Föstudagur, 4. júní 2010
Æra Sjálfstæðisflokksins í gíslingu Gulla
Guðlaugur Þ. Þórðarson falbauð sig auðmönnum í prófkjöri sjálfstæðismanna 2007 eins og hver önnur portkona. Guðlaugur Þ. fékk gull frá útrásarauðmönnum til að fella Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem var auðmönnum óþægur ljár í þúfu.
Enn situr Guðlaugur Þór á þingi, í skjóli formanns Sjálfstæðisflokksins og meðþingmanna sinna. Formaður og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er meðsekur svívirðunni.
Er ekki nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn auglýsi opinberlega hvers virði æra flokksins er?
Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æru Sjálfstæðisflokksins má meta á nokkra tugi milljóna evra.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:56
Æra Sjálfstæðisflokksins?!!!!!!!! Er hún til?
Ragnar Eiríksson, 4.6.2010 kl. 23:41
Þetta er alveg rétt hjá þér Páll, Æra flokksins hangir á mönnum eins og Gulla sem hanga á stólnum á meðan flokknum blæðir. Bjarni Ben á að hafa vit á að hypja sig líka, en egóið er flokknum æðra.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 00:35
Það verður óneitanlega fróðlegt að fylgjast með framvindu máls Gulla. Þar munum við sjá hvort og þá hverning stjórnmálaflokkur kemur sér í gegnum fallið og nær aftur trausti kjósenda. Haldi Gulli áfram eins og ekkert hafi gerst, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei komast á lappirnar í stjórnmálum - og farið hefur þá fé betra.
Vitnalega þurfa ýmsir fleiri að kikja í buxur sínar á þeim bæ.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.