Laugardagur, 26. júní 2010
Heimssýn gegn Evrópusýn
Þorsteinn Pálsson vekur máls á því í Fréttablaðinu í dag að á vettvangi Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, hafi fólk úr öllum flokkum hist reglulega til að móta andstöðuna gegn aðildarferli að Evrópusambandinu. Ein afleiðing af samstarfi þessa hóps er þingsályktunartillaga sem Unnur Brá Konráðsdóttir er aðalflutningsmaður að og hefur hún með sér þingmenn úr öllum flokknum nema Samfylkingu.
Líkur eru á að flokkstofnanir Vg og Sjálfstæðisflokksins gangi þannig frá málum í dag að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verður formlega dregin tilbaka í haust.
Ný utanríkispólitík Íslands þarf umræðu þegar aðildarumsóknin er frá. Samstarf á vettvangi Heimssýnar þegar búið að leggja og væntanlega verður framhald á því starfi.
Athugasemdir
Húrra, húrra, húrra!
Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2010 kl. 19:48
Já ég er sammála það yrði skref afturábak og útaf.
Gísli Ingvarsson, 26.6.2010 kl. 20:29
Hlutleysið á visir.is var endanlega afhjúpað í dag. Fréttir af fundi Sjálfstæðismanna eru settar neðst á síðuna, kosning af formanni, varaformanni og niðurstaðan í ESB-málinu hjá Sjálfstæðismönnum. Hvað haldið þið að sé efst á síðunni, hægra megin, svo það megi hanga þar næturlangt? Jú, viðbrögð Árna Páls ráðherra við kosningu á fundi Sjálfstæðismanna. Hvernig sýn á heiminn er það?
Helgi (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.