Heimska sem málsvörn

Maður tekur tvo milljarða að láni í útlendri mynt  til að kaupa hin og þessi hlutabréf. Þegar kemur að skuldadögum segist lántakinn aðeins vera með grunnskólapróf og hafi því ekki skilið lánssamninginn. Í gegnum málsvörnina skín undarlegt sambland af sakleysi, fábjánahætti og græðgi.

Sætu íslensku strákarnir sem ætluðu að gera Norðurlönd og Bretland að heimamarkaði sínum voru með það í bakhöfðinu að ef illa færi gætu þeir sagst ekki hafa skilið heim fjármálanna. Sveitastrákarnir íslensku væru góðir inn við beinið og vildu öllum vel; þeir hefðu bara látið blekkjast af alþjóðafínansinum.

Jón Ásgeir á ógleymanlegt augnablik í heimildarmynd, sem hann vildi ritskoða, þar sem Baugsstrákurinn flissar um að þýskir bankar hafi helst tapað á viðskiptum við Íslendinga. Undirmálin eru þau að þýskum ætti ekki að muna um leikfangapeninga handa sniðugu strákunum íslensku.


mbl.is Gert að greiða kúlulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þetta hljómar óneitanlega líkt og flest í málsvörn Jóhönnu út af launamálum Más. Það eina sem vantaði var að hún segði að hún væri bara flugfreyja.

http://www.amx.is/fuglahvisl/15037/

TómasHa, 9.6.2010 kl. 14:55

2 identicon

Tek heilshugar undir að um heimsku er að ræða af hálfu mannsins. Að bera fyrir sig grunnskólamenntun er vanvirðing við almúgann. Margir með þá menntun hefðu aldrei látið sér detta í hug aðra eins vitleysu. Hann situr auk þess sem stjórnarformaður fyrirtækis, ætli hans lága menntunarstig hamli ekki störfum hans þar. Skyldu allir grunnskólamenntaðir einstaklingar hafa sama aðgang að þessu fjármagni...spyr sá sem ekki veit. Maðurinn er læs og ber að lesa samning, uppá miljarða, hann er ekki að setja saman IKEA-húsgang.

Kveðja, Helga Dögg

Kveðja, Helga Dögg

Helga Dögg Sverrsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband