Mánudagur, 14. júní 2010
Evru-lönd með 10,1 % atvinnuleysi
Þau 16 lönd ESB-svæðisins sem hafa evru sem gjaldmiðil eru með 10,1 prósent atvinnuleysi. Ríkin 27 sem mynda Evrópusambandið mælast með 9,7 prósent atvinnuleysi. Meðaltalið felur miklar öfgar, í Hollandi er atvinnuleysi undir fimm prósent en um 20 prósent á Spáni.
Ríki vestan við okkur, Bandaríkin og Kanada, standa sig betur og búa við 8 prósent atvinnuleysi.
Evrópusambandið leggur ekki mikið upp úr baráttu gegn atvinnuleysi nú um stundir. Aðalverkefnið er að verja myntsvæðið og forða Grikkjum og Spánverjum frá gjaldþroti.
Atvinnuleysi að meðaltali 8,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í raun og veru segja svona meðaltalstölur okkur EKKI NEITT. Það er hægt að segja um mann, sem er með aðra löppina í fötu með ísvatni og hina í fötu með sjóðandi vatni, að hann hafi það bara að meðaltali nokkuð gott............
Jóhann Elíasson, 14.6.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.