Eineltisvörn Sóleyjar T. og Jóhönnu Sig.

Yfirgangsseggir sem böðlast áfram rekast á vegg fyrr heldur en síðar. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vg rakst á vegg í borgarstjórnarkosningunum. Sóley er þekktur orðhákur í stjórnmálaumræðunni. Hún telur sig hafa verið lagða í einelti og segist ekki njóta friðhelgi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra  er alræmd frekja í samskiptum. Það hallar á Jóhönnu í umræðunni um launamál seðlabankastjóra þar sem hún er sek um lygar í opinberri umræðu. Jóhanna segist lögð í einelti.

Veggurinn sem þær Sóley og Jóhanna hafa rekist á er veruleikinn. Andspænis verkefnum sínum hafa þær báðar beðið ósigur. Hugmyndir Sóleyjar T. og Jóhönnu Sig. um stjórnmálastarf standast ekki.

Eineltisvörn yfirgangseggja dregur fram annað einkenni þessa fólks; það sér aldrei neina sök hjá sjálfu sér. Sóley T. og Jóhanna Sig. ættu að finna sér annan starfsvettvang en stjórnmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Um Jóhönnu ætla ég ekki að tjá mig, hún ar tímaskekkja.

Sóley Tómasdóttir segir meðal annars að langt sé gengið þegar börn stjórnmálamanna séu dregin inn í umræður. Hún hefði kannski átt að hugsa sjálf til barna sinn áður en hún bloggaði um fæðingu sonar síns. Reyndar hef ég ekki heyrt einn einasta mann tala um börn hennar, það sem fólk hefur verið að gagnrýna er bloggið hennar og hvernig hún SJÁLF skrifaði um son sinn og þá karlfyrirlitningu sem þar kom fram!

Ef Sóley ætlar að fara með eitthvað mál fyrir dómstóla væri það hellst ákæra á sjálfa sig fyrir hönd sonar síns.

Einelti er alvarlegur hlutur, það á þó ekki við um stjórnmálamenn, þar heitir það gagnrýni. Það er alvarlegt þegar stjórnmálamenn ætla að nota orðið einelti sér til framdráttar, það er einungis til þess fallið að gengisfella hugsun fólks á orðinu og kemur þeim verst sem fyrir raunverulegu einelti verða.

Gunnar Heiðarsson, 7.6.2010 kl. 13:18

2 identicon

Mikið rétt.

Þessar konur eru til marks um frekju og öfga í stjórnmálunum sem skila sér síðan í forræðishyggju og algjörum skorti á umburðarlyndi.

Megi þær og aðrir þeim líkir hverfa sem fyrst úr stjórnmálunum.  

Kristinn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:56

3 identicon

Leyfum Sóley að eltast við ímyndaða óvini á meðan hún áttar sig ekki á því að hún er versti óvinur sinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband