Falsfólkið og laumuspilið um ESB

Lygar og fals varða íslenska Evrópusókn. Samtök iðnaðarins keyptu í áravís saklausa spurningu hjá Gallup um það hvort almenningur vildi taka upp viðræður við Evrópusambandið um aðild. Á grunni spurningarinnar var reist séríslenska kenningin um að við ættum að ,,kíkja í pakkann" eins og eitthvað annað en Evrópusambandið væri í pakkanum.

Þegar forysta Samfylkingarinnar bjó til innanflokksferli til að samþykkja aðild sem stefnumál var búin til spurning handa flokksmönnum sem var óskýr og ógreinileg þar sem pakkað var inn þrem þáttum, s.s. hvort við ættum að skilgreina samningsmarkmið okkar, sækja um aðild og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. 

Í hóp aðildarsinna sækir fólk sem tamt er að bera kápuna á báðum öxlum. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, skipulagði innanflokksferlið í flokknum upp úr aldamótum og kvaðst ekki búinn að gera upp hug sinn - en gætti þess að andstæðingar aðildar innan flokks kæmust ekki að í umræðum. Ari Skúlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, kvaðst óráðinn í afstöðu sinni en vann að því öllum árum að ASÍ myndi taka undir í aðildarsöngnum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf sig lengi upp sem óráðna, talaði gjarnan um ,,kalt hagsmunamat", og sat hjá í atkvæðagreiðslunni 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti tillögu um að sækja um aðild. Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vg er annálaður kafbátur sem þykist í orði kveðnu hlynntur yfirlýstri afstöðu Vg um að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan en reynir hvað hann getur að koma okkur inn.

Egill Helgason reynir að gera falsfólkið að fórnarlömbum. Maður hefur séð trúverðugri þjóðfélagsgreiningu hjá Agli.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli Palli Palli!!! ...thar sem thú sérd laumuspil, lygar og plott í hverju horni finnst mér mjög undarlegt ad thér finnist ekkert athugavert vid kvótakerfid.

Er thad kannski vegna thessa ad......ja...af hverju er thad nú?  

Ha?...Palli!

Palli PALLI PALLI!!! (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 17:13

2 identicon

Ég myndi yfirleitt telja að það væri góð hugmynd að kíkja í pakkan áður en maður tekur ákvörðun. En þú ert greinilega mjög mótfallinn slíku hátterni? Ég vil gjarnan fá að vita hvað aðild þýðir áður en ég tek ákvörðun. En einhvern veginn þá virðist þú vita nú þegar hvað aðild að ESB þýðir? Hvernig gast þú kíkt í pakkann?

Bjarni (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 17:56

3 identicon

Hvaðan kemur þessi kíkja í pakkann hugmynd?  Hver borgar pakkann?  Hvað kostar hann?  Þeir sem vilja kíkja í pakkann hafa engan áhuga á því.  Þeir trúa enn á jólasveininn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 19:44

4 identicon

Ég veit ekki hvað það kostar, en maður hefur heyrt 1 milljarð einhvers staðar. Og svo hefur maður einnig heyrt að ESB borgi 4 milljarða, en það er satt ég veit ekki hvað það kostar. Kannski borgar það sig um 3 milljarða? Ef svo er raunin þá væri heimskulegt ekki að kíkja í pakkann.

Hvað meinarðu að þeir sem vilji kíkja í pakkan hafi engan áhuga á því? Hefur þú séð hvað er í pakkanum?

Síðan á náttúrulega að halda lýðræðislega kosningu um málið þegar fólk veit hvað er í pakkanum. Ég veit ekki enn hvað ég mun kjósa, enda kæmi það mér í raun á óvart ef aðild að ESB borgaði sig fyrir okkur, enda trúi ég því miður ekki á Jólasveininn lengur.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:37

5 identicon

ESB borgar flug og hótel undir blaðamenn og gefur þeim færi á að spyrja og fá svör.  Hverjar voru spurningarnar?  Hver voru svörin?  Þeir koma heim og slá um sig með frösum um upplýsta umræðu og lýðræðislegar kosningar.  Af hverju segja þeir engum frá því hvers þeir urðu vísari?  Finnst þér þetta traustvekjandi Bjarni?  Svo snúa þeir þessari ömurlegu laumuferð sinni upp í umræðu um laumuaðildarsinna. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í pakkanum mun að miklum líkindum verða dágóður slatti af múslimum til að auðga íslenskt samfélag.

Er ekki ástæða til að skoða úrsögn úr EES og byrja á þjóðaratkvæðagreiðslu?

Árni Gunnarsson, 5.7.2010 kl. 22:45

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Megum við laumu aðildarsinnar sem erum að koma útúr skápnum giftast?

Gísli Ingvarsson, 6.7.2010 kl. 00:11

8 identicon

Árni, ég efast um þeim langi ap koma hingað, enda engin atvinna að fá, og veðrið síður skárra en í upprunalandinu. Annars var ég að lesa athygilsverða grein um Tyrkland Í NY times í gær, ég mæli með henni. http://www.nytimes.com/2010/07/06/business/global/06lira.html?_r=1&ref=world

En þar nefna höfundur m.a. að Tyrkland sé enfhagslega á fleygjiferð, með hagvöxt upp á tæp 12%, á meðan restin af evrópu er að berjast við kreppuna.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband