Mánudagur, 5. júlí 2010
Lögin og takmörk alþjóðahyggju
Íslendingar sóttu sér lög til átthaganna í Noregi þegar á þjóðveldisöld og fengu Járnsíðu og Jónsbók frá norskum konungum á 13. öld sem entust miðaldir og lengi eftir. Lögin frá Noregi voru sniðin að íslenskum aðstæðum rétt eins og danskur lagatexti er löngum notaður hér staðfærður.
Lög er í þágu samfélags og færð í letur til að úrskurða um deilumál. Þegar samfélagið er með eina hagsmuni sem heild gagnvart utanaðkomandi standa líkur til þess að lagatúlkun verði viðkomandi samfélagi hliðholl.
Tortryggni útlendinga gagnvart íslenskum dómum er skiljanleg og minnir á takmarkanir alþjóðhyggjunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.