Samfylking með þing og þjóð í gíslingu

Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þjóðin harðneitar inngöngu í ESB og yfirgnæfandi meirihluti vill að við drögum umsóknina tilbaka. Á alþingi verður lögð fram þingsályktun um að draga umsóknina tilbaka áður en frekari skaði er skeður.

Í krafti ríkisstjórnarsetu beitir Samfylkingin neitunarvaldi og kúgar samstarfsflokkinn til hlýðni. Sannfæring þings og þjóðar fer saman í afstöðinni til ESB. Samfylkingin ein stendur í vegi fyrir lýðræðislegum vilja þings og þjóðar.

Samfylkingin fékk innan við þriðjung atkvæða í síðustu þingkosningum. Flokkurinn mælist með 20 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Hvernig stendur á því að Samfylkingin fær alræðisvald í utanríkismálum þjóðarinnar?


mbl.is Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ragmennska steingríms j. sem hefur gert samfylkingu þetta mögulegt. Ef aulinn hefði staðið við loforðin sín þá stæðu málin allt öðruvísi.

Geir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:31

2 identicon

Þetta er pólitískt ofbeldi af samsafni forræðishyggjandi popúlista sem víla ekki fyrir sér að steypa þjóðinni í glötun til að prófa eigin brengluðu hugmyndafræði.

VG sogast svo ofaní drulluna með þeim í boði Steingríms.

Hver afhjúpunin á fætur annari koma fram um vitleysuna sem ESB er en það er bara svo erfitt fyrir þessa einstefnuhausa að játa það á sig að hafa barist fyrir innlimun með blekkingum.

Það þarf að spenna þetta fólk út af þingi með kúbeini.

Brennu Njáll (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband