Miðvikudagur, 9. júní 2010
Lygi í fyrstu málsgrein, restin ósannindi
Ólafur Ólafsson ætlaði sér að græða á aukinni tiltrú fjárfesta eftir að fléttan arabanum yrði keyrð í gegn. Strax í fyrsta lið yfirlýsingarinnar lýgur Ólafur og það batnar ekki þegar á lesturinn líður. Ólafur var einn stærsti eigandi Kaupþings og hafði verið með í viðlíka fléttu þegar hann og fleiri sölsuðu undir sig Búnaðarbankanum sem var látinn renna inn í Kaupþing.
Ólafur fékk Samskip afhent eftir hrun á silfurfati frá Arion banka þegar Finnur fattlausi réð þar ríkjum. Eflaust rjúka íslenskir bankamenn upp til handa og fóta núna til að lána Ólafi þegar hann er kominn með stöðu grunaðs manns.
Mottó eftirhrunsbankanna er ´því verri pappír, því meiri lán.´
Braut engin lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þessi maður ekki fæddur DR.............?
Munið þið ekki eftir þegar hann flögraði á rellu ,yfir ættingjum í fermingarveislu ?
Og margt fleira . Usssssss...........
Kristín (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:43
Svipaðar yfirlýsingar voru algengar fyrir hrun og þá yfirleitt fylgt eftir með greinarskrifum og framkomu "sérfræðinga" í viðtals og fréttatímum.
Við trúðum þeim þá - vonandi hefur eitthvað breyst.
Grímur (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 08:06
Kristín, þessi 'frétt' um ferminguna og þyrluna er uppspuni frá grunni. Ég var þarna í sveitinni þetta sumar og þyrlan kom ekki fyrr en í júlí, ekki veit ég um margar fermingarveislur svo seint... Nema kannski þessa einu?
Maggi (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:40
Ef eitthvað er ábatavant með hegningrarlögin, þá er bara að breyta þeim og hafa þau afturvirk. Er kannski til of mikils ætlast í þessu rolu þjóðfélagi, þar sem ekkert gerist, vegna vanbúnaðar í svona málum?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 11:20
Afturvirk hegningarlög, að fólki eins og þér skuli yfir höfuð vera hleypt á internetið er óskiljanlegt. Vonandi rekast foreldrar þínir á þessa færslu og hefta í kjölfarið aðgang þinn að internetinu.
Hammurabi, 10.6.2010 kl. 18:03
Franskur múslimi var staðin að fjölkvni, átti konur í Egyptalandi og ó Frakklandi og þá var hann sviftur frönskum ríkisborgararétti , sem hann hafði haft til margra ára ( 25 að mig mynnir) og síðan útvísað sem "persona non grada". Þetta er afturvirkni á lögum. Það er ekki víst að svon lög fynnist á Íslandi enda er landinn vart hugsandi.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 23:22
Þetta er mjög gott dæmi hjá þér, þ.e.a.s. gott dæmi um eitthvað sem er ekki afturvirk lög, og þ.a.l. gott dæmi um það þegar fólk er að tjá sig um hluti sem það skilur ekki.
Reglurnar um að svipta megi mann ríkisborgararétti voru til staðar fyrir sviptinguna, og reglurnar sem bönnuðu fjölkvæni sömu leiðis. Það er ekkert í þessari dæmisögu þinni um afturvirkni laga, enda myndu frakkar sem eru framarlega hvað varðar réttarþróun ekki fara að setja slíka arfavitlausa reglu.
Fyrst þú mynnist á Frakkland í þessu samhengi, þá er áhugavert að minnast á það að mikil umræða var þar í landi, þegar halda átti Nurnberg réttarhöldin yfir þýskum stríðsglæpamönnum. Þar mættust sjónarmið um afturvirkni laga annarsvegar og hinsvegar mikilvægi þess að refsa þeim sem brotið höfðu kirfilega á mannkyninu. Þessi tvö sjónarmið, réttaröryggi (sem þú ert á móti) og mannhelgi. Þar var það svo að þeim úrhrökum sem voðaverk höfðu framið var refsað, afturvirkt. Í vestrænu lýðræðislandi er leitandi að öðru svipuðu dæmi.
veit ekki alveg hvað "svon" lög eru, né heldur hvar ég get "fynndið" þau, eftilvill ef ég "útvísa" þá "min" ég það.
Hammurabi, 14.6.2010 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.