Sumarsmellur Eiríks Bergmanns

Héraðsháskólinn á Bifröst elur Eirík Bergmann Einarsson meintan Evrópufræðing. Fyrir hönd Evrópusambandsins hótar Eiríkur Bergmann Íslendingum brottrekstri úr Evrópska efnahagssvæðinu, EES, fari svo að Ísland dragi tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Einu sinni var Eiríkur Bergmann fyndinn þegar hann mærði Evrópusambandið. Til dæmis þegar hann sagði að auðveldara yrði að versla á netinu ef við yrðum aðilar. 

Hótanir um brottrekstur úr EES eru til marks um hjárænuhátt aðildarsinna og ESB-RÚV málpípunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri það ekki hið besta mál að láta EES með öllu sínu handónýta regluverki, sem færði okkur ma. Icesave og útrásargeðveikina róa?  ESB löndin - eru ekki nema eitthvað rúmlega 10% af veröldinni.  Einhverjar góðar dyr hljóta að opnast við það að loka þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:30

2 identicon

Bendi fólki á að lesa ágæta grein eftir Eyþór Arnalds í Morgunblaðinu í dag. Þar er sýnt svart á hvítu hvers vegna flest skynsamt fólk forðast það eins og heitan eldinn að ætla sér að fara að reka samfélag með meginlandi Evrópu. Innan fárra áratuga verður aldurssamsetning þessara þjóða orðin svo hörmulega óhagstæð, að rekstur á velferðarsamfélagi eins og við þekkjum það, verður ekki nokkur lífsins leið.

Baldur (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:34

3 identicon

Mér fannst Eiríkur mæla af skynsamlegu viti í morgun (sem hann gerir ekki alltaf). Fari svo að ESB neiti að sætta sig lengur við gjaldeyrishöftin, en Íslendingar geti ekki tekið þau af vegna áhrifa á gengið og velferð í landinu, þá er sjálfhætt í EES.

Í dag sér ESB í gegnum fingur sér með efnahagstjórnina vegna hrunsins og afleiðingar þess. Það er engin hótun að benda á að valið gæti á endanum orðið einfalt og skýrt: Alla leið inn í ESB, eða alla leið út úr ESB. Það gæti orðið útilokað að híma í anddyrinu eins og hingað til.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:21

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Baldur, ég tek undir með þér um ágæti greinar Eyþórs Arnalds í Mbl. í dag.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.7.2010 kl. 16:17

5 identicon

Hvað er rangt í skrifi Páls? Gerum nú grein fyrir nokkrum staðreyndum.  Eiríkur Bergmann er doktor í stjórnmálafræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann er forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann getur ekki og hefur aldrei talað fyrir hönd ESB. Það er ljóst að Ísland er að brjóta gegn EES-samningnum með gjaldeyrishöftum. Fjórfrelsið er grundvöllur EES samningsins. Sá sem vill vera þátttakandi verður að virða það hvort sem Páll skilur það eða ekki. Páll hefur áður sagt brandarann um það þegar Eiríkur var fyndinn. Enginn-nema Páll-leit á dæmið sem Eiríkur tók sem kjarna málsins eða aðalatriði. Aðalatriðið hjá Eiríki í umræddu viðtali var að benda á þá velþekktu staðreynd að ein mynt í stað margra auðveldar viðskipti og gerir þau öruggari og hagkvæmari. Hérna er dæmi sem jafnvel Páll getur skilið. Öll lönd Evrópu hafa sína eigin mynt. Maður nokkur ferðast um alla Evrópu. Í hvert skipti sem peningum er skipt er greitt 5% af upphæðinni. Hversu mikið hefur nú maðurinn greitt í kostnað þegar ferðinni er lokið?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband