Þriðjudagur, 29. júní 2010
Forystan og krafan um afgerandi afstöðu
Grasrótin tók völdin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og samþykkti róttækari ályktun um Evrópumál en forystan vildi. Á flokksráðsfundi Vg var forystunni send skýr skilaboð um að samningurinn við Samfylkinguna um aðildarumsókn nyti ekki lengur stuðnings almennra flokksmanna. Forysta Vg fékk frest.
Forysta hvílir á óskrifuðum samningi um að þeir sem leiða séu um það bil með sömu stefnu og liðsmennirnir. Við hrunið breyttist fjarska margt, forystumönnum var skóflað út í ríkisstjórnarflokkunum, og stefnumið fóru í endurskoðun um leið og krafan um skýrari málflutning og afgerandi afstöðu varð háværari.
Jafnvel í flokki þar sem forystan getur með sanni þvegið hendur sínar af hruni, Vg, á leiðtoginn fullt í fangi með að fóta sig. Steingrímur J. má þó eiga það að hefur ekki tapað næmni á liðsmenn sína. Í hádegisfréttum RÚV í dag sagði hann að alþingi gæti þurft að endurskoða ákvörðun sína að senda aðildarumsókn til Brussel.
Athugasemdir
Eitthvað ertu nú orðin heldur fús til að trúa Steingrímnum til heiðarlegrar vinnubragða!
Hann hefur nú ekki sýnt nokkurn vott af samvisku upp á það síðasta. Frekar held ég nú að það sé nú ólíklegt að það breytist.
Enda þýða þessi orð ekki nokkurn skapaðan hlut!
Sérstaklega af því Steingrímur sagði þau.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.