Miðvikudagur, 16. júní 2010
ESB-kafbátur í VG
Undirferli er Árna Þór Sigurðssyni eðlislægt. Hvort sem hann situr í stjórn SPRON eða þykist virkur félagi í Heimssýn er sérgæskan Árna Þór tömust. Honum græddust milljónir með braski á stofnfjárhlutum í SPRON og hann sér fram á starfsmöguleika í Brussel þegar hann ásamt Össuri Skarphéðinssyni hefur vélað Ísland inn í Evrópusambandið.
Árni Þór er menntaður í Moskvu og var handgenginn Svavari Gestssyni formanni Alþýðubandalagsins. Um aldamótin þegar uppstokkun varð á vinstri kantinum veðjaði Árni Þór á Samfylkinguna en höfðu ekki nema hugsjónamenn trú á að VG yrði fullveðja stjórnmálaflokkur.
Árni Þór stökk yfir í VG þegar ljóst varð að flokkurinn væri kominn til að vera. Árni Þór fór í starfsnám til Brussel og er námsfús eins og forðum daga í Moskvu.
Kækur hjá Árna Þór er að fálma með hægri hönd í vinstri brjóstvasa þegar hann lýgur. Ókunnugir halda að hann sé með hægri hönd í fatla.
Árni Þór að hugsa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; Páll !
Afbragðs; frásaga, af þinni hálfu, sem myndræn lýsing, á þessum falska manni.
Lengi vel; hugði ég hann; það er, Árna Þór, drengskaparmann, en,...... lengi skal jú, manninn reyna, sem oftlegar sannast.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 12:49
Árni Þór var síðasti fulltrúi Moskvu-arms Alþýðubandalagsins, tók við af Svavari Gestssyni.
Hann hagnaðist um milljónir króna á BRASKI með stofnbréf SPRON sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar. Beitti síðan fyrir sig hreinum lygum til að réttlæta söluna á bréfunum sem færði honum milljónir í hagnað.
Sama gerði Össur Skarphéðinsson og hafði tugi milljóna upp úr BRASKINU.
Það er til skammar að þessir BRASKARAR sitji á þingi og í ríkisstjórn.
Karl (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.