Stjórnmálamenn ekki í sambandi við þjóðina

Björgólfur Thor, helsti eigandi Landsbankans og þarf af leiðandi ábyrgur fyrir Icesave, fær meðgjöf frá alþingi í formi laga um gagnaver með tilheyrandi afslætti frá sköttum og skyldum. Auðmannadekur stjórnmálamanna er slíkt að 300 -700 milljarða króna  skuldabaggi Icesave er ekki nóg til að þingmann hætti þjónkun sinni við peningavaldið.

Þingheimur, að frátöldum þeim fimm sem héldu á lofti merki heiðarleika og almannahags, ætti að skammast sín fyrir þessa afgreiðslu.

 


mbl.is Lög um gagnaver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óreiðumennirnir ganga allir lausir og á fullu að skipuleggja ný fjársvik, á kostnað almennings.  Snærisþjófar gista Litla-Hraun.

Það sem vakti sérstaka athygli mína eftir að skýrsla RNA kom út var að þar komu fram langþráðar upplýsingar.  Nefninlega upplýsingar sem búið er var að þagga kyrfilega af óreiðumönnum stjórnmálanna. 

Nefninlega að umræddir Icesave fjármunir fóru að stórum hluta í ginið á örfáum forhertum óreiðumönnum - gegnum Kaupþing  - og þeirra loftbólufyrirtækja. Hluta fésins sem engin haldbær veð voru fyrir notuðu þessir aðilar til að múta nokkrum útvöldum stjórnmálamönnum til að ganga erinda sinna. M.a. að halda sér saman allan þennan tíma - og það sem við sjáum blasa fyrir augum okkar í dag. 

Leggja þarf fjórflokkinn niður og það hið bráðasta. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir þetta kallar á byltingu þau skilja okkur ekki sama hvað við sendum skýr skilaboð með kosningum í Icesave og sveitastjórnarkosningunum halda að allir hafi unnið neita að taka til halda áfram að drulla yfir okkur almenning með þessu og sölu á landinu ásamt því að láta alla sem komu að hruninu og þögguðu það niður gagnvart okkur sleppa við refsingu nú síðast seðlabankastjórnanir ásamt forstjóra fjármálaeftirlitsins! Við verðum að fara að hreinsa út því að fjórflokkurinn getur það ekki sjálfur

Sigurður Haraldsson, 8.6.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband