Risavaxin hagfræðitilraun

Fjármálakreppan leiddi til lánsfjárþurrðar fyrirtækja og einstaklinga. Ónýt lánasöfn víða um heim er undirliggjandi orsök kreppunnar en þessi lánasöfn urðu ónýt einmitt vegna þess að af ofgnótt var af lánfé. Seðlabankar óttuðust að lánsfjárkreppan myndi leiða til verðhjöðnunar og langvarandi samdrætti í efnahagsstarfseminni.

Viðbrögð seðlabanka voru að prenta peninga og lækka vexti niður í nánast núll. Fyrr heldur en seinna mun offramboð af peningum leiða til rýrnunar þeirra, þ.e. leiða til verðbólgu.

Þegar verðbólga gerir vart við sig munu vextir hækka. Hækki vextir of snemma mun það leiða til afturkipps í efnahagslífinu en hækki þeir og seint verður verðbólgan erfið viðureignar. 

Hagfræðitilraunin er áhugavert viðfangsefni.


mbl.is Vextir hækka ekki fyrr en 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband