Hlutabréf Þorgerðar Katrínar í Sjálfstæðisflokknum

Almannagæði eru samkvæmt orðanna hljóðan verðmæti í eigu almennings. Stjórnmálaflokkar eru almannagæði með því að þeir eru opnir almenningi til þátttöku og á framfærslu almannavaldsins sem veitir til þeirra fé úr opinberum sjóðum. Sumir telja sig eiga meira í almannagæðum en aðrir.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti nýverið með afgerandi hætti að Ísland ætti að draga tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Um níuhundruð landsfundarfulltrúar sátu fundinn.

Fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, telur að með samþykktinni sé verið að hrekja hana úr flokknum.  Þorgerður Katrín gat sem þingmaður ekki gert upp við sig 16. júlí í fyrra hvort hún ætti að segja nei eða já við þingsályktun um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu og skilaði auðu einn 63 alþingismanna. 

Þorgerður Katrín tók sér stutt frí frá þingmennsku á meðan stóð yfir umræða um afskriftir lána hennar og eiginmannsins hjá Kaupþingi. Líklega þarf hún að framlengja þinghléið á meðan botn fæst í hlutafjáreign hennar í Sjálfstæðisflokknum. Kannski finnst hlutabréf sem kveður á um að Þorgerður Katrín eigi tilkall til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum umfram aðra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð færsla hjá þér Páll og hverju orði sannara. Ég sat þennan landsfund og ég furða mig í raun á því hverskonar moðsuðu átti fyrst að leggja fyrir fundarmenn. Svona humm og hí bara til að sefa lítinn minnihluta sjálfstæðismanna. Og svo horfir maður á fundarstjórann fara fram á einhverja málamiðlun, manneskja sem greiddi atkvæði MEÐ inngöngunni í ESB, þvert á vilja 85% flokksmanna ??

Enda kom ekki til greina af minni hálfu að samþykkja þessa málamiðlunartillögu, löngu kominn tími til að taka af skarið og tala tæpitungulaust !!

Sigurður Sigurðsson, 6.7.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Benedikta E

Mjög góð færsla hjá þér Páll og hverju orði sönn - eins og Sigurður segir.

Landsfundurinn sýndi það og sannaði að flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eru undan feldi og láta ekkert kjaftæði yfir sig ganga.

Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum. Þannig hljóðar 1. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Flokksmenn í trúnaðarstörfum fyrir flokkinn - þar með taldir forustan og þingmenn já og fundarstjórar landsfunda - verða að hlíta landsfundasamþykktum í því er ekkert bil beggja.

Landsfundarsamþykktir 39. landsfundar Sjálfstæðisflokksins eru mjög skýrar - þannig að þær eru ekki til að misskilja.

Við val á fundarstjóra næsta landsfundar ber að hafa í huga reynsluna af fundarstjóra 39. landsfundar - fundurinn á ekki að þurfa að nota "púunar aðferðina" til að fundarstjóri virði fundarsköp - en reyni ekki að fara með fundarsköp að eigin geðþótta.

Flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eru undan feldi.

Benedikta E, 6.7.2010 kl. 12:16

3 identicon

Góð færsla.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband