Mánudagur, 14. júní 2010
Pressan, málgang auðróna og ESB-sinna
Pressan undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins er helsta vígi auðrónadeilda Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í réttu hlutfalli við Mammonsdýrkunina er Pressan í baráttu fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið enda marga feita gelti að flá þar.
Ólafur Arnarson reið á vaðið í morgun með frýjunarorðum til þingmanns Sjálfstæðisflokksins Unnar Brár sem boðaði fyrir helgi þingsályktun um að aðildarumsókn Íslands skyldi dregin tilbaka. Unnur Brá lagði fram þingsályktunina eftir hádegi ásamt Gunnari Braga úr Framsóknarflokki, Birgittu úr Hreyfingunni og Ásmundi Einari VG.
Björn Ingi kom til skjalanna og bjó til frétt um að grasrótin í Framsóknarflokknum væri æf vegna þess að Gunnar Bragi þingsflokksformaður væri meðflutningsmaður tillögunnar. Í öllum stjórnmálaflokkum er andstaðan við ESB-aðild hvergi meiri en einmitt í Framsóknarflokknum. ,,Grasrótin" reyndist kunnur ESB-sinni, Hallur Magnússon, sem fékk pressuvettvang fyrir áróðurinn.
Undir kvöld birtist neytendafrömuðurinn og aðildarsinninn Gísli Tryggvason sem bað um miðstjórnarfund til að ræða þá ósvinnu að þingflokksformaðurinn fari að vilja afgerandi meirihluta flokksmanna.
Auðrónar og ESB-sinnar eiga verðugt málgagn.
Athugasemdir
Páll,nú er ég alveg sammála þér,og ekki hægt að orða þetta betur en þú gerir.
Númi (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:00
Framsóknarflokkurinn samþykkti að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ríkisstjórnin hafnaði því sumarið 2009 að taka tillit til þessara skilyrða sem þýddi einfaldlega að þingmenn flokksins gátu ekki stutt umsóknina ætluðu þeir að sér að fara eftir stefnu hans.
Ef það væri raunverulega einhver ósvinna að Gunnar Bragi standi að frumvarpi um að draga umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið til baka þá var það væntanlega líka ósvinna þegar mikill meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins, hann þar á meðal, greiddu atkvæði gegn umsókninni sl. sumar.
Stuðningur Gunnars Braga nú við það að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka er einfaldlega í fullu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og að sama skapi við það hvernig hann greiddi atkvæði um umsóknina fyrir rétt rúmu ári síðan.
Hjörtur J. Guðmundsson, 14.6.2010 kl. 21:22
Ég er sammála þér Páll að Pressan er málgagn auðróna og ESB sinna. Hinsvegar er ekki hægt að fullyrða að sjáfstæðis og framsóknarflokkar liggi að baki þessa blaðs. Björn Ingi á sér fáa aðdáendur innan flokksins, enda einn aðal höfundur að tapi flokksins í Reykjavík. Þó örfáir ESB sinnar innan þessara flokka hafi komið því inn með frekju og ýmsum óhefðbundnum meðulum að þessir flokkar færu að gæla við ESB hugsjónina, þá eru flestir kjósendur þessara flokka á móti aðild.
Það mun væntanlega koma í ljós hvort framsókn ætlar að halda inni í sinni stefnuskrá athugun á aðildarforsemdum. Ef svo verður mun sá flokkur væntanlega þurkast út í næstu kosningum.
Pressan er málgagn auðróna og ESB sinna, það er vegna þeirra sem þar starfa og stjórna, ekki vegna fyrrum tengsla þeirra við einhverja stjórnmálaflokka!
Gunnar Heiðarsson, 14.6.2010 kl. 21:25
Páll Vilhjálmssðn. Nú er ég og hef verið stuðningsmaður VG og er fyllilega samþykkur stjórnarsáttmálanum um að við skildum sækja um ESB og reyna allt til að ná fram okkar helstu skilyrðum. Síðan skal þjóðaratkvæðagreiðsla skera úr um samninginn einsog lýðrið boðar og niðurstðu hlýtt. Þannig virkar lýðræðið. Nú talar þú sífellt um þessa hluti einsog við sem fylgjum þessu ferli séum landráðamenn. Ég hef búið bæði í Svíþjóð og Danmörku og af þeirri reynslu vil ég að Ísland sé í sama félagsskap. Ert þú að gæta hagsmuna þeirra Íslendinga sem hafa hag af því að krónan sé hér gjaldmiðill manna sem hafa enga kunnáttu í hagstjórn einsog undanfarin 60 ár hafa sýnt? Hverra manna og hagsmuna ert þú að gæta? P.s. Ég vil t.d. fækka ráðineytum og það kemur ekkert umsókn Ísland í ESB við.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 23:16
Sæll Gunnar Gunnarsson, við heiðarlega ESB-sinna er hægt að ræða um kosti og galla aðildar. Við stjórnmálamenn sem lofa fyrir kosningar að berjast gegn aðild en taka eftir kosningar þátt í að sækja um er ekki hægt að tala við nema með óbótaskömmum.
Páll Vilhjálmsson, 14.6.2010 kl. 23:22
Kæri Ðáll. VG sagði í stjórnarsáttmálanum að þeir skyldu sækja um aðild af fullri hreinskiptni, en væru á móti einsog staðan væri. Innan VG eru fullt af fólki sem vill sækja um og kjósa svo. Ef þú fordæmir stjórnmálamenn sem eru þetta lýðræðisþenkjandi einsog VG er, hvað ert þú þá? Skoðanakannanir hafa alltaf sýnt að ESB er þverpólítískt dæmi.
Danir eru einsog þú veist alltaf með Dannebrog á stönginni, en samt í ESB og gengur vel.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 23:31
Það er sanngjörn og eðlileg krafa að fyrir þingkosningar liggi ljóst fyrir hvaða framboð vilji sækja um aðild að ESB. Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga í stóru málin eins og ESB-spurningin óneitanlega er.
Fyrir síðustu þingkosningar vildi einn flokkur, Samfylking, sækja um aðild án skilyrða. Flokkurinn fékk rúm 29 prósent atkvæðanna. 70 prósent þjóðarinnar kaus aðra flokka.
Samt sem áður var sótt um aðild. Hvers vegna? Jú, vegna þess að VG sveik, gekk á bak orða sinna um að berjast fyrir því að Ísland yrði utan ESB.
Svikin þarf að bæta fyrir, draga umsóknina tilbaka, ræða málið áfram. Ef flokkur/flokkar með umsókn um ESB á stefnuskrá fá meirihluta í þingkosningum er sjálfsagt að sækja um.
Vegferð sem hefst á svikum og blekkingum hlýtur að enda illa.
Páll Vilhjálmsson, 14.6.2010 kl. 23:40
Stjórnarsáttmáli Samfylkingarinnar og Vg lá ekki fyrir fyrir kosningar. Hann reyndist síðan allt annar og að mestu þveröfugar við kosningaloforð Vg, sem gerir Steingrím J. að mesta atkvæðaþjófi Íslandssögunnar.
Það er með eindæmum að almennir kjósendur Vg skulu ekki hafa meira bein í nefinu en raun ber vitni, og láta troða svona á rétti sínum. Uppreisnir hafa verið gerðar af minna tilefni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 01:20
Þar sem Páll Vilhjálmsson vill vera málefnalegur, væri þá ekki gott að hann svari spurnigum sem hann er spurður af ?
Hér spyr maður ,,Gunnar Gunnarsson" , hvaða hag Páll Vilhjálmsson hafi af andstöðu við aðild að ESB ?
Samherjar Páls í andstöðu við ESB eru tvær ,,mafíur" , landsamband íslenskra kvótaeigenda og eigendafélag bænda ! Báðar þessar ,,mafíur" eru baráttusamtök gegn almenningi í þessu landi ! Báða þessar ,,mafíur" vilja halda sínum sérréttindum á kostnað okkar hinna! Þessu félagskap vill Páll Vilhjálmsson tilheyra ! En hvers vegna hefur hann ekki enn viljað svara ?
JR (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 02:29
Páll heldur þú að riststjóri Pressunar sjái eitthvað Geisir Green tækifæri í ESB fyrir sig?
Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2010 kl. 06:34
Ítalska mafían er a.m.k. ákaflega hlynnt ESB - enda þar mörg matarholan.
Páll Vilhjálmsson, 15.6.2010 kl. 07:52
Hér getur Páll ekki svarað fyrir sig. Varð orða vant. Laun hans koma ekki af himnum ofan. Matarholan hans er líklega fiskur og lambakjöt.
Gísli Ingvarsson, 15.6.2010 kl. 09:18
Gísli, þetta kemur nú úr hörðustu átt þykir mér.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.