Þriðjudagur, 15. júní 2010
Greiðsluþrot fjórhjólafólksins
Hluti af þeim heimilum sem eru í vandræðum komust í þau vegna óráðsíu. Hér er maður í fjárhagskröggum og til að kóróna óreiðuna kaupir hann sér fjórhjól á kaupleigu og er þó með bíl fyrir á slíkum samningi. Þegar allt þrýtur krefst viðkomandi greiðsluaðlögunar og fer með málið upp í Hæstarétt.
Lög sem sett verða til að koma til móts við heiðarlegt fólk sem lenti í fjárhagserfiðleikum vegna hrunsins verða mjólkuð af frekjuliðinu sem hvorki kann mannasiði né fótum sínum fjárhagsleg forráð.
Svei attan.
Beiðni um greiðsluaðlögun hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjum skildi hafa dottið í hug að lána svona manni og hvers peningar ætli það hafa verið og í hverju tryggja menn svona vitleysu eða skyldi lánveitandinn hafa greind til fjárráða.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.6.2010 kl. 23:40
Lögin um greiðsluaðlögun eru bara fyrir ríkisstarfsmenn eða fólk í vinnu hjá samtökum, stofnunum eða félagasamtökum á ríkisframfæri. Ef þessi maður hefði verið ríksstéttarstofnanafélagasamtakastarfsmaður þá hefði hann fengið greiðsluaðlögum fyrir veðlánin og fjórhjólið. Vandi mannsins í dóminum var sá að hafa verið í atvinnurekstri og þurft að ábyrgjast 6 milljónir vegna gjaldþrots ( var ekki bankastarfsmaður ).
Það er því misskilningur hjá þér að eitthvað verði gert fyrir einyrkja og sjálfstæða atvinnurekendur. Teymi, 365 og ríkisstarfsmenn fá allir afskrifað og allt í greiðsluaðlögun. Þeir eru frekjuliðið.
P.s. þessi í dómnum hefur örugglega séð auglýsingu um MBA nám hjá hinum ríkisstyrkta Bifröst Háskóla en ákveðið að skipta við útlendann háskóla af því það er ódýrara m.a. til að komast í sæmilegt starf hjá eftirlitsstofnun með ríkisframlögum til stjórnmálaflokkanna.
Einar Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 23:40
Miðað við árstekjurnar, sem nota bene, voru mun lægri heldur en atvinnuleysisbætur gefa á ári, þá get ég ekki annað en samsinnt dómurunum.
Ógn er ég annars orðinn leiður á þessu röfli um að ríkisstarfsmenn hafi það svo gott og fái allt upp í hendurnar. Ég yrði himinlifandi ef bankar og aðrar stofnanir vildu eitthvað fyrir mig gera, en því er ekki að heilsa - "prestur eður ei".
Ef með "ríkisstarfsmenn" Einar á við forstöðumenn ríkisstofnana og aðrar silkihúfur, þá biðst ég forláts.
Sigurður Axel Hannesson, 16.6.2010 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.