Ríkisrekin heimili

Um 30-40 prósent heimila ,,kalla eftir aðstoð" heitir það í fréttinni. Þetta hljómar eins og drjúgur hluti íslenskra heimila vilji segja sig til sveitar, afsakið, ríkisvæða sig. Varla trúir fólk sem ,,kallar eftir aðstoð" því að jólasveinninn sé á ferðinni um hásumar og deili út gjöfum hægri vinstri?

Heimili þurfa húsnæði. Tilboð ríkisins ætti að vera að taka yfir húsnæði þeirra sem ekki geta staðið undir afborgunum og endurleigja til ákveðins tíma. Tilboðið á að vera þannig að það sé ekki freistandi en bjargi málum þegar í óefni er komið.

Þótt 30-40 prósent heimila ,,kalli eftir aðstoð" eru harla litlar líkur á að það séu nema um fimmtungur, mesta lagi fjórðungur, sem eru í raunverulegri þörf. Af þeim er hluti í krónískum fjárhagsvanda hvernig sem annars árar í samfélaginu.

Í fréttinni kemur fram að þeir sem þurfa á aðstoð að halda erum misjafnlega settir og þurfi ólík úrræði. Af því leiðir að engin ein allsherjarredding kemur til greina.

Hávaðinn sem kemur frá minnihluta íslenskra heimila um að fá gjafir frá ríkinu verður æ ótrúverðugri.

 


mbl.is 30-40% heimila þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm athyglisvert. Nú er ég fjölskyldumaður í góðri vinnu með 2 lítil börn. Ég hef aldrei á ævinni lent í vanskilum og hef ávallt farið varlega þegar kemur að fjárfestingum. Nú bý ég í hverfi sem nær eingöngu fólk milli 30-40 ára búa í. Þetta er fólk með börn og í vinnum. Allar þessar fjölskyldur eru í vandræðum. Margir eru komnir í vanskil, aðrir sjá fram á vanskil á næstu mánuðum. Svo sér maður svona grein frá manni sem gerir sér augljóslega enga grein fyrir ástandinu sem er að skapast hérna. Farðu út og talaðu við fólk með börn á aldrinum 25-40 ára. Komdu svo hérna og segðu hversu "lítill hluti" þjóðarinnar er í vanda...

Ég fullyrði að um 70% heimila fólks á aldrinum 25-40 ára sem eiga húsnæði og ung börn, eru í eða eru að lenda í vandræðum. Ef ekkert verður að gert mun landið leggjast á hliðina. Það er deginum ljósara....

Sigurður Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 17:38

2 identicon

Af hverju halda menn að orðið forsendurbrestur sé að finna í samningalögum? Það er af því að stundum verður forsendubrestur.

Það er nóg til af heimsku hjá "intelligensíunni" og stjórnvöldum, þótt ekki bætist orðræða haturs hjá þeim sem eiga erfitt með að setja sig í spor annarra.

Þó svo að það væri rétt að þessi 30-40 þúsund heimili séu spillt og dekruð einsog Páll virðist halda, þá er það samt alvarlegt þjóðfélagslegt vandamál að sjá fram á að þurfa að bera út þó ekki væri nema 10 þúsund gjaldþrota heimilisfeður. 

Marat (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 18:11

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sammála Sigurði Gunnari. Þetta ástand er tifandi tímasprengja sem mun þurrka burt stóran hluta af miðstéttinni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.6.2010 kl. 18:13

4 identicon

Það vantar ekki hrokann Páll að vera með svona yfirlýsingar. Við "betlararnir" sem eru í þessari stöðu erum tildæmis fjölskyldur þar sem einn eða báðir aðilar misstu vinnuna. Í mínu tilviki þá missti maður minn vinnuna og við fyrirtækið okkar vegna gjaldeyrishafta. Við erum bæði háskólamenntuð og tókum ekki þátt í neinum glennuskap eins og sumir gerðu en margir vilja meina að við hljótum að hafa gert. Við eigum bílinn okkar, en skulduðum í íbúðinni okkar að hluta til. En vegna þess að fyrirtækið okkar fór eins og það fór, og við ábyrgðarfólk fyrir því, þá er staðan þannig að við getum varla andað. Á sama tíma horfum við á banka og fjárhalds fyrirtæki belgja sig út á sama tíma og okkur er hótað öllu illu. Vinsamlegast ekki vera með svona yfirlýsingar þegar þú klárlega hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi hjá stórum hluta þjóðarinnar.

Lind (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sumir hópar voru óheppnir, keyptu húsnæði þegar verðið var hvað hæst og tóku e.t.v. lán í erlendri mynt. Það er sanngjarnt og eðlilegt að koma til móts við þennan hóp.

Aðrir voru fifldjarfir, tóku lán langt umfram greiðslugetu og veðjuðu á að krónan styrktist enn þegar dollarinn kostaði 60-65 kr. Ævintýramennska af þessum toga endar allaf með hörmungum.

Í hrunumræðunni reyndi 20 prósent landsmanna að fá fram almennar skuldaafskriftir. Þegar 70 til 80 prósent landsmanna á fyrir skuldum er það tóm steypa að leggja til flatar afskriftir.

Páll Vilhjálmsson, 9.6.2010 kl. 19:36

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Afar vanhugsaður og því miður yfirlætslegur pistill Páll. Það er alltaf að koma meira og meira í ljós að Seðlabankinn hefur vanáætlað vanda heimilanna eins og þú veist. Nú kann að vera að að það sé rétt hjá þér að það sé e.t.v. "AÐEINS" 20% eða 25% sem svona er ásatt um. Finnst þér sem Íslendingi það í lagi að þetta stór hluti landa þinna sé í verulegum erfiðleikum? Sambærilegar tölur í öðrum löndum = þjóðargjaldþrot viðkomandi. Ef þessum hluta landsmanna er ekki hjálpað mun skella á fólksflótti úr landi og það er eitthvað sem 300 þúsund manna örþjóð í kreppu hefur ekki efni á. Þá hækka bara skattarnir á hina. Almennar aðgerðir og leiðréttingar verða að koma strax. Það er ekki gjöf vegna betls eins og þú lætur svo ósmekklega í veðri vaka heldur sanngjörn leiðrétting.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.6.2010 kl. 19:41

7 identicon

Barnafjöldskyldur hér á landi eiga að koma sér í burtu barnanna vegna þá  til Danmerkur. Noregs eða Svíðþjóðar sem dæmi.  Elítan er að smá skammta ofan í lýðinn bjartsýnistöflum í gegnum fjölmiðlanna til að fólk trúi að þetta sé allt að koma reddingin sé  handan við hornið Því miður er ekkert í kortunum á Íslandi sem sýnir að að sé bjart framundan þvert á móti er mjög svart útlit enda stefnir í óbreytt stjórnarfar á landinu heillt yfir Erlendis hefur engin trú á okkur meðan svo er og okkur verður haldið í skammarkróknum að öllu óbreyttu..

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 20:25

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Dálítið margslungið mál Páll, hér hefði aldrei orðið nein þensla ef ekki hefði verið fyrir mikið lánaframboð á '' evrópuvöxtum'' og vel flestir gátu staðið undir lánum m.v. evrópukjör. Held reyndar að upphaflega hafi bankarnir ætlað að skuldsetja heimilin og taka  þau svo yfir og leigja þau til baka. Nú hefur bönkunum tekist þetta ætlunarverk fyrir atbeina löggjafans sem hefur falið bönkunum sjálfdæmi um kjör skuldaranna. Á sama tíma hefur löggjafinn niðurgreitt rekstur bankanna

með duglegu ríkisframlagi sem er viðvarandi. Semsagt aumingja bönkunum og lífeyrissjóðunum og starfsmönnum þessara '' fyrirtækja'' hefur verið bjargað tímabundið. Eftir sitja þeir sem svindlað hefur verið á og stolið af en þeir einir njóta ekki jafnræðis, er samfélagssáttmáli í því ? Á þá ekki bara að bjarga öllum til jafns við bankanna ? eða engum ?

Einar Guðjónsson, 9.6.2010 kl. 20:41

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

P.s. svo má ekki gleyma því að annað hvert heimili í landinu hefur verið ríkisvætt lengi í þeirri merkingu að annar hver vinnandi maður er í vinnu hjá ríkinu.

Einar Guðjónsson, 9.6.2010 kl. 20:46

10 identicon

Ég tek heilshugar undir með Sigurði Gunnari Ragnarssyni  9.6.2010 kl. 17:38.

Grandvart fólk, bæði af eldri og yngri kynslóðinni, eingöngu með innlend lán er nú að lenda í verulegum vandræðum - eftir skattahækkanir og síhækkandi matvöruverð.  Fólk sem hefur viljað standa sig og ekki verið að væla hingað til.  "Greiðslugetan" er búin að ná sínum þolmörkum hjá þessum hópi sem öðrum.

Varð fyrir verulegum vonbrigðum með síðuhaldara eftir lestur þessa pistils.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 20:58

11 identicon

Sjaldan hafa jafn fá orð afgreitt jafn stórt vandamál með jafn yfirlætisfullum hætti.

Tappinn var tekinn úr baðkerinu Íslandi í oktobér 2008. Jú, það heyrist hæst í þeim sem eru um þessar mundir að sogast ofan í niðurfallið...22.000 manns skv. nýjustu tölum. En við munum öll enda þar ef ekkert fer að breytast...hvort sem við höfum hagað okkur með "skynsömum" hætti eða ekki....líka Páll Vilhjálmsson.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 21:08

12 identicon

Nei Páll, ég var ekki óheppin í því að hafa keypt íbúð á erlendum lánum. Við misstum fyrirtækið okkar. Maðurinn missti vinnuna sína. Fyrirtækið var ekki yfirskuldsett en með yfirdráttarheimild til að geta keypt vörur erlendis frá. Þegar gjaldeyrishöftin fóru af stað þá gátum við ekki keypt vöru. Engin vara = engin sala. Margir mánuðir af þessu þýðir að grundvöllur fyrir rekstri er enginn. Við erum samt gerð ábyrg fyrir ÖLLU. Nú er bankinn að hóta því að taka heimilið okkar vegna fyrirtækisins. Hvar er hjálpin í því? Ég setti landið ekki á hausinn, en samt á ég að bera fulla ábyrgð á afleiðingunum. Hvar er réttlæðið Páll?

Lind (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:06

13 identicon

Það er varlegt að treysta þessum tölum sem tröllríða þjóðfélaginu núna. Fyrst þarf að gera sér grein fyrir hvaða skilgreining liggur að baki hugrakinu "heimili". Þar er um að ræða hjón, sambúðarfólk og einstaklinga yfir átján ára. Þannig telst átján ára námsmaður sem býr í foreldrahúsum eitt sérstakt heimili. Nú ef hann skuldar í bílaláni þá er hann "heimili í skuldavanda" og það þrátt fyrir að búa hjá mömmu og pabba.

Þetta eru s.s. afar villandi tölur.

Páll (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:26

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Páll - það eru margar tölur villandi. Tökum dulið atvinnuleysi. Fólk flæðir inn í háskólana vegna þess að það fær ekki vinnu. Það er ekki skilgreint sem atvinnuleysi en er það í raun. Þeir sem ekki hafa átt rétt til atvinnuleysisbóta en eru samt atvinnulausir - þeir eru ekki taldir með.

Þú virðist engan vegin vera með lappirnar á jörðinni. Það eru ekkert endilega þeir sem stóðu í því að kaupa stórt og mikið sem eru í vanda. Ekki heldur bara þeir sem tóku erlend lán. Verðbólga, kaupmáttarrýrnun, atvinnuleysi - allt hefur þetta áhrif. Þeir sem rétt náðu endum saman, millistéttin, gerir það ekki lengur.

Persónulega skammaðist ég mín fyrir að lesa þennan pistil þinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 22:35

15 identicon

Mikið er ég sammála flestum þeim sem setja hér athugasemdir (fyrir utan Pál og Pál). Mér finnst sérstakt þegar fólk les frétt og segir hana ranga af því að það langar ekki til að veruleikinn sé eins og hann er. Jafnvel þó að fréttin byggi á könnun eða rannsókn sem er áræðanlegri en hugarfóstur lesandans.

Hér varð forsendubrestur sem hefur ekki verið leiðréttur. Skuldarar bera alla ábyrgð en fjármagnseigendur einungis ef skuldarar fara á hausinn, en þá er hinn síðarnefndi líka úr leik.

Eva Sól (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:47

16 identicon

Mikill er máttur minn fyrst Lísa út í bæ skammast sín.

Páll (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:54

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrirgefðu Páll - þýðir þetta það að þú telur þig meiri "mann" en ég er?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 22:58

18 identicon

Ekki veit ég hvernig þú færð það út Lísa.

Ég er einungis að benda á þá staðreynd að talan um 20.000 heimili í skuldavanda er villandi því "heimili" skv. lögum hefur aðra merkingu en almenningur leggur út frá.

Þú kýst hins vegar að gera lítið úr þeirri athugasemd og sakar mig um að vera í einhverjum skýjaborgum án þessa að hafa nokkra hugmynd um hver ég er eða hverjar aðstæður mínar eru. Ég geri mér fulla grein fyrir duldu atvinnuleysi og minnkandi kaupmætti. Ég geri mér líka fulla grein fyrir að margt ágætisfólk fór varlega og var ábyrgt en er samt í skuldavanda útaf þessu ástandi. Einnig veit ég vel að margir falla ekki í flokk fólks með skuldavanda en nær þó rétt endum saman og getur ekki leyft sér og börnum sínum neitt. Það tel ég samt líka vera skuldavanda. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að tölur eru villandi.

Held þér væri nær að skammast þín fyrir þinn eigin póst, gólandi á fólk sem þú veist ekkert um.

Páll (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:17

19 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll yfirleitt hef ég gaman að lesa bloggin þín, sem eru beitt, en  ekki nú. Fyrir nokkru kom til  mín kona, alveg miður sín, með bróðurdóttur sína sem  var í fjárhagserfiðleikum. ,,Ég hélt að það væru bara fábjánar, sem lentu í greiðsluerfiðleikum" sagði konan. Það að 20-25% séu í alvarlegum greiðsluerfiðleikum, þýðir mjög alvarleg áhrif á þjóðarsálina, og líklega til lengri tíma.

Lísa, það er engin sérstök ástæða fyrir þig að sammast þín fyrir lestur pistilsins hjá Páli, en Páli hefur ekki tekist sérlega vel upp að þessu sinni. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2010 kl. 23:18

20 identicon

Eitthvað virðist þér farið að förlast all svakalega Páll Vilhjálmsson,þú þarft að kynna þér hvernig þjóðfélagið er.Það mun vera allmikill Davíðs Oddsonar heilkenni í þessum pistli þínum,eða varstu beðin að skrifa þetta af honum,mér finnst þetta vera frekar ólíkt þér að láta svona pistil frá þér.Hingað til hefur mér fundist þú hafa verið nokkuð beittur og oft á tíðum bent á athyglisverð mál,en núna  nei ,fuss og svei.

Númi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:25

21 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mörg er umkvörtunin í þessum athugasemdum og ekki einfaldast málið þegar tveir Pálar hafa sig í frammi, Vilhjálmsson og ófeðraður.

Ég er að reyna að segja tvær staðhæfingar.

a) Heimili í alvarlegum fjárhagsvanda eru 20-25 prósent.

b) Almenn niðurfelling skulda er ekki raunhæf. 

