Laugardagur, 12. júní 2010
Össur vill hefja innlimun í ESB 17. júní
Utanríkisráðherra skrapp á dögunum til vinar síns Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar til að fá liðsinni að setja umsókn Íslands á dagskrá leiðtogafundar ESB þann 17. júní. Ef samþykkt leiðtogaráðsins hefst formlegt aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Eiginlegar samningaviðræður er ekki um að ræða þar sem ESB breytti fyrir áratug reglunum um inngöngu.
Eftir helgi verður lögð fram tillaga að þingsályktun um að Ísland dragi umsóknina um aðild að ESB tilbaka. Tillaga endurspeglar vilja þingsins og þjóðarinnar.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fer fyrir einkaleiðangri Samfylkingar til Brussel. Það er dæmigert fyrir Össur og félaga að freista þess að hefja innlimunarferli Íslands í Evrópusambandið 17. júní.
Umsóknin er ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin dýpri merking þessarar dagsetningar fer alveg fram hjá mér, enda er ég ekki mikið fyrir tilbeiðslu tákna og trúarjátningar. Stofnun lýðveldis á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar var ákveðin 1944 af alþingi Íslendinga til að finna þjóðhátíðardag sem væri á hentugri árstíma en fullveldishátíðin. 17. júní var ákveðinn sem fundardagur ráðherraráðsins í ESB algerlega án tillits til aðildarumsóknar Íslands. Það að lesa eitthvað úr því að aðildarumsókn Íslands verði á dagskrá í næstu viku er svona svipað eins og að lesa merkingu úr afstöðu stjörnumerkjanna - og jafn gáfulegt.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:28
Ha Ha ! Takið bara kallinn og "flengið" hann opinberlega á Austurvelli stuttu eftir að kransinn er lagður hjá Jóni Sig. væri ágætisviðbótaratriði á hátíðahöldin.
Annars er orðið sýnt held ég að ESB vill ekkert vera flýta þessum viðræðum, vita vel hvernig hlutfallið með/móti er samkv. skoðanakönnunum, en hver veit ??
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 12.6.2010 kl. 19:32
Fólkið hér vill ekki Evruland. Hvernig Össur vill eyða 17. júní er ekki mitt mál, svo lengi sem ég þarf ekki (með skattpeningum) að borga undir rassgatið á honum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.