Föstudagur, 4. júní 2010
Æra Sjálfstæðisflokksins í gíslingu Gulla
Guðlaugur Þ. Þórðarson falbauð sig auðmönnum í prófkjöri sjálfstæðismanna 2007 eins og hver önnur portkona. Guðlaugur Þ. fékk gull frá útrásarauðmönnum til að fella Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem var auðmönnum óþægur ljár í þúfu.
Enn situr Guðlaugur Þór á þingi, í skjóli formanns Sjálfstæðisflokksins og meðþingmanna sinna. Formaður og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er meðsekur svívirðunni.
Er ekki nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn auglýsi opinberlega hvers virði æra flokksins er?
![]() |
Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æru Sjálfstæðisflokksins má meta á nokkra tugi milljóna evra.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:56
Æra Sjálfstæðisflokksins?!!!!!!!! Er hún til?
Ragnar Eiríksson, 4.6.2010 kl. 23:41
Þetta er alveg rétt hjá þér Páll, Æra flokksins hangir á mönnum eins og Gulla sem hanga á stólnum á meðan flokknum blæðir. Bjarni Ben á að hafa vit á að hypja sig líka, en egóið er flokknum æðra.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 00:35
Það verður óneitanlega fróðlegt að fylgjast með framvindu máls Gulla. Þar munum við sjá hvort og þá hverning stjórnmálaflokkur kemur sér í gegnum fallið og nær aftur trausti kjósenda. Haldi Gulli áfram eins og ekkert hafi gerst, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei komast á lappirnar í stjórnmálum - og farið hefur þá fé betra.
Vitnalega þurfa ýmsir fleiri að kikja í buxur sínar á þeim bæ.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.