Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Össur baktalar þjóðina
Samfylkingin stendur ein að umsókn Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur sæmandi að flytja innlendan hræðsluáróður um einangrun Íslands utan Evrópusambandsins á útflutningsmarkað og stórspilla orðspori lands og þjóðar.
Ummæli Össurar um að Ísland verði að gerast aðili að Evrópusambandinu til að standa jafnfætis nágrannaþjóðum eru örgustu öfugmæli. Lífskjör á Íslandi eru á hefðbundnum samanburðarmælingum betri en víðast hvar. Við höfum náð þessum lífsgæðum utan Evrópusambandsins.
Utanríkisráðherra Íslands er aftur sérstakt eintak í alþjóðastjórnmálum. Eða hvaða annar ráðherra á byggðu bóli myndi baktala þjóðina sem hann þykist fulltrúi fyrir?
Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur og Heilög Jóhanna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 18:13
Hvað skyldu vera mörg lönd á plánetunni sem hafa fábjána fyrir utanríkisráðherra?
Baldur (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 18:34
Ef það að telja að ESB sé gott þýðir að maður sé fábjáni, þá er hægt að nefna ansi mörg lönd, amk flest ESB löndin.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 19:24
Hannes Hafstein yrkir: Aumra smámenna yfirráð,aldrei, máttu þola.Trú þú aldrei á tudda náð.Taktu í hornin á bola.
Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:38
Össur telur sig akademíker sem sem hafi slysast inn í pólítík skv skýrslu Wikileaks. Hann hagar sér sem óábyrg blaðurskjóða sem annars er merki heimskra manna. Hefur fræðimaðurinn ekki lesið Hávamál Heimskringlu?
Vits er þörf,
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvat;
at augabragði verðr,
sá er ekki kann
ok með snotrum sitr.
6.
At hyggjandi sinni
skyli-t maðr hræsinn vera,
heldr gætinn at geði;
þá er horskr ok þögull
kemr heimisgarða til,
sjaldan verðr víti vörum,
því at óbrigðra vin
fær maðr aldregi
en mannvit mikit.
7.
Inn vari gestr,
er til verðar kemr,
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar;
svá nýsisk fróðra hverr fyrir.
Árni Þór Björnsson, 6.7.2010 kl. 21:45
Baktala þjóðina ? Hvaða þjóð, þjóð Bjarts í Sumarhúsum ? Gott mál ef svo er
Finnur Bárðarson, 6.7.2010 kl. 23:13
Össur fer á víðan völl.
Verstur er hann okkur.
Hann hefur unnið eignar spjöll.
Helvítis drullu sokkur.
Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 23:34
Sæll Páll
einu sinni enn. Alþingi samþykkir aðildarumsókn og Alþingi getur dregið um umsókn. Í öllum flokkum er fóll sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Upplýst umræða og síðan þjóðaratkvæðagreiðsla er lýðræðisleg leið. Þessa leið fóru Norðmenn og hana eigum við einnig að fara. Eftir hrun hefur verið brotið gegn EES samningnum ma varðandi frjálst flæði fjármagns. Ef 'island dregur aðildarumsókn til baka og neyðist til að halda gjaldeyrishöftum enn um hríð til að bjarga krónunni þá verðum við að kveðja EES- samstarfið. Nú fara rúmlega 65% bæði inn- og útflutnings inn á svæði ESB og EES. Hefur þú velt því fyrir þér Páll minn, hver verður staða Íslands þá?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 06:45
Árni, ertu viss um að þetta eigi ekki bara við þig sjálfann?
Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.