Laugardagur, 12. júní 2010
Skilaboðin á bakvið auglýsingar Flugleiða
Flugleiðir, sem heita víst Icelandair, fjölbirta ímyndarauglýsingar í Sjónvarpinu þar sem útlendingar segja eitthvað um ónafngreinda Íslendinga. Markmið auglýsinganna virðist vera að fá okkur til að trúa því að við séum talin stofuhæf erlendis.
Útlendingarnir segja eitthvað saklaust og hversdagslegt um hina og þessa Íslendinga.
Ímyndin um að við séum um það bil í lagi, samkvæmt útlendingum, heldur eins lengi og við við gleymum því að útlendingarnir fá borgað fyrir að tala um Íslendinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.