Happdrættislánin láta ekki að sér hæða

Gengislánin voru tekin með hugarfari kaupanda happdrættismiða. Lántakendur veðjuðu á styrkingu krónunnar og töldu sig góða að komast hjá íslenskum stýrivöxtum. Veðmálið tapaðist, krónan veiktist og lánin hækkuðu. Hæstiréttur kom skuldurum til bjargar og úrskurðaði lánin ólögleg.

Hæstaréttarvinningurinn var þó skammgóður vermir. Stjórnvöld töldu ótækt að gengislántakendur yrðu leystir undan veðmálinu og slyppu í ofanálag við að greiða íslenska stýrivexti.

Sagan um happdrættislánin fær framhaldslíf með tilmælum stjórnvalda til fjármálafyrirtækja og þeirri viðbótarupplýsingu að viðkomandi fjármálastofnunum sé í sjálfsvald sett hvort þau fari að þeim.

Enginn áhugi var fyrir því að láta dóm Hæstaréttar standa og leyfa fjármálastofnunum að fara í gjaldþrot. Ein skammtímaredding kallar á þá næstu og sér ekki fyrir endann á sögunni um happdrættislánin.


mbl.is Í sjálfsvald sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að taka á innantómu bulli og innistæðulausu þvaðri á blogginu Palli minn (Ekki-Baugsmiðill)? Með því að

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 09:11

2 identicon

Svona málflutningu er þér ekki sæmandi....og sýnir svo hrópandi vankunnáttu og skilningsleysi að það er spurning hvort þú hættir ekki bara að hætta þessu !!!

Þetta er svona sambærilegt við það að halda því fram að þeir sem tóku verðtryggt lán væru að veðja á hjöðnun verðbólgu.

Sem er auðvitað rugl...

Þeir sem tóku erlent lán voru að taka stöðu MEÐ íslensku krónunni...og þar með þeim mönnum sem héldu um stjórnartaumana í efnahags- og atvinnulífi landsmanna.  Það voru ÞÍNIR menn ekki satt !!!...bæði í SB og ríkisstjórn !!

Það er ekki lántökum að kenna að þessir menn reyndust ekki traustsins verðir....en þeir fá að borga fyrir það....hvort sem þeir eru með erlent lán eða verðtryggt.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 09:53

3 identicon

Skrýtið hvað fólk er viðkvæmt fyrir þessum sannleika.

Það er auðvitað undarlegur misskilningar að halda að fólk taki stöðu með krónu með því að taka erlent gengistrygt lán til að kaupa erlent glingur.

Vonandi að það séu ekki margir svo bláeygðir að telja sér trú um það.  Lán almennings í erlendum myntum er ávísun á hrun eigin gjaldmiðils.  Endurtekin saga frá miðöldum.

En svo það sé sagt, er þetta algjört hneyksli hvernig yfirvöld senda alltaf heitu kartöfluna á almenningin.  

Hann fær ekki einu sinni að njóta réttar síns úr réttarkerfinu.  ....Kanski eftir ár, eða meira...

(Væri þá ekki ærlegra að koma sjálf með tilmælin í formi laga í stað þess að beita fyrir sig ríkisstofnunum eins og Seðlabanka sem allir héldu að ætti að hafa orðið svo sjálfstæð stofnun núna...)

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 10:58

4 identicon

Gengi krónunnar þurfti ekki að styrkjast til að það væri langtum hagstæðara að taka þessi lán. Það þurfti bara að sveiflast um eitthvað sambærilegt meðaltal. Sveiflur í GVT upp á 40 punkta til eða frá skipta ekki máli í samanburði við verðtryggð lán. Þetta snérist því ekki um að krónan styrktist (og þá á það sérstaklega við um húsnæðislánin því að þau eru tekin til svo langs tíma) heldur um það að krónan héldist á sambærilegum slóðum og hún var þegar lánið var tekið. Þetta snérist sum sé um stöðugleika!

Síðuhaldari getur svo sem gert öðrum landsmönnum upp skoðanir, og logið til um það að það fólk sem tók þessi lán séu einhverjir svikahrappar. En þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og síðuhaldari gerir ekkert annað en að uppvísa lesendur um fávisku sína og bjánahátt.

Kristinn (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 15:27

5 Smámynd: Óskar

Þessi færsla er alveg dæmalaust rugl, enda komin frá náhirðarbloggara sem sleikir rassgat fjármagnseigenda.

Eölilegar sveiflu og jafnvel óeðlilegar hefðu réttlætt gengislánin, krónan hefði þessvegna mátt veikjast um 30-40% og samt hefðu þessi lán verið hagstæðari en verðtryggð lán.  

Það sem gerist er að LÁNVEITENDURNIR, BANKARNIR FELLA KRÓNUNA VÍSVITANDI og algjört gengishrun er niðurstaðan.  Því bjóst enginn við , nema hugsanlega lánveitendurnir.  Í flestum löndum eru þeir sem slátra eigin gjaldmiðli dæmdir fyrir landráð og grýtt í fangelsi en ekki á djöflaeyjunni.

Óskar, 2.7.2010 kl. 16:11

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hvað þú ert að fara í þessu bloggi.

En ef við höldum okkur við happdrættin, þá eru gengislánin líklega einu happdrættisvinningarnir þar sem hinir "heppnu" þurfa að standa undir öllu heila happdrættisbattaríinu.

Kolbrún Hilmars, 2.7.2010 kl. 17:33

7 identicon

30-40 ára lágvaxtalán (3% vextir) þolir þrefalda höfuðstólshækkun án þess að verða óhagstæðara en verðtryggt lán (5%+8% að meðaltali).

Talsmenn sjálfstæðis Íslands verða að kunna reikna. Annars fer maður að efast um dómgreindina í Evrópuumræðunni.

marat (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband