Þriðjudagur, 22. júní 2010
Enginn vill partý með Össuri
Utanríkisráðherra er í þeirri stöðu að standa á dyrastaf Evrópusambandins og vilja inngöngu. Húsbændurnir í Brussel vilja Össur hins vegar ekki vegna þess að hann er óuppdreginn óreiðumaður og ekki húsum hæfur. Það sem meira er skortir ráðherrann föruneyti frá Íslandi.
Engu að síður vill Össur sitt partý enda búið að lofan honum því að sögn.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir margítrekað af forystu Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn þess að engin tenging sé milli Icesave og aðildarviðræðnanna.
Forsætisráðherra Breta sagði á breska þinginu nýverið að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið fyrr en Íslendingar væru búnir að borga kröfu Breta vegna Icesave. Össur veit ósköp vel að hvert og eitt aðildarríkjanna 27 hefur neitunarvald gagnvart nýjum aðildarríkjum.
Enginn vill partý með Össuri Skarphéðinssyni, hvorki hér heima né erlendis.
Athugasemdir
Hann er okkur ekki til sóma, hann er hlæilegur eins og þú setur hann upp.
Aðalsteinn Agnarsson, 22.6.2010 kl. 22:59
Það er heldur engin tenging milli Össurar og þjóðarinnar.
Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.