Ósvífni skuldara

Á eftir útrásarauðmönnum, spilltum stjórnmálamönnum, ónýtum embættismönnum og leigðum meðhlaupurum eru skuldarar ábyrgir fyrir hruninu - og því meiri sem þeir eru minni borgunarmenn fyrir útistandandi skuldum sínum. Enginn neyddi fólk til að taka lán í erlendri mynt. Fólk var tilbúið að veðja á tiltekna þróun í gengismálum og allir með eitthvað á milli eyrnanna máttu vita að áhætta fylgdi.

Gengislánin voru dæmd ólögleg og þar með snarlækkaði höfuðstóll þeirra lána. Réttast er að dómur Hæstaréttar standi og afleiðingarnar birtist í töpuðum útlánum fjármálastofnana og gjaldþroti bílalánafyrirtækja sem eiga stærsta hluta lánanna.

Í umræðu hafa komið fram sjónarmið að gengislánin verði látin bera aðra vexti en samningsvexti. Þeim sjónarmiðum hefur verið andmælt, m.a. hér á þessari síðu.

Samtök skuldara hvetja með ályktun sinni að umræðan verði ekki látin nægja heldur eigi að gera áhlaup á bankakerfið. Skuldarar geta ekki gert áhlaupið vegna þess að þeir eiga ekkert. Þeir ætlast til að innistæðueigendur taki út fé sitt til að þrýsta á að málstaður skuldara nái fram að ganga.

Eiga skuldarar ekki til vott af sómatilfinningu?


mbl.is Hvetja fólk til að taka út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Mögnuð vitleysa þetta! Ég skulda gengistryggt bílalán (eða skulda ekki miðað við dóm hæstaréttar), verðtryggt íbúðarlán (sem hefur snarhækkað líkt og önnur lán) og á sparnaðarreikning sem ég get tekið út af.

Margir skuldarar eiga einnig innistæður! Merkilegur fjandi bloggara að hólfa almenning alltaf niður í þægilegar einingar til að styðja eigin rugl!

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.6.2010 kl. 09:44

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hjartanlega sammála þér Kolbrún Heiða, heimurinn væri til muna þekkilegri ef bloggarar hefðu ekki byrjað á því að flokka almenning. Ég er t.a.m. viss um að bloggarar stofnuðu Samtök lánþega.

Páll Vilhjálmsson, 24.6.2010 kl. 09:51

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Niðrandi tal fjármagnseigenda um sk. "skuldara" er alltaf hlægilegt.

Hvernig skyldu fjármagnseigendur ávaxta sitt pund? Eru þessir auðvirðilegu skuldarar þeim ekki oft betri en engir þegar að því kemur.

Hvaða arð gefur innlánsfé sem enginn vill taka að láni?

Kristján H Theódórsson, 24.6.2010 kl. 09:56

4 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Og samt tekur þú þátt í herlegheitunum. Fólk er ekkert endilega annað hvort "skuldarar" eða "innistæðueigendur". Ég, eins og svo margir aðrir íslendingar, er hvorutveggja.

Almenningur situr í súpunni og honum er stöðugt dysjað niður í einsleita hópa sem henta "rökstuðningi" bloggara: hægri/vinstri, davíðsnáhirð/baugselskandi, verðtryggingarskuldari/gengistryggingarskuldari, og nú skuldari/innistæðueigandi.

Ef þú ert sammála mér, endilega ekki taka þátt í ruglinu!

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.6.2010 kl. 10:02

5 identicon

Þessir skuldarar vilja fá niðurgreidda vexti, og þá helgar tilgangurinn meðalið.

Líkt og fyrir 1979 og innlánseigendur sjái um niðurgreiðsluna.

Sómatilfinning hvað er nú það?

En aðrir þurfa að greiða verðtryggð lán með topp vöxtum, eru menn ekki lagi!

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:28

6 identicon

Auðvitað er þetta satt sem þú segir Páll.

 Af hverju hefurðu tekið lán Kolbrún ef þú átt innistæður?

Lífið er ekki alltaf flókið, hvað þá óskiljanlegt.

Þess vegna er hægt að flokka eins og t.d. hægri/vinstri, gott/illt, svart/hvítt o.s.frv.

Ekki að það sé neitt slæmt fólk sem skuldar.  Alls ekki.  En það á ekki innistæður því skuldin er hærri.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:30

7 identicon

Páll.

Þú lítur fram hjá þeirri staðreynd að án neyðarlaganna væru engar innistæður til að taka út úr bönkunum.  Það er sú staðreynd að innistæður voru greiddar upp í topp af skattgreiðendum og kröfuhöfum sem veldur þessari gífurlegu ólgu í landinu.  Það var ekki einu sinni sett þak á óútfyllta tékkana.

Stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar átti sér stað í október 2008 en ekki í júní 2010.  Hana þarf að afturkalla ef ekki verður búið að dæma neyðarlögin áður.

Er ekki eins hægt að fullyrða að allir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna hefðu verið átt að vera búnir að taka innistæður sínar út úr bönkunum fyrir hrun?  Eða hreinlega yfirgefa landið?  Það vantaði ekki viðvörunarmerkin.

TH (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:42

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

,,Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara.''
(Úr lögum um vexti og verðtryggingu)

Hvað þýðir þetta?


Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.6.2010 kl. 10:46

9 identicon

TH: Peningamarkaðssjóðirnir voru ekki tryggðir fyrir hrun og hefðu tapast ef ríkið hefði ekki gripið inn í. Hins vegar voru innlánsreikningar með tryggingu og hefði ávalt verið bjargað skv. lögum. Ekki rugla þessu tvennu saman.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:46

10 Smámynd: Ólafur Als

Ef samningur er dæmdur ógildur er þá hægt að taka það útúr honum sem hentar en henda hinu? Er samningurinn í heild sinni ekki einfaldlega ónýtur og það sem stendur eftir er að semja upp á nýtt? Forsendurnar að baki vöxtunum eru brostnar (ólögmætar) en á þá samt að halda í vextina?

Ólafur Als, 24.6.2010 kl. 11:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Innlán voru ekki greidd úr ríkissjóði við yfirfærslu í nýju bankana, heldur var sama upphæð í útistandandi kröfum færð til þeirra á móti innlánunum.

Ríkið þurfti hins vegar að leggja nýju bönkunum til nýtt eigið fé (hlutafé), en það er ekki það sama og að hafa látið skattgreiðendur ábyrgjast og greiða innlánin.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2010 kl. 11:05

12 identicon

Lágvaxtalán voru og eru skynsamlegri en hávaxtalán. Í þeim felst og hefur alltaf falist minni áhætta en íslensk verðtryggð lágvaxtalán sem og óverðtryggð hávaxtalán.

Árið 2007 hafði jenið hækkað um 5% á tíu árum en verðlagsvísitala um 50%. Þannig að það var skynsamlegt að velja jenalán.

marat (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:10

13 Smámynd: Elle_

Skuldurum verður ekkert skipt í 2 hópa.  Og hví ættu skuldarar með gengistryggðar skuldar, líkl. helmingur landsmanna, að hafa tekið áhættu frekar en þeir sem voru með hættuleg verðtryggð lán?  Svona fyrir utan það að það var OFT sama fólkið.  Þeir sem unnu í bönkum og fjármálafyrirtækjum létu venjulegt fólk halda með blekkingum að lánin væru örugg.  Og þeir áttu að vita það sem venjulegt fólk GAT EKKI VITAÐ.  Þeir brutu líka lög og nú hefur Hæstiréttur dæmt lögbrjótana sem píndi skuldara lengi og var nokkuð sama um kvalir þeirra.  Núna mega þeir fara til fjandans.  Og lögin sem Benedikt vísar í að ofan segja líka sitt. 

Elle_, 24.6.2010 kl. 11:17

14 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

jonasgeir: ekki það að þér komi neitt við mín fjármál en þá átti ég ekki mikinn pening árið 2006, nýkomin úr skóla og vantaði bíl. Ég sló í milljón kr bílálán fyrir honum (samningurinn var allur í ísl krónum, bara eitt lítil gengisviðmið sem fylgdi með og hefur nú verið dæmt ólöglegt).

Síðan þá hef ég verið að vinna, borgað mínar skuldir og lagt fyrir. Ég á sannarlega pening til að taka út og fell í eftirfarandi flokka: skuldari, gengislánaskuldari, verðtryggingaskuldari og innlánseigandi. Só sú mí!!! 

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.6.2010 kl. 11:35

15 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

hmm "innlánseigandi" á að vera "innistæðueigandi", og ég sé ekki að innistæðurnar mínar hverfi þrátt fyrir að ég skuldi líka. Á ég s.s. ekki peninginn í bankanum mínum af því að ég skulda eignaleigufyrirtæki (eða skulda í raun ekki lengur skv hæstarétti)?

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 24.6.2010 kl. 11:39

16 Smámynd: Elle_

Og ætla samt að taka það fram að ég var ekki að ofan að taka afstöðu með fréttinni.

Elle_, 24.6.2010 kl. 11:52

17 identicon

Öll þessi umræða lýsir íslendingnum svo vel.

Íslendingar hafa alltaf verið í samkeppni við náungan og það mun aldrei breytast. 

Jón Eiríksson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:00

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Páll þín orð " Fólk var tilbúið að veðja á tiltekna þróun í gengismálum og allir með eitthvað á milli eyrnanna máttu vita að áhætta fylgdi".

Mitt svar við þessu er að þú hafir rangt fyrir þér.

Ég er einn af þeim er langaði til að eignast bíl fyrir 3 árum en fékk ekki að taka lán öðruvísi en að um svokallað körfulán væri að ræða...

Það segir bara eitt. Ég neyddist til að taka körfulán.

Nú er búið að greiða þetta lán að fullu og var það gert fyrir rúmu ári síðan. Eftir stendur spurningin um það hvort SP fjármögnun þurfi ekki að borga mér til baka dágóð summu sem ég gat notað til að greiða önnur lán og jafnvel fengið langþráð sumarfrí með fjölskyldunni???

Hef ekki farið í sumarfrí síðan 2008 en áður fékk ég 1/2 mánuð annað hvert ár en einn mánuð hitt árið...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.6.2010 kl. 20:39

19 identicon

@Axel

Innlán voru ekki greidd úr ríkissjóði við yfirfærslu í nýju bankana, heldur var sama upphæð í útistandandi kröfum færð til þeirra á móti innlánunum.

Þú ert sum sé að segja að bankarnir eiga kröfur á t.d. mig vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að tryggja innlánin í botn. Þetta er ekkert annað en eignartilfærsla, hvort sem þú kallar þetta peninga eða kröfur. En þú nefnir ekki milljarðana sem að voru settir í Glitni í sjóð 9 til að bjarga fjármagnseigendunum þar.

En aðeins um þessa fréttatilkynningu. Þetta er náttúrulega bara rökrétt framhald af því sem að Gylfi og Már hafa verið að segja. Ef þú átt pening í banka og það eru líkur á því að bankinn fari yfir um, af hverju í ósköpunum áttu að láta hann liggja þar...

Kristinn (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 23:44

20 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er stórmerkilegt hvernig fólk virðist líta á innistæður og húsnæðislán.Ég til dæmis átti engar stórinnistæður í banka því mín laun fóru í það að borga niður fasteign og framfleyta minni fjölskildu.

Hvað réttlætir að ríkið ábyrgist innistæður sem voru að stórum hluta peningar auðmanna,en ekki mína peninga sem ég sannarlega þurfti að vinna fyrir?Það er nefnilega þannig að þessi umframtrygging á innlánum eins og ég sé það,er tekið beint af almenning í landinu sem hefur unnið hörðum höndum fyrir sínum litlu eignum sem áttu að nýtast í ellinni og það er óásættanlegt.

Ég á sjálfur lítið erlent bílalán og stórt verðtryggt,ég sé ekki muninn á þessum lánum og óvissan á þeim báðum er allt að drepa og þarf að laga samtímis ef venjulegt launafólk á að getað lifað í þessu landi.

Friðrik Jónsson, 26.6.2010 kl. 08:38

21 identicon

Friðrik, innistæður í bönkum eru ekki að stórum hluta í eigu aðuðmanna, heldur almennings, lífeyrissjóða og ellilífeyrisþega. Vafalaust eru einhverjir auðmenn til með stórar summur inn á banka en þær eru bara lítið brot af öllum innistæðum í bönkunum.

Kannski eitt af vandmálunum sé að bankarir ráku mjög óábyrga útlánastefnu þar sem þeir lánuðu fullt af láglaunafólki og miðstéttarfólki peninga sem það hefur ekki efni á að borga til baka. Fólk sem einganveginn stóðst greiðslumat fékk samt sem áður lán.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 15:13

22 Smámynd: Friðrik Jónsson

Var ekki talað um að lítið brot af þessum innistæðum tilheyrðu fólki sem átti innistæður samkvæmt lágmarkstryggingu minnir það.

Kannski er það rétt hjá þér að auðmenn eru ekki í meirihluta,en hvað réttlætir mismunun á tryggingum á innistæðum og fasteignum ég sé það ekki? Eiga lífeyrissjóðir og ellilífeyrisþegar meiri rétt en þú,ég eða öryrkjar?

Svo ættu menn að fara varlega í að fyrirfram dæma fólk sem kærulaust og átta sig á því að margir úr millistétt eru orðnir láglauna og sáu það ekki fyrir.Það varð hrun hér og því er verið að skella á fullum þunga á heimilin í landinu og hversu vitlausir þurfa menn að vera til að skrifa um óábyrga þegar menn ættu frekar að standa saman og styðja að jafnt gangi yfir alla. ÞAÐ HEFUR ALDREI TALIST ÓÁBYRGT AÐ KAUPA FASTEIGN OG EIGA 30-40% ÚTBORGUN,EN ÞAÐ FÓLK Á EKKI MIKIÐ Í DAG ER ÞAÐ.

Friðrik Jónsson, 26.6.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband