Framsókn og Reykjavíkurkreppan

Útrásin var skipulögð og framkvæmd í 101 Reykjavík að stærstum hluta. Pappírsauðurinn safnaðist í höfuðborginni og eignabólan var stærst þar. Í hruninu varð SV-hornið harðast úti. Atvinnuvegir sterkir á landsbyggðinni, útgerð og ferðaþjónusta, eru bjargvættir þjóðar í gjaldeyrisnauð.

Pólitík sem ekki endurspeglar áherslur og viðhorf landsbyggðarinnar er dauð pólitík. Til að vekja líkið er reynt að efna til stjórnmálakjötkveðjuhátíðar með Besta flokknum. Blekkingin er kannski fyndin um stund en þegar rennur af fólki hláturskastið er hætt við timburmönnum.

Framsóknarflokkurinn er í umræðu þar sem takast á útrásarafgangar úr tíð Halldórs Ásgrímssonar og endurreisnarpólitík Sigmundar Davíðs. Ruglvæðing Halldórs og eftirmanna eru 90 prósent lánin, Schengen (frjáls innflutningur glæpamanna), ESB-daður og auðrónahyggja Björns Inga Hrafnsonar sem sá ekki opinberar eigur í friði.

Gallupmæling sýnir sömu stöðu Samfylkingarinnar og í kosningunum í Reykjavík, 20 prósent fylgi. Aftur mælist Framsóknarflokkurinn með 14 prósent á landsvísu en fékk aðeins 2,7 prósent í kosningunum í höfuðborginni.

Samfylkingarvængur Framsóknarflokksins í Reykjavík beið ósigur. Þeir flokksmenn sem vilja samfylkingarvæða Framsóknarflokkinn í heild sinni eru með óráði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband