Arion er bakhjarl Jóns Ásgeirs

Jóni Ásgeirs Baugsstjóra munar ekki um að hótel í Skuggahverfinu hverfi til veðhafa. Hann er nýbúinn að borga af lúxusíbúðinni sem hann er skráður fyrir í New York. Á meðan skilanefnd Glitnis reynir að ná tilbaka fjármunum sem Jón Ásgeir sölsaði undir sig er Arion banki í öðrum leik.

Arion banki er helsti bakhjarl Jóns Ásgeirs hér á landi. Bankinn leyfir Baugsfjölskyldunni að mjólka rekstur Haga sem drottna á fákeppnismarkaði matvöruverslunarinnar með Bónus og Hagkaup.

Með Arion að bakhjarli tekst Jóni Ásgeiri jafnframt að halda Fréttablaðinu og 365 miðlum í sinni eigu með því að veita auglýsingafé Haga í fjölmiðlareksturinn. 

 Arion banki sér um sína.


mbl.is Fasteignin 101 Hótel kyrrsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Arion banki er helsti bakhjarl Jóns Ásgeirs hér á landi"

Segðu okkur eitthvað meira, þar sem þú ert með fullyrðingu ?

Hvað er það sem þú villt segja ?

Segðu okkur til dæmis , hver á Arion banka ?

JR (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

JR, er þetta ekki einmitt spurningin? Hver á Arion banka? Hverjir eru að gefa Jóni Ásgeiri frítt spil í viðskiptalífinu á Íslandi? Hverjir eru að drepa niður alla samkeppni á matvöru- og fjölmiðlamarkaði í dag?

Arion banki, ekki satt?

Væri ekki nær að spyrja þá félaga Steingrím Joð og Gylfa Magnússon um eignarhaldið á Arion banka?

Ragnhildur Kolka, 6.7.2010 kl. 09:36

3 identicon

Hvenær ætli komi að því að Samfylkingarfólkið leggi niður þessa eilífu trú á leiðtoga.  ...Og um leið peningamenn sem kaupa fylgi við aukið regluverk og skatta og þá um leið minna frelsi almennings þannig að þeir ríkustu geti auðveldlega setið ofan á öllu saman?

Það verður sennilega aldrei.

Írónískt hvað þeim tókst að lita Davíð sem vondan hirðmeistara í því ljósi...

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband