ESB-umsókn Samfylkingar er dýrt spaug

ESB-umsókn Samfylkingarinnar er óvinafangaður sem einn flokkur stendur að ásamt fáeinum kverúlöntum í öðrum flokkum. Þjóðin er alfarið á móti, um 60-70 prósent vilja ekki aðild, og andstaðan er vaxandi. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vinnur þarft verk með þingsályktunartillögu um að draga umsóknina tilbaka.

Á meðan umsóknin er látin standa vinnur hún þjóðinni ógagn. Hér heima ríkir meiri tortryggni milli manna og hópa en annars væri og gagnvart útlöndum erum við kleyfhuga þjóð þar sem stjórnvaldið sækir um félagsskap í trássi við þjóðarvilja.

ESB mun ekki kunna Íslendingum þakkir fyrir að gera hjá sér bjölluat. Síðustu mánuði hafa kurteis skilaboð komið frá Brussel um að ef til vill sé málið ekki nógu rætt á Íslandi til að þjóðin geti staðið að umsókn. Samfylkingin lætur þessi skilaboð sem vind um eyru þjóta.

Kostnaðurinn við umsóknin mun hlaupa á milljörðum króna. Í ofanálag er ferlið í átt að aðild ekki samningaferli heldur aðlögunarferli þar sem væntanlegt aðildarríki tekur jafnt og þétt upp regluverk ESB eftir því sem ferlinu vindur fram. Þjóðaratkvæðagreiðsla í lok ferlisins er markleysa vegna þess að við stöndum þá frammi fyrir orðnum hlut - erum orðin hluti af Evrópusambandinu án þess að hafa nokkru sinni samþykkt það.

Umsókn Samfylkingarinnar um ESB-aðild þarf að draga tilbaka áður en hún veldur meira tjóni.


mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, við verðum hluti af ríki sem við samþykktum aldrei að verða hluti af.  Og af því Samfylkingin með 29% stuðning þjóðarinnar og nú miklu minni, píndi umsóknina í gegn. 

Elle_, 13.6.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband