þorsteinsson, 7.7.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband