Laugardagur, 26. júní 2010
Vinstri grænir rétta kúrsinn
Mistök forystu Vg í stjórnarmyndunarviðræðum við Samfylkinguna vorið 2009 eru í leiðréttingarferli. Í janúar á þessu ári tók flokksráðsfundur af skarið og sagði Ísland ekki eiga heima í Evrópusambandinu og hvatti trúnaðarmenn til að berjast gegn aðild. Í dag liggur fyrir krafa um að Ísland dragi umsóknina tilbaka.
Samfylkingin er einangruð í Evrópumálum. Þjóðin er alfarið á móti inngöngu og tímabært að hætta að eyða þreki og fjármunum í leiðangur sem fyrirfram er dæmdur til að mistakast.
Þegar umsóknin hefur verið dregin tilbaka skapast friður til að ræða nýjar utanríkispólitískar áherslur Íslands.
Evrópumálin holgrafa flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vinstri Grænir öðlast ekki tiltrú aftur sem vinstri flokkur fyrr en Steingrími hefur verið steypt af stóli og framsóknarmönnunum Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Daða vísað til föðurhúsanna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.6.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.