Þriðjudagur, 8. júní 2010
Lamaður formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Ben. grefur hægt en örugglega sína eigin gröf sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur ekki af skarið í pólitískum stórmálum og sýnir af sér heigulshátt í siðferðisumræðu. Ef fram heldur sem horfir gerist annað tveggja. Dagar Bjarna Ben. eru senn taldir í formannsstóli móðurflokks íslenskra stjórnmála eða hitt að flokkurinn smitist af deyfð formannsins og leggist í dróma.
Bjarni Ben. þegir sem fastast um afstöðu sína til kröfunnar um að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Helfararstefna Samfylkingarinnar í ESB-málinu grefur er hægt að einangra og uppræta ef formaður Sjálfstæðisflokksins hefði döngun í sér.
Bjarni Ben. lætur auðrónadeildina í kringum ofurstyrkþegann Guðlaug Þór Þórðarson kúga sig til hlýðni við siðferðislögmál útrásarinnar; peninga má nota til að kaupa spillta stjórnmálamenn. Auðrónadeildin hótar formanni Sjálfstæðisflokksins mótframboði á landsfundi og formaðurinn lúffar.
Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að íhuga eina grundvallarstaðreynd í stjórnmálum og lífinu almennt: Það er betra að falla með sæmd en lifa við skömm.
Athugasemdir
Bjarni Ben sagði í fréttum að hvorki Guðlaugur Þór né aðrir þingmenn sæktu umboð sitt til formanns flokks síns. Það er rétt hjá honum, en formenn flokka bera mikla ábyrgð á flokkum sínum og í krafti þess að mál Guðlaugs Þórs er að rústa sjálfstæðisflokknum þá á hann að taka í taumana.
Staðreyndin er að hann hefur ekki kjark né þor til að taka á málinu.
Það eru reyndar fleiri formenn flokka sem eru kjarklausir og þora ekki að taka á vandamálum innan sinna flokka.
Gunnar Heiðarsson, 8.6.2010 kl. 10:18
Þú dýrkar Davíð, Davíð dýrkar þig.
Bjóddu þig fram gegn Bjarna.
Eða ertu kannski ekkert nema kjafturinn og þorir ekki að gera neitt þegar til kastanna kemur?
Oddur Ólafsson, 8.6.2010 kl. 10:19
Auvitað er ekki sæmandi að formaður Sjálfstæðisflokksins taki ekki afstöðu í jafn mikilvægu máli og aðild að ESB. Varla hefur nokkurt mál jafn margþætta skírskotun í samfélagi okkar sem þetta afdrifaríka fullveldismál.
Árni Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 10:37
Guðlaugur Þór situr í umboði kjósenda sinna ekki í umboði Bjarna Ben...Bjarni er að sjálfsögðu búinn að ræða við hann og gagnrýnt þessa styrki sem hann fékk og aðrir. Hann er búinn að senda ákveðinn skilaboð. Guðlaugur Þór er greinilega svona hrikalega þrjóskur og vitlaus að hann sér ekki að hann sé að skaða flokkinn --- sem er ÓTRÚLEGT !!!!.....Bjarni endurgreiddi risastyrki flokksins og hans afstaða er mjööög skýr....
Hvað er þá vandamálið ??
Jóhann Haukur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:56
Ef formaðurinn rekur ekki guðlaug þór þá sitjum við uppi með fleiri spjéfugla í landsmálum.SEM SIGURVEGARA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!VIÐ SKULUM VONA EKKI
Droplaugur (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:58
Tek heilshugar undir þessa færslu.
Einar Örn Einarsson, 8.6.2010 kl. 12:13
Þorsteinn Pálsson lögfr og fv xD form rak Albert Guðm ráðherra og þingmann 1987. Albert lét kjósendur um að dæma sig og mætti galvaskur eftir kosningar með 7 þingmenn Bporgaraflokksins. Þorsteinn fékk hægt andlát... þar til Davíð jarðsöng.
Páll Vilhjálmsson... Guðlaugur Þór sækir umboð sitt til kjósenda... eins og Albert... er þér illa við lýðræði? Ertu orðin meðvirkur eftir flokksræði, foringjaræði og einræði sl 20 ára?
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.