Út frá þessum staðhæfingum mínum er hægt að ræða margt og misjafnt. Og verður ábyggilega gert.

Páll Vilhjálmsson, 10.6.2010 kl. 00:14

22 identicon

Ég sé að Palli er einn i heiminum og hefur ekki hugmynd um hvernig því fólki líður sem er að missa allt sitt til glæpamanna í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þetta snýst ekki lengur um hvort að hægt er að greiða af skuldunum heldur snýst þetta um réttlæti. Bankar stunduðu markaðmisnotkun og felldu gengi ISK. Við lántakendur höfum verið rændir um hábjartan dag.

Úrræði ríkisstjórnarinnar eru bull og glæpalýðnum er í sjálfsvald sett hvort að hann rænir okkur fyrir hádegi eða eftir. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 00:45

23 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef til vill er almenn niðurfelling skulda ekki raunhæf, það er líka þannig komið að almenn leiðrétting skulda er að verða of sein til að bjarga heimilum landsins. Ég tel misskilninginn liggja í því þegar talað er um niðurfellingu skulda, það er það sem verið er að framkvæma gagnvart útrásarvíkingunum, þeir skilja eftir tómar skeljar, búnir að sjúga allt bitastætt úr fyrirtækjum landsins, skuldirnar einar eftir.  Heimili landsins hefðu haft gott af leiðréttingu, skulda en því miður er sennilega orðið of seint að bjarga stórum hluta þeirra. Heimilin komin í gjaldþrotaferli, byrjað að bjóða upp fasteignir fólks og fjölskyldur komnar á vanskilaskrár, þannig að viðreisnar er vart von.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 10:13

24 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Báðar staðhæfingarnar eru rangar að mínu mati. Afskriftir skulda eru raunhæfar en eftir raunhæfum leiðum og tengdum hverju tilfelli. Fjölskyldur þurfa að gera mjög greinagóða skýringu á högum sínum t.d. þegar þeir sækja um aðstoð hjá Ráðgjafastofu Heimilanna. Það ferli tekur hinsvegar langan tíma og önnur úrræði ættu að standa til boða því þau henta ekki öllum.

En þetta innlegg þitt Páll skýrir þó upprunalega pistilinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 10:32

25 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er búið að gera 50 aðgerðir til bjargar heimilunum. Þetta er það eina sem ríkisstjórnin hefur fram að færa í þessu máli.  Ég hef ekki heyrt af neinum sem þessi 50 atriði hafa komið að haldi og þetta kjaftæði um að það eigi að leita til Ráðgjafastofu heimilanna er að verða frekar hvimleitt.  Það er allt komið í kaldakol þegar loks er hægt að fá áheyrn í þeim fílabeinsturni.  Það gengur víst betur hjá þeim sem geta reytt fram 200.000 kr. til lögfræðinga, þeir hafa nefnilega forgang hjá velferðarráðherranum.  Það er búið að stela af mér eins og svo ótalmörgum  íslendingum fleiri milljónum hjá sumum er um milljónatugi að ræða, og ég krefst þess að þessu bulli linni og þýfinu verði skilað.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 11:15

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er sammála Páli hinum ófeðraða að það gerir tölur Seðlabankans nánast ómarktækar að allir eldri en 18 ára eru taldir sem heimili. Við það hækkar hlutfall skuldara, en...á móti kemur að nefnarinn sem hlutfallið er reiknað af stækkar og lækkar (=falsar) útkomuna.

Eflaust eru mun fleiri þeirra sem eru á aldrinum 18-25 ára ekki í skuldavandræðum en þeir sem eru með t.d. bílalán á bakinu. Þetta veldur því að hlutfall þeirra sem eru í vandræðum er nær örugglega vanreiknað. 40% (raunverulegra) heimila í vandræðum er nær lagi.

Theódór Norðkvist, 10.6.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband