Einangrun Samfylkingar staðfest

Móðurflokkur íslenskra stjórnmála rekur af sér slyðruorðið með afgerandi ályktun um að hafna Evrópusambandsaðild og draga umsóknina um aðild tilbaka. Undir yfirskini málamiðlana var reynt að smeygja loðmullu inn í stjórnmálaályktunina. 

Málamiðlanir á vettvangi Sjálfstæðisflokksins hafa verið notaðar af Samfylkingunni til hnika okkur nær Brussel.

Einangrun Samfylkingarinnar er staðfest með landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klukk

Við VERÐUM að koma þessum ESB-sinnum út úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta er eins og hver önnur moldarpest sem skaðar alla sem anda henni að sér. Burt með þessa pest.

Klukk, 27.6.2010 kl. 03:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

           Þegar Esb-umsókn er dregin til baka,verðum við sáttfús vinnum saman,verðum hamingjusöm. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2010 kl. 03:08

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur ákveðið "edge" sem hún hefði átt að prófa, þarna á þessum fundi!  Formannsefni, varaformannsefni?  Allavega hugrökk kona sem þorir að segja sína skoðun í hvelfingunni!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.6.2010 kl. 03:53

4 identicon

Manni sýnist að fjöldi sjálfstæðismanna vilji samt skoða sína stöðu, þegar niðurstaða er fengin,við hvernig ,,tilboðið, lýtur út frá EU. Það finnst mér skynsamleg afstaða, það eru sem betur fer ekki allir sjálfstæðismenn á Íslandi sem trúa lengur á monkey bissness.

Robert (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 03:57

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Orð ykkar öfgaþjóðernissinnana eru hárrétt og örugglega til bóta að þurfa ekki að burðast með ólíkar skoðanir innanborðs í Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 12% í síðustu kostningum og núna fara þetta 4-6% til viðbótar og flokkurinn þá kominn niður 17-19%. Þetta svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn er með og því alls ekki um stóran flokk að ræða lengur - bara lítinn sætan öfga hægri flokk.

Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum að lokinni afgreiðslu tillögu um hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga ESB umsóknina til baka. Þar með hætti ég í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi.

Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er auðvitað „pólitískur munaðarleysingi en ætla að koma mér upp nýrri pólitískri fjölskyldu á næstu vikum og mánuðum, þ.e. nýr stjórnmálaflokkur er í uppsiglingu.

Ykkur Birni Bjarnasyni tókst í gær að kljúfa frjálslynda og íhaldsmanna, eftir þokkalega sambúð frá árinu 1929. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2010 kl. 07:07

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðbjörn þessi 4-6% sem þú talar um sem viðbót eru partur af þessum 12% sem fóru og kom til baka segi ég. Það er gott að þessi hópur fari úr flokknum sem er svona heillaður af ESB og er greinilega alveg tilbúinn að fórna hverju sem er fyrir þessa aðild... Þetta er ljóta bullið að halda að allt batni bara við að fara í ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 09:04

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ingibjörg, já og Páll,  hvað ertu hrædd við að gerist með því að fólk skoði ESB? Heldurðu að það sjái að hagur heimilisins gæti batnað? Menn fái betri kjör á lánum, betra vaxtaumhverfi? Sjá tækifæri sem ekki bjóðast? Hvað hræðistu?

Af hverju ekki að skoða hlutinn almennilega áður en maður kastar honum frá sér. ESB hefur bæði galla og kosti, rétt eins og Ísland hefur bæði kosti og galla. Ef að þú ert gift, eða í sambúð þá er ég viss um að hinnaðilinn hefur bæði kosti og galla - allavega er það þannig í minni sambúð, á báða vega ég er ekki galllaus, en við lögðumst yfir hlutina og við reynum að vinna með þá  - rétt eins og ég vil gera með umsóknarferlið ef að okkur þóknast ekki að fara upp að altarinu þá nær það ekkert lengra.

Gísli Foster Hjartarson, 27.6.2010 kl. 12:58

8 Smámynd: Elle_

Orð ykkar öfgaþjóðernissinnana . . . segir Guðbjörn að ofan.

Öfga hvað?  Vertu það sjálfur.  Öfgar hafa ekkert með andstöðu við Evrópbandalagið að gera.  

Elle_, 28.6.2010 kl. 00:33

9 identicon

Ég geri ekki ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn missi neitt fylgi í næstu kosningum. Þeir sem fara úr flokknum munu ekki taka neitt fylgi með sér.

Þeir sem hverfa úr flokknum þurfa aftur á móti að afla sér fylgis undir öðrum merkjum og ég fæ ekki séð að það fylgi sé endilega á lausu fyrir nýja menn með Evrópusambandsaðild sem sitt aðal barráttumál.

Nú það að níða menn niður eins og Guðbjörn gerir hér fyrir ofan, með því að einfalda mál sitt niður í orð eins og "öfgaþjóðernissinnana", er eitthvað sem ég treysti þjóðinni að segja nei við þegar að þar að kemur. 

Ég verð að segja það að mér bíður við talsmáta sem þessum en er ekki að heyra hann hjá Guðbirni í fyrsta skipti.

Því hentar mér 3. persóna ágætlega og tel ég Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa misst neitt fylgi við það að taka heiðarlega afstöðu í alvarlegu máli.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband