Unnur Brá varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund um helgina og brýnt að flokkurinn svari óþreyjufullum kröfum um að hann sé tilbúinn að taka af skarið í þeim málum brýnust eru. Kosið verður til formanns og varaformanns flokksins. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður flokksins á Suðurlandi hefur sýnt að hún þorir þegar aðrir hika.

Unnur Brá er aðalhöfundur að þingsályktunartillögu um að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan ein og sér gerbreytti umræðunni um Brusselhelför Samfylkingarinnar þar sem hún sýndi fram á hversu einangruð Samfylkingin er með því að þingmenn annarra flokka skráðu sig á tillögu Unnar Brár.

Í umræðum á alþingi er Unnur Brá beinskeytt og gefur sig lítt að loðmullu sem hikandi og hikstandi þingmönnum er tamt. 

Unnur Brá er framtíðarleiðtogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð bara að segja.  Já, takk.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hefur hún sýnt einhvern áhuga á framboði?

Björn Birgisson, 22.6.2010 kl. 16:19

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líst til muna betur á Unni Brá en fulltrúa Rio Tinto/Alcoa að austan.

Árni Gunnarsson, 22.6.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Já, þú segir nokkuð. Unnur Brá er einnig þingmaður af landsbyggðinni og eins og þú segir sannur sjálfstæðissinni.

Jón Baldur Lorange, 22.6.2010 kl. 21:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja þið segið nokkuð. Er hún kúlulaus ? Skuldar ekki hundarað millur í húsinu sínu  ? Bara flekklaus ? Ja hérna. Hörkukelling.Lagleg líka.

Halldór Jónsson, 22.6.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband