Mánudagur, 14. júní 2010
Sex af tíu vilja hætta við ESB-umsókn
Afgerandi meirihluti landsmanna, 58 prósent, vill draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Aðeins 24 prósent vilja halda umsókninni til streitu. Tæpur fimmtungur tekur ekki afstöðu.
Í könnuninni er spurt um afstöðu fólks til þess að setja fjármuni í umsóknina. Í spurningunni er miðað við tölu utanríkisráðuneytisins sem segir að umsóknin mun kosta 990 milljónir króna, en það er vanáætlun. Tæp 70 prósent aðspurðra telja þessum peningum illa varið. Má nærri geta um afstöðu fólks þegar það frétti að kostnaðurinn mun hlaupa á milljörðum króna.
Í vikunni verður lögð fram þingsályktun um að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að ESB.
Könnunin er unni af MMR fyrir Andríki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.