Mannafæluráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar

Almenningur borgar milljarða króna á ári í utanríkisþjónustu til að tala máli Íslands. Þegar sendiherra Íslands hjá frændþjóð neitar að mæta á fund stærstu utanríkispólitísku fjöldahreyfingar á Norðurlöndum er ástæða til að spyrja hvort Össur Skarphéðinsson reki mannafæluráðuneyti þótt hann sé titlaður utanríkisráðherra.

Nei til EU starfa í Noregi og telja samtökin 30 þúsund félagsmenn. Landsfund samtakanna sækja stjórnmálamenn úr öllum flokkum í Noregi og að jafnaði eru nokkrar norrænar sendinefndir á vettvangi.

Samtökin Nei til EU óskuðu eftir framlagi frá sendiherra Íslands í Noregi, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, á fundi samtakanna þar sem átti að ræða umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Íslenska sendiráðið í Osló sagði nei, við mætum ekki á vettvang til að ræða umsókn Íslands. Hér eru rökin á ylhýrri norsku (að neðan eru skeytin í heild sem fóru á milli)

Dessverre har ikke Ambassadøren anledning på dette stadiet i søknadsprosessen til å tale på arenaer knyttet til en definert side i spørsmålet om medlemskap.

Dónaskapurinn er eitt og annað er lygin sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur haft í frammi um að umsóknarferlið sé opið og gegnsætt. Össur fer með umsóknina eins og um prívatmál Samfylkingarinnar sé að ræða og bannar starfsmönnunum sínum að tala á erlendum vettvangi.

Er utanríkisráðuneytið deild í Samfylkingunni?

 

Viðauki

Hér er ósk samtakanna Nei til EU

 Vi i Nei til EU vil gjerne invitere ambassadør Sigridur Dona
Kristmundsdottir til å holde en innledning om Islands EU-søknad, med
vekt på den forestående forhandlingsprosessen, hvilke tema man forventer
vil være tidkrevende og hva som er klarlagt når det gjelder en fremtidig
folkeavstemning.

Nei til EU følger EU-debatten på Island med stor interesse og har en
egen arbeidsgruppe om Island og EU, som ledes av vår leder Heming
Olaussen. Innledningen vil være for denne arbeidsgruppen, samt noen
inviterte tilhørere fra Nei til EUs ledelse.

Vi ønsker primært få til en slik innledning onsdag 16. juni, kl 16:30
(evt kl 14 samme dag om det er bedre). Vi foreslår en innledning på ca
20 min og deretter 20 min til spørsmål/diskusjon. Møtet vil være på Nei
til EUs kontor i Storgt 32.

Håper Kristmundsdottir har anledning, og ser frem til en interessant
gjennomgang.

mvh,
Morten Harper
Sekretær for arbeidsgruppen

 Hér er svarið frá sendiráði Íslands

Morten Harper
Sekretær for arbeidsgruppen Nei til EU


Islands ambassade takker for deres henvendelse og invitasjon til Ambassadøren til å holde et innlegg om Islands søknad til EU.
Dessverre har ikke Ambassadøren anledning på dette stadiet i søknadsprosessen til å tale på arenaer knyttet til en definert side i spørsmålet om medlemskap.

Med vennlig hilsen

Islands ambassade





----- Forwarded by Karí Jónsdóttir/UTN/NotesSTJR on 03.06.2010 11:19 -----

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning, Páll. Ekki verður betur séð en að Össur stýri nú Utanríkisráðuneyti  Samfylkingarinnar.

Gegnsærra getur það varla verið. 

Ragnhildur Kolka, 4.6.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Benedikta E

Þetta er skandall - þetta fólk er hálaunað af þjóðinni og neitar að mæta fyrir hönd mikils meirihluta þjóðarinnar - eins og vitað er segir  70 - 80% þjóðarinnar NEI við aðild að ESB / EU

Það þarf að veita utanríkisráðherra og utanríkisþjónustunni ávítur.

Benedikta E, 4.6.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skammbyssu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri kosningasvikara grænu lýtur ekki svo lágt að virða málgagn skoðana meirihluta Norðmanna viðlits. Hún, ríkisóstjórnin, er nefnilega svo upptekin við að ráða niðurlögum og vilja íslensku þjóðarinnar endanlega og að nauðga lýðræðinu svo hryllilega í báða enda. 

Þvílíkt hyski aumingjar, druslur og gungur sem þessi ríkisstjórn ánauðar er. Aldrei hefur nein pest verið eins slæm og hættuleg fyrir landið okkar.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Mikið lifandis ósköp er þetta nú vesælt. Það er ekki hægt að senda sendiherra til að tala í 20 mínútur og svara síðan nokkrum spurningum og taka þátt í kurteislegum debatt. Í heildina átti þetta að vara í litlar 40 mínútur. Það var allt og sumt.

Þetta er eiginlega skandall og maður spyr sig til hvers í ósköpunum sé verið að púkka upp á þetta sendiráð þarna í Noregi fyrst það er ekki hægt að verða við svona fyrirspurn frá samtökum á borð við Nei til EU?

"Dessverre har ikke Ambassadøren anledning på dette stadiet i søknadsprosessen til å tale på arenaer knyttet til en definert side i spørsmålet om medlemskap."

Á þetta ekki bara að vera grín? Þetta þýðir væntanlega að sendiherrann mun heldur ekki tala við norska fjölmiðla sem opinberlega eru með eða á móti ESB aðild, né heldur fulltrúa stjórnmálaflokka sem eru með eða á móti ESB og áfram má lengi telja. Í raun þýðir þetta að sendiherrann er óstarfhæfur, í raun bara upp á punt og því best að kalla hana bara heim og loka sjoppunni. Mætti spara nokkra tugi milljóna  á því.

Magnús Þór Hafsteinsson, 4.6.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

....við skipum bara konsúl í Ósló í staðinn og reddum restinni gegnum tölvupóst og síma.

Magnús Þór Hafsteinsson, 4.6.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál er skylt að gera að hávaðmáli í öllum fjölmiðlum þjóðarinnar og leyfa umheiminum að fylgjast með.

Hún er næstum varfærin í orðalagi athugasemdin hans Gunnars Rögnvaldss.

Árni Gunnarsson, 4.6.2010 kl. 23:32

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju ætti ambassadorinn í oslo að mæta á einhverja félagsamkomu sem ekki er tengd norskum stjórnvöldum neitt ?

Óskar Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 04:39

8 Smámynd: Elle_

Össur fer með umsóknina eins og um prívatmál Samfylkingarinnar sé að ræða og bannar starfsmönnunum sínum að tala á erlendum vettvangi.

Og það skrýtnasta er að hann kemst alltaf upp með það og á okkar kostnað.  

Þvílíkt hyski aumingjar, druslur og gungur sem þessi ríkisstjórn ánauðar er. Aldrei hefur nein pest verið eins slæm og hættuleg fyrir landið okkar.

JÁ.

Elle_, 5.6.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